Nýja dagblaðið - 25.06.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 25.06.1938, Blaðsíða 1
03« fl| S O L SKINIÐ ER KOMIÐ. Nita crem og Nita olíur veita sólarljósinu inn í húðina og hjálpar því til þess að gera húð yðar hrausta, brúna og fagra. t, o o H o H o i) O 4 6. ár ID/^GriB 11/^0110 Reykjavík, laugardagurinn 25. júní 1938. 143. blað Atvinnumál unglinga Gyðingakonum } Vinnuskólínn starSar að mísþymt í Vín Kolviðarhóli í sumar I örvæntingu sinni réðust pær á storm Víðtal við Ludvig Guðmundsson skólastj. ANNALI 176. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 2,03. Sólarlag kl. 10,54. — Árdegisháflæður i Reykjavik kl. 3,10. Veðurútlit í Reykjavík: Norðvestan- eða norðankaldi. Bjart- viðri. Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson. Mána- götu 4, sími 2255. — Næturvörður er i Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki, Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfr. 12,00 Hádegisútv. 15,00 Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómplötur: Létt kórlög. 19,40 Augl. 19,50 Fréttir. 20,15 Upplestur: Saga (frú Ragnheiður Jónsdóttir). 20,40 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21,05 Hljómplötur: Lög úr óperum eftir Wagner. 21,30 Danslög. 24,00 Dag- skrárlok. Húnvetningafélagið biður þess getið, að nú séu allra síðustu forvöð, að tilkynna þátttöku sína í skemmtiferð þess norður í Húnavatnssýslu um aðra helgi. Þátt- taka sé tilkynnt í verzlunina Brynju, á Laugaveg 29 og hjá Guðna Jóns- syni úrsmið Austurstræti 1. Bráðabirgðaviðgerð ú símabilunum þeim, er urðu í Skelð- arúrhlaupinu er nú lokið. Vatnavextir' hafa verið miklir þar eystra, síðan hlaupið þvarr, vegna hlýinda og rign- inga. Skeiðará og Jökulsá á Breiða- merkursandi hafa verið ófærar undan- farið öðruvísi en á jökli. Stefán Guðmundsson söng í Gamla Bíó í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Síðasta söngskemmtun Stefáns að þessu sinni verður næst- komandi þriðjudag. Verður söngskráin þá breytt. Póstferðír á morgun. Frá Reykjavík: Ljóslfoss, Þrasta- lundur, Þingvellir, bílpóstur til Akur- eyrar, Laxfoss til Borgarness. Til Reykjavíkur: Ljósifoss, Þrasta- lrmdur, Laugarvatn, Þingvellir, bílpóst- ur að norðan. Garðsauki, Vik, Fagra- nes frá Akranesl, Laxíoss frá Borgar- nesi. Veiðiveður hefir verlð sæmllegt norðanlands undanfarinn sólarhring, en treg veiði. Síldin veður ekki sakir kulda, en skip kasta mest eftir fugli. Veiðiflotinn var í gær á svæðinu frá Flatey til Skaga. Alls komu til Siglufjarðar ellefu skip frá því um nónbil í fyrradag til nóns í gær með samtals 1600 til 1800 mál. Eistlendingar og Finnar eru byrjaðir söltun utan landhelgislinu. — FU. | Skemmtííörín | í iyrramálið l;j: Eins og sagt var frá í y: jj; blaðinu i gær efnir F. U. F. til skemmtiferðar að :j: Tröllafossi og á Esju á :í: morgun. :j: Lagt verður af stað frá | ;í: prentsmiðjunni Eddu kl. 9 ;i; H f. h. Væntanlegir þátttak- :{: « endur gefi sig fram á af- « greiðslu Nýja dagblaðsins | !;j: fyrir kl. 4 í dag. jjj; jij Þátttakendur verffa aff :i; hafa með sér nesti og | ;i; drykkjarílát, en kaffi verff- jjjj :| ur sameiginlegt, j:jj Komiff verffur til bæjar- :i; jí; ins kl. 7—8 um kvöldiff. |: sveiiarmenn, svo lögreglan vard að koma peim til hjálpar LONDON: í Berlín hefir baráttunni gegn Gyð- ingurn skyndilega verið hætt, en í Vín heldur hún áfram án þess að nokk- urt ldt sé á. í fyrrakvöld gerðist þar sá atburður, að hópur af reiðum konum réðust á flokk stormsveitarmanna og varð lög- reglan að skerast í leikinn til þess að koma á reglu. Höfðu stormsveitarmennirnir neytt nokkurar Gyðingakonur til þess að vinna að því að hreinsa bifreiðar, en hópur af Gyðingaverkamönnum horfði á og fékk ekki hafst að. Fór það