Nýja dagblaðið - 10.06.1938, Síða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Heyþurkun á hesjum
Eitir Þórodd Guðmundsson irá Sandi
\ÝJA DAGBLAÐH)
Útgefandi: Blaðaútgáfan hJ.
Rltstjóri:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritstjómarskrlfstofurnar:
Llndarg. 1 D. Simar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrlfstofa:
Lilndargötu 1D. Siml 2323.
Eftlr kl. 5: Simi 3948.
Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura elntaklð.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar 3948 og 3720.
< l—» —n—u— . — n»ii~n
Sameiningf
flokksblaðanna
Á fundi miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins, sem haldinn
var síðastl. miðvikudag, var
samþykkt í einu hljóði að vinna
að þvi að sameina Timann og
Nýja dagblaðið i sumar eða
snemma í haust og láta Tímann
þá koma út annanhvorn virk-
an dag í sama formi og hann
er nú. Eftix því sem ástœður
kynnu að leyfa, myndi Tíminn
síðan stækka og koma oftar út
fyrir Reykjavík og þær byggðir,
sem búa við beztar samgöngur
við höfuðstaðinn.
Ástæðan til þess að Fram-
sóknarmenn breyttu Tímanum
að nokkru 1933 og byrjuðu að
gefa út Nýja dagblaðið, var á-
staridið í flokknum, þar sem lá
við sprengingu, sem að vísu
kom fram engu að síður, en út-
gáfa dagblaðsins eins og þá
stóð á, var þá miðuð fyrst og
fremst við að halda flokknum
saman. Dagblaðið kom engu
að síður að góðu haldi, þvl að
það hafði úrslitaþýðingu meðan
verið var að rétta flökkinn við
eftir hið mikla áfall, þegar
Tryggvi Þórhallsson hætti um
stund að vinna með sinum
gömlu samherjum, og margir
aðrir gamlir flokksmenn fóru
um stund sömu leið. Nú eru
þessi sár að mestu gróin. Fram-
sóknarflokkurinn hefir aftur
fenglð sinn gamla styrk. Nýir
áhrifamenn hafa komið í stað
hinna, sem horfið höfðu þá.
Æskan i dreifbýlinu fylkti sér
aftur um stefnu Framsóknar-
manna og í kaupstöðum og
kauptúnum er fylgi flokksins
nú meira en nokkru sinni fyr.
Ástæðin til þess að mið-
stjórnin hefir ákveðið að sam-
eina bæði flokksblöðin í Reyk-
javík, er ekki fjárhagslegs eðl-
is. Innheimta Timans er stór-
lega að batna með bættu skipu-
lagi, og fjárhagsaðstaða Nýja
dagblaðsins um daglegan rekst-
ur hefir aldrei verið betri en nú.
Kostnaðurinn við stækkun
Tímans verður það mikill, að
útgjöld við. hann einan verða
um það bil eins mikil og þau
eru nú við bæði blöðin.
Hin raunverulega ástæða til
sameiningarinnar er sú skoðun
miðstjórnarinnar, að með þessu
móti fái flokkurinn áhrifameiri
blaðakost. Að Tíminn með 6000
—7000 kaupendur í öllum
byggðum, kauptúnum og kaup-
stöðum muni geta komið við á-
hrifameirl menningaráhrifum,
heldur en unnt er með því
skipulagi sem verið hefir á
þessu éfni um undanfarin ár.
Miðstjórnin álitur að þrjú blöð
á viku sé það mesta, sem dreif-
býlið getur komizt yfir að lesa
með þeim póstgöngum sem nú
eru hér á landi, en að blað, sem
kemur út annanhvorn virkan
dag með fjölbreyttu efni muni
líka geta fullkomlega bætt úr
frétta- og lestrarþörf samherj-
anna í dreifbýlinu, að því leyti
sem það verður geTt með póli-
tískum blöðum. Síðan teljum
við allir Framsóknarmenn
sennilegt, að Tíminn geti með
viðbótar útgáfu fyrir höfuð-
staðinn og þéttbýlið í nánd við
hann áður en langt um líður,.
líka fullnægt lesendum og sam-
herjum, sem þar búa og óska
að fá flokksblað sitt daglega.
