Nýja dagblaðið - 25.06.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 25.06.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Enskri verksmiðju, sem fram- leiöir ýmis gerfiefni, hefir ný- lega heppnast að framleiða hart, gegnsœtt efni, sem er mjög sterkt. Síðan á að gera tilraunir til að smlða flugvélar úr þessu efni. Slíkar flugvélar myndu verða nálega ósýnUegar á flugi. * / Morgunblaðinu l vetur var einu sinni auglýst BÆNDA- SMJÖR. Ef marka má Morgun- blaðið, gefa þvl bœndur af sér smjör og kvenfólk ull. * „Blóðsugur“ er manntegund, sem ósjaldan er getið — og ekki að góðu. Hinsvegar er þeirra, sem nefna mœtti blóðgefendur, sjaldan getið. — Frönsk kona, madame Ménager, var þó sér- staklega heiðruð fyrir að hafa fórnað sínu eigin blóði í hvorki meira né minna en 175 skipti á niu árum, til þess að bjarga lífi meðbrœðra sinna og systra. Eiginmaður madame Ménager var þessu mjög mótfallinn í fyrstu, þvi að hann taldi, að með þessu myndi heilsu frúarinnar stefnt í hœttu. Sú hefir þó ekki orðíð raunin. Nú, þegar madame Ménager er 51 árs að áldri, lœt- ur hún af þessu starfi, í þágu mannúðarinnar, eftir að hafa hlotið heiðurspening og árleg eftírlaun i viðurkenningarskyni. * Prófessorinn var vanur að láta hundinn sinn sitja á stól við hliðina á sér þegar hann mat- aðist. Kvöld nokkurt var hann boð- inn til kveldverðar. Stúlkan, sem sat við hlið hans vildi vekja athygli hans á sér og snart við handlegg hans. Prófessorinn, sem var annars- hugar, tók bein af diski sínum og rétti að stúlkunni, án þess að lita við og sagði: „Ó, láttu nú ekki svona grey- ið mitt. Taktu þetta og liggðu svo undir borðinu meðan þú nagar það“. * fbúarnir i Moskva hafa nýlega fundið upp örugga aðferð til þess að geta fylgzt með þvi frá degi til dags, hverjir af leiðandi mönnum kommúnista séu í „náðinni" hjá Stalin og hverjir ekki. — / gluggum bókabúða rlkisforlagsins er venja að sýna myndir af helztu leiðtogum kommúnista. Þeir, menn, sem myndir eru sýndar af, eru i „náðinni", og „stjama“ þeirra er þvi hœrrt sem mynd þeirra er nœr mynd einvaldans sjálfs. Hverfi hinsvegar mynd úr glugg anum og neitað sé að selja hana i verzluninni, þá má óhœtt full- yrða, að viðkomandi hefir ann- aðhvort verið handtekinn eða liflátinn. * TIL ATHUOUNAR: Sjaldgœfast álls er að sam- an fari skynsemi og hrifning. Voltaire. |IsJafnAr|| ||blautsápa|| LÆKKAÐ VERÐ Útsvör 1938. Fyrsti gjalddagí útsvara 1988 (Vs hluti) til bæjarsjóðs Reykjavíkur var 1. júní. Gjaldendur eru viu- samlega beðnir að greíða pað, sem áfallið er NÚ ÞEGAR, en bíða ekki þess» að dráttarvextir falli á útsvörin. Samband ísl. samvinnuf élaga Simi 1080. Reykjavik, 22. júní 1938. Borgarritarinn. ZKápuLtau. IDiragtarefni Klarlmannafataefni nýkomin Verksmíðjuútsalan GEFJUN - IÐUNN ADALSTRÆTI. Kjarnar — (Essensar) Höfnm birgðir af ýmiskon- ar kjörnum til iðnaðar. — ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS Reykjavík - Akureyri Næsía hraðferð nm Akranes íil Akur- eyrar er á mánudag. jj Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. Fyrsta filokks síldartunnur og kjöttunnur Stærðir: 1/1, 1/2 og 1/4. Cr bezta efni og við lægsta verði. Tunnuverksmiðjan O. STORHEIM, Bergen. Símnefni „Heimstor“. Flugvélin 35 ára sssss««sssss5ís$«$«$$í$«$$«$$$$${$}$$ss$$í$$5$$««$««í«$*í$í$«$$$$4$$$$í$$««$$$ss5 ■i: Það hefir oft verið að því spurt, hvar, hvenær og af | hverjum flugrvélin hafi verið funðin upp, en við þeim « | spurningrum verffa raunverulega engin fulinægjandi svör | ;j: gefin. Þ6 er engin fjarstæða að tala um 35 ára afmæli | ;i: flugvélarinnar á þessu ári, því að 17. des. 1903 lyfti sér | til flugs fyrsta vélknúna flugvélin. | Um aldaraðir heíir mannkyn- ið dreymt um að geta flogið, eins og fuglarnir. Margir hafa leitast við að gera þann draum að veruleika. Frá síðari hluta 19. aldarinnar kannast