svo að ein konan sem var barnshafandi féll í yfirlið, við þetta urðu konurnar svo æstar, að þær réðust á stormsveit- armenniná með berum höndum og sóttu svo fast að þeim, að lögregla varð að koma þeim til aðstoðar. FÚ. Japanir sækja fram til Hankow Japanír svipta út- lendinga öllum sér réttindum í Kína LONDON: Stór-orusta á sér nú stað á bökkum Yangtséfljóts 230 mílum fyrir neðan Hankow. Þar hafa Japanir sett á land úr herskipum sinum 50000 manna lið, og' er ætlunin að koma því fram- hjá fallbyssustæðum Kínverja á bökk- um fljótsins, sem þar hefir verið kom- ið fyrir til þess að verja tálmana- garðinn sem Kinverjar hafa lagt yfir um fljótið. Liðið var sett á land úr 20 herskipum, og landganga þess var- in með stórkostlegri skothríð. Fulltrúi japönsku stjórnarinnar í Shanghal skýrði frá því í gær, að öll sérréttindi, sem útlendingar hafa notið í Kína, væru afnumin í þeim héruðum landsins, sem nú lúta jap- anskri stjórn. Útlendingar 1 þessum héruðum yrðu að vera gefnir undir japönsk lög. FÚ. JónEngilberts læruýjaviðurkeuuingu EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN: í Aarhus var í gær opnuð ein stærsta málverkasýning, sem haldin hefir ver- lð þar í Danmörku. Jón EngUberts málari er einl útlandingurinn, sem tekur þátt í þessari sýningu. FÚ. í desember s. 1. fór Ludvig Guðmundsson skólastjóri á ísafirði utan til þess að kynnast sem bezt þeim ráð- stöfunum, sem nágranna- þjóðimar gera vegna upp- eldis æskumanna og kvenna á aldrinum 14—22 ára, einkum þeirra, er hvorki stunda fast nám né hafa at- vinnu. Ennfremur kynnti Ludvig sér skipulag líkams- uppeldis meðal þessara þjóða, einkum afskipti og þátttöku hins opinbera af þeim málum. — Ludvig fór þessa ferð að tilhlutun rík- isstjórnarinnar og dvaldi erlendis nálega fimm mán- uði. Tiðindamaffur Nýja dagblaðs- ins hitti Ludvig á Garði og spurði hann um árangur farar- innar. — Ég get naumast fjölyrt um árangurinn að svo stöddu, svar- aði Ludvig. Ég viðaði að mér miklu efni þessu viðkomandi 1 utanferðlnni, og er nú að vinna úr því. Síðan mun ég semja ýt- arlega skýrslu um ferðina og leggja fyrir ríkisstjórnina. Til- lögur um aðgerðir þess opinbera í þessum efnum verða svo lagð- ar fyrir næsta þing. — Þér hafið vafalaust séð ýmislegt athyglisvert í þessum efnum á íerð yðar? — Já, það leikur ekki á tveim tungum. Nágrannaþjóðirnar gera margháttaðar og merkileg- ar ráðstafanir til þess að tryggja heppilegt uppeldi unglinganna á aldrinum 14—18 ára. Enda vil ég óhætt fullyrða, að á þeim árum sé æslcumanninum hættast, og þó einkum tvö fyrstu árin, 14— 16 ára. — Og um hvaða lönd lögðuð þér leið yðar? — Ég ferðaðist um Danmörk, Noreg, Svíþjóð, Þýzkaland og England. Lengst dvaldi ég í Danmörku. —■ Er atvinnuleysi mikið með- al æskumanna í þessum lönd- um? — Það er mismunandi. í Dan- mörku er það mikið, mest á Norðurlöndúm, þar næst í Nor- egi, en langsamlega minnst í Svíþjóð. — Hvaða ráðstafanir gera Sviar i þessum efnum? — Iðjuskólar þeirra er merk- asta ráðstöfunin, sem gerð hefir verið. Skólarnir í Stokkhólmi, Mölldalen og víðar eru prýðileg- ustu stofnanir. Þar eru deildir fyrir fjölmargar iðju- og starfs- greinir, t. d. trésmlði, járnsmíði, vélsmíðl, rafvirkjun, málaraiðn o. s. frv. Með þessu er unglingur, sem óskar eftir að nema ein- hverja ákveðna iðngrein, ekki útilokaður frá því, þótt hann komist e. t. v. ekki strax að hjá einhverjum iðnmeistara. Hann fer í iðjuskólann, fyrst til reynslu, en síðan sem fastur nemandi í þeirri grein, er hæfi- leikar hans kveða á um. Þarna vinnur hann allan daginn í 1—2, jafnvel 3 ár og lærir iðn sína við hin fullkomnustu skilyrði, vélar, verkfæri og kennslu. Síðar, þeg- ar tækifæri býðst, fer hann út I atvinnulífið, lýkur þar námi og fær