Miðstjórnin leitar til sam-
herja sinna út um allt land með
margvislegan stuðning við hið
nýja skipulag. — Þingmenn
flokksins og miðstjórnarmenn
munu einkum beitast fyrir því
að afla Timanum stuðnings á
þann hátt, sem með þarf. En
áhugamenn um allt land eru
beðnir að snúa sér til mið-
stjórnarmanna, þingmanna
flokksins, og til skrifstoíu
flokksins í Edduhúsínu í Rvík
um samstarf í þessu efni. Mið-
stjórnin veit að hún muni eiga
kost á liðveizlu mörg hundruð
samherja á öllum aldTÍ hvar-
vetna á landinu við það starf
að gera Tímann að fjölbreytt-
asta og áhrifamesta blaði, sem
nokkurntíma hefir verið gefið
út af umbótamönnum á íslandi.
Miðstjórnin ætlar að vinna að
því af alefli, að Tíminn verði
lesinn og helzt keyptur á hverju
heimili á íslandi, þar sem þrek
og lífsandi er í bTjóstum fólks-
ins. í þau rúmlega tuttugu ár,
sem Tíminn hefir starfað, hefir
í dálkum hans verið birtar
greinar um öll hin helztu um-
bótamál, sem verið hafa á dag-
skrá með þjóðinni og sóknin
þar jafnan mest og hörðust.
Með hinu nýja skipulagi á að
vera hægt að sækja meira fram,
en auk þess sinna meir en unnt
hefir verið áður, margháttaðri
fræðslu um lif og störf samtíð-
armannánna, bæði hér heima
og erlendls.
Jónas Jónsson frá Hriflu.
Athyglisvcrð tílraun
í skólahúsinu Þingborg,
Hraungerðishreppi, Árnessýslu,
starfaði unglingaskóli í vetur
um þriggja mánaða skeið, á-
samt barnaskólanum. Eftir
miðjan maí í vor, unnu svo
nemendur úr þessum unglinga-
skóla, ásamt nemendum barna-
skólans að ýmsum útistörfum í
umhverfi skólans. Aðalkennari
þeirra og leiðbeinandi var hr.
búfræðikandidat, Jóhannes
Þorsteinsson, héraðsráðunaut-
ur Búnaðarsambands Suður-
lands. Verkefni voru m. a.:
Þurrkun. Gerðir voru 23 m. í
grjótræsum, 54 m. í hnausaræs-
um. Girðingar. Bætt að nokkru
úr mjög aðkallandi þörf á að
laga girðingar umhverfis skól-
ann. Ennfremur var lóðin um-
hverfis skólahúsið löguð eftir
föngum.
Landvlnnsla. Unnið var að
Fátt stendur íslenzkum land-
búnaði meira fyrir þrifum en
óþurrkar sumarsins. Þeir geta
eyðilagt allan heyfeng, þegar
verst lætur. Jafnvel í sæmi-
legum sumrum getur þurrkun
heysins orðið bændum tafsöm.
Við efnagreiningu hefir það
komið í ljós, að hey, sem
hrekjast nokkuð að ráði, glata
stórlega næringargildi. Af þvi
leiðir fjárhagslegt og heilbrigð-
islegt tjón, eigi aðeins fyrir
bændur landsins, heldur og
þjóðina í heild.
En verður hér nokkru um
þokað? — Að visu lætur islenzk
veðrátta ekki að sér hæða og
lýtur hvorki boði né banni.
Veðurstofan getur þegar bezt
lætur gefið sannar upplýsingar
og góðar bendingar. Meira ekki.
Bændur eiga allt sitt undir sól
og regni.
Samt eru þeir meira háðir
dutlungum veðráttunnar en
þeir þyrftu að vera. Heyin væri
hægt að verja skemmdum miklu
meira en gert er. Það er með
þvi að hesja þau. Mun ég nú
lýsa þeirri vinnuaðferð i fáum
oxðum.
Heyþurrkun á hesjum er ekki
vandasöm, þótt henni sé ekki
ávalt hægt að koma við né við
öll skilyrði; smágert úthey
verður t. d. ekki þurrkað á þann
hátt. Hesjun útheimtir t. d.
nokkra vinnu og dálítinn út-
búnað. En aðrir ókostir fylgja
henni ekki. Hinsvegar eru kost-
irnir yfirgnæfandi: Heyið er
algjörlega varið gegn skemmd-
nm.
