Nýja dagblaðið - 25.06.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 25.06.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 .0 —G —om —01 o».»omo— .M . > | \