sitt sveinsbréf. — Merk- ur sænskur iðjuskólamaður lét svo um mælt við mig: „Iðju- skólarnir okkar tryggja það, að hæfustu unglingamir hitta á það starfssvið, sem þeim hæfir, og verða þvi iðnaði okkar að fullu gagni“. — Hvað er að segja um llk- amsuppeldi og íþróttastarfsemi þeirra þjóða, er þér dvölduð með? — Það mál kynnti ég mér einna mest á Englandl. Eng- lendingar vinna nú að aukinni líkamsmennt, og stefna þar fyrst og fremst að almennri og frjálsri þátttöku. Ég ræddi ýtar- lega um þetta mál við ritara The Fítness Concil, nefndar þeirrar eða ráðs, sem brezka stjórnin skipaði í fyrra til þess að vinna að aukinni líkams- mennt meðal brezku þjóðarinn- ar. Þingið samþykkti einnig ný lög á síðasta sumri um íþrótta- starfsemina i landinu. Er henni i styztu máli þannig varið, að hreyfing, The Fitness Move- ment, eins og hún er kölluð í Englandi, heldur uppi víðtækri fræðslu- og útbreiðslustarfsemi meðal þjóðarinnar. — Brýnt er fyrir mönnum, að það sé skylda einstaklingsins, skylda hans (Framhald á 4. síðu.) Sunnlenzku bændaiörínni lokið Bændaförin kom til Þingvalla í gær- kvöldi um kl. 11%. Hafði verið farið Kaldadal og voru þetta fyrstu fólks- bflar, sem þá leið hafa farið á þessu sumri. Nýja dagblaðið hafði í gærkvöldi tal af Ragnari Ásgeirssyni og lét hann mjög vel yfir förinni. Dagurinn í gær var mjög ánægjulegur í alla staði. Glaða sólskin var og útsýni svo gott, sem verið gat bæði af Kaldadal og Holtavörðuheiði. í fyrrinótt var gist að Reykjaskóla i Hrútafirði hjá Guðmundi Gíslasyni skólastjóra, og þátttakendurnir í för- inni róma viðtökurnar þar, Haldið var (Framhald á 4. síðu.) Bífreíðarslys Um klukkan 11 í gær varð bifreiða- slys uppi 1 Svínahrauni. Bifreiðar- stjórlnn viðbeinsbrotnaði. Farþegi, er var i bifreiðinni, meiddist lítið eða ekki, en bifreiðin sjálf mölbrotnaði. Vörubifreiðin R 395 var á leið austan frá Eyrarbakka með 2 tonn fiskjar. Bifreiðarstjórinn er Jón Ingvarsson og var faðir hans, Ingvar Hannesson, með i biíreiðlnni. Þegar kom nokkuð niður fyrir Kolviðarhól, verður Jón þess var, að stýri bifreiðarinnar bilar og hemlar hann þegar. Vegarbrún er þarna lág og slétt hraun umhverfis. Þegar bifreiðarstjóri hemlaði, missti hann bifreiðina út af veginum og lenti hún á einni af vörðum þeim er þarna eru. Varðan splundraðist, en bifreiðin valt yflr til vinstri, svo hlólin sneru UPP- ■ Bifreiðarstjórinn, Jón Ingvarsson, viðbeinsbrotnaði vlnstra megin og skarst á hægri hendi. Faðir hans, Ing- var Hannesson, er var farþegi í bif- reiðinni, slapp mikið til ómeiddur. Hús bifreiðarinnar brotnaði í spón. Það, sem bjargaði mönnunum, er efa- laust fiskurinn, sem var á burðarpall- inum. Bifreiðinni hvolfdi, eins og áður er sagt, og hvflir hún þá á hlassinu. Þegar slysíð vildi til, telur bifreiðar- stjórinn sig hafa verið á 30 km. hraða ó klukkustund. Vegurinn er beinn og . góður þama, og orsakaðist slysið því einvörðungu af þvi, að stýrisarmur fór i sundur. Prestastefnan Prestastefnan hófst hér í bænum i fyrradag og lýkur henni í dag. Sitja hana 42 þjónandi prestar og 10 prest- ar, sem látið hafa af störfum. Á fundinum í fyrradag gaf dr. Jón Helgason biskup yfirlit um kirkjulega viðburði á siðastl. ári. í gær voru flutt fjögur erindi. Bisk- upinn flutti erindi um hyrningarstein trúar vorrar, Sigurbjörn Einarsson guðfræðingur um nýtt viðhorf i trúar- bragðasögunni, sr. Bjarni Jónsson um tvo ritningarstaði og sr. Árni Sigurðs- son um andlegar framtíðarliorfur. — í dag flytur sr. Halldór Kolbeins erindl um íjallræðuna, sr. Ófeigur Vig- íússon um endurmimiingar gamals sóknarprests og sr. Sigurjón Guðjóns- son segir frá utanför sinni. í kvöld verða prestar í boði hjá biskupi.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.