Aðferðin er í stuttu máli
þessi: Grannir staurar, 3—4 m.
á hæð, eru reknir niður í jörð-
ina í beinni linu með ca. 2ja m.
millibili. Bezt er að gera holur
fyrri staurunum með járnkarli.
undirbúningi leikvallar, ca.
dagsláttu að stærð.
Garðvinnsla. Unninn blettur
558 m2 að stærð, þar af vaT sett
í 414 m2. Þessum bletti var svo
skipt niður i 30 reiti. Voru reit-
írnir tölusettir 1—30. Síðan
voru 12 nemendur unglinga-
skólans og 18 nemendur barna-
skólans, þ. e. a. s. þeir nemend-
ur, sem verða i sveitinni í sum-
ar, látnir draga sína töluna
hver. Merkti svo hver sinn reit
með spýtu, sem á var máluð
talan, sem hann dró. Setti svo
hver í sinn reit nokkuð af kar-
töflum og rófnafræf, er skólinn
lagði þeim til, en í nokkurn
hluta reitsins var hverjum gef-
ið frjáls að setja það, sem hann
vildi, t. d. kál, blóm eða eitt-
hvað annað. Og til þess nú að
gera þessari grein skólastarf-
seminnar jafn hátt undir höfði
og öðrum, t. d. þeim bóklegu,
hefir verið svo ákveðið, að bú-
fræðikandidatinn skuli athuga
garðinn seinni hluta sumarsins,
og gefa umsögn um hvern reit,
hversu vel hann hefir verið
hirtur og um hann annast.
Gott er að styrkja endastaur-
ana með skástagi, sem festa má
í stein eða tréhæl, sinn við
hvorn enda stauraraðanna.
Milli stauranna er síðan
strengdur vírþráður ca. 10—20
cm. frá jörð. Bezt er að vefja
vírnum utan um staurana, en
negla hann ekki; við það
mundu þeir skemmast. Að því
búnu er heyið hengt á vír-
strenginn og verður að gæta
þess að greiða það vel í sundur
og láta ekki of mikið i einu á
vírinn. Sé heyið lagt á I þykk-
um lögum, þornar það siður og
þráðurinn getur slitnað. Þegar
þessu er lokið eftir endilengri
hesjunni, er næsti vírþráður
strengdur laus ofan vi® neðsta
heylagið. Þannig koll af kolli,
unz hesjan er fullgerð. Hún má
vera tveggja til þriggja metra
há og svo löng sem vill. Hesjan
verður því útlits líkt og afar-
löng lön, en miklu lausari í sér,
eins og gefur að skilja. Hún er
svo mjó að ofan, að hún steypir
af sér nálega hverjum dropa,
sem kemur úr lofti.
Gæta verður þess, að vírinn
sé ekki mjög strengdur; því
slakari sem hann er,.þeim mun
betur endist hann. Bezt er að
hesja með höndunum tómum,
en einnig má nota gafíal.
Það hey, sem bezt gefst að
hesja, mun vera smárataða,
sáðhey, stör og stórgerð bleikja.
Fer það eftir tíðarfari, hve
lengi heyið er látið vera á hesj-
unum. í þurrkatíð mun hálfur
mánuður, eða minna, vera full-
nægjandi. En í skúra og vatns-
tíð verður að sjálfsögðu að láta
hesjurnar standa lengur. Vitan-
lega ræður lika eðli heysins
nokkru um þetta. Sjálfsagt er
að hesja heyið nýslegið.
Skal nú litið á fjárhagshlið
málsins. Til hesjunar þarf
tvennskonar efni: trjávið og
vir. Staurarnir mega vera
grannir og fer ekki mikill efni-
viður í þá. Til notkunar er bezt-
ur hesjuvír nr. 14 og mun mega
láta kaupfélögin útvega hann.