fólk við nöfn þeirra, Lilienthal, Chanute og Langley I því sambandi, en engum þessara manna tókst að leysa þrautina. Heiðurinn af því féll i hlut amerísku bræðranna Orvílle og Wilbur Wright. Wilbur og Orville Wright eru fæddir í borginni Dayton í Ohio. Árið 1896, þegar þeir voru 29 og 25 ára að aldri, hófu þeir fyrstu athuganir sínar á sviði flugmál- anna. í fyrstu sneru þeir sér að sviíflugi. Tilraunir Lllienthal og Chan- ute, til flugs, höfðu verið gerðar á sama grundvelli, en árangur- inn hafði verið næsta lítill. Þeir höfðu haldið flugunni i jafnvægi með því að láta flugmanninn færa sig til í ílugunni, en bræð- umlr Wright höfðu hreyfanlega vængi á sínum flugum, og náðu með því stórum betri árangri í september og októbermánuðl 1902 ílugu þeir bræður alloft yfir 180 m. vegalengd, sem var óvenju góður árangur á þeim timum. Næsta viðfangsefni þeirra var að smiða vélknúna flugvél. Til þess þurftu þeir að fá 8 hestafla hreyfil, sem ekkl mátti vega meira en 90 kg. Þegar ógerning- ur reyndist að fá hreyfil, sem uppfyllti þessi skilyrði, hófust bræðurnir sjálfir handa um að leysa þetta verkefni. Nutu þeir til þess ágætrar aðstoðar mr. C. E. Taylor, sem leystl af hendi alla vélsmíðl fyrir þá. Sex vikum eftir að þeir hófu smiði hreyf- ilsins, gátu þelr farið i fyrsta reynsluflugið. Það fór fram við Kltty Hawk 17. des. 1903 1 viðurvist flmm manna, auk bræðranna sjálfra. Að visu hafði öllu fólkl 1 8—9 km. fjarlægð verið boffið að vera viðstatt, en fleiri kærðu sig ekki um að sjá ennþá einu slnni flug- vél, sem ekki gæti flogið. Fyrsta flugtilraunin stóð yfir í 12 sek. Lengur heppnaðist ekki að halda flugvélinni á lofti. — Þetta var að sjálfsögðu ekki glæsllegur árangur, enda var það i fyrsta sinn í sögu mann- kynsins, sem tilraun var gerð með vélknúna flugvél. — Við fjórðu flugtilraunina sama dag, heppnaðlst að halda flugvélinni uppi i 59 sek. og fljúga 260 m. gegn vindi. Bræðurnir héldu tilraunum sinum óslitlð áfram og náðu æ betri árangri. 28. sept. 1905 tókst þeim að fljúga 1 19 mín. 55 sek. og 5. okt. s. á. 38 mín. En þessar merkilegu tilraunir virtust ekki vekja teljandi eftir- tekt. Blöðin létu sér yfirleitt fátt um þær finnast og almenningur mun ekki hafa álitið að þessar tilraunir væru merkari en marg- ar aðrar, sem áður höfðu verið gerðar á sviði flugmálanna. Næstu þrjú ár unnu Wilbur og Orville Wright að því að endur- bæta flugvélina og athuga mögulelka fyrir sölu á hugmynd sinni. En svo er að sjá, sem eng- inn Amerlkubúi hafi haft opin augu fyrir hvílíka framtíð flug- vélln myndi eiga. Þessvegna á- kváðu þeir bræður að fara yfir til Evrópu og sýna gamla heim- inum hvað þeir gætu. Þeir héldu til Frakklands og tóku sér bækistöðu í grennd við smábæinn Le Mans, sem liggur um 20 mílur suðvestur af París. 21. sept. 1908 tókst Wilbur að halda sér á flugi í 1 klst. 31 mín. og 25 sek., og fljúga 66y2 km. vegalengd. Þetta flugafrek vakti óhemju athygli og fögnuð. Þurfti ekki hér eftir að kvarta um fálætl gagnvart flugmálunum. Wilbur hélt flugtilraunum sínum nú á- fram og með sífellt betri og betri árangri. Á gamalársdag 1908 setti hann glæsilegt met, hélt sér á flugi í 2 klst. 20 min. 23 sek. og flaug 125 km. vegalengd. Fyrir þetta flug hlaut hann Mi- chelin-verðlaunin, sem námu 20.000 frönkum. Þessi verðlaun voru veitt á ári hverju þeim manni, sem beztum flugárangrl hafði náð á árinu. Næsta ár hélt Wilbur að mestu kyrru fyrir í Frakklandi og kenndi mönnum flug. Bróðir hans kenndi flug í Berlin og setti nýtt hæðarmet í flugi 2. október 1909. Metið var 400 m. Eftir að hafa selt franskt einkaleyfi á framleiðslu þessara flugvélategunda fyrir 500 þús. franka, héldu þeir bræður aftur til Ameríku og hófu flugvéla- framleiðslu. Wilbur hætti þó innan skamms öllum afskiptum (Framhald á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.