Auðvitað kostar þetta nokkurt
fé. Mér reiknast svo til, að efni-
vfður í hesju, sem þurrka má á
ca. eitt kýrfóður, muni með
gildandi verðlagi kosta allt að
kr, 60,00. En á það er að líta,
að nota má sömu hesjuna
nokkrum. sinnum á sumri. Sé
gert ráð fyrir 8—9 vikna hey-
skapartíma, mætti þurrka 3—4
umferðir á hverri hesju yfir
sumarið. Mætti þannig full-
þurrka 110—140 hesta heys yf-
ir sumarið á hesju, sem kostar
um 60 kr. í beinum útgjöldum.
Efnið má nota ár eftir ár með
góðri meðferð.
Nú mun einhver spyrja sem
svo: Er þetta ekki erfitt og taf-
samt, má ætla liðfáum bænd-
um að geta leyst þetta starf af
hendi? En ég vil benda á það,
að óþurrkarnir eru lika taf-
samir. Stundum rugla þeir líka
svo gagngert allri vinnuáætlun,
að úr því verður miklu meiri
töf, en þessu starfi fylgir.
En það sem mestu máli skipt-
ir, er þetta: Með því að hesja,
er heyið um leið tryggt gegn
skemmdum, í stað þess, að ann-
ars eiga menn það á hætu, að
það gjöreyðileggist vegna efna-
taps við hrakning í óþurrkatíð.
Heyþurrkunaraðferð þessi er
viðhöfð i Finnlandi, Norður-
Svíþjóð og Noregi. Þar kynnt-
ist ég vinnubrögðum við hesj-
un sumarið 1928 og tók þátt í
(Framhald á 4. siOu.J
Eitirlít lögreglunnar
(Frh. af 2. siðu.)
samlega ofurliði og vinnsla því
af mjög skornum skammti. Bif-
reiðin öll er sérstaklega þung í
vöfum og ekki nothæf nema á
mjög takmörkuðum hraða.
Gæti þetta þó allt verið gott og
blessað væri bifreiðinni ekki
ætluð önnur notkun en fyr er
getið, enda mjög góð til þess.
Þessi síðastnefnda bifreið er
eina bifreiðin, sem svöðvar —
og götulögreglan hefir yfir að
ráða.
Aðalstarf götulögreglunnar er
að hafa eftirlit með umferðinni
s. s. umferðalögregla í bænum.
Því er ekki mögulegt að koma í
verk, svo að í lagi sé, nema í
bifreiðum. Má því segja, að um-
ferðalögreglan í höfuðborginni
sé langt á eftir tímanum, hvað
farkost snertir, svo langt, að
hún getur ekki gert skyldu sína,
þess vegna, nema að litlu leyti.
Bæði vegna þess, að R 1166 er
alls ekki hæf til slíkrar notkun-
ar og eins vegna hins, að stöðv-
arlögreglan þarf að geta grip-
ið til hennar hvenær sem er
og betri bifreiðar fyrir hendi,
má sjá að hér er um mjög ein-
kennilega ráðstöfun að ræða.
Það þarf daglega að líta eftir
ökuhraða bifreiða í bænum,
sem þvi miður virðist vera ó-
þarflega mikill oft og tíðum og
svo ennfremur hjólreiðamönn-
um, sem ekki virðast kunna
neinar umferðareglur eða a. m.
k. nota þær ekki, en gangandi
menn geta ekki haft hendur i
hári slíkra náunga, og slys,
meiðingar og manndauði und-
anfarin ár tala sínu máli.
Þessu mætti kippa í lag mjög
fljótt, með því að umíerðalög-
reglan fái bifreiðina R 1111 til
afnota, en í staðinn fyrir þá bif-
reið yrði fengin einhver önnur,
sem skiljnalega mætti vera
mikið lakari, en mundi þó duga
vel I það starf sem R 1111 er
notuð til að annast.
Á fjárhagsáætlun Reykjavík-
ur fyrir árið 1938 eru ætlaðar
kr. 15.000,00 — fimmtán þúsund
— til bifreiða handa lögregl-
unni, og ennfremur 10.000,00 —
tíu þúsund —- til ýmiskonar út-
gjalda.
Þess er því hér með krafizt að
umferðalögreglunni verði nú
þegar séð fyrir sterkri, gang-
mikilli bifreið, sem sé að útliti
sem allra svipuðust venjuleg-
um bifreiðum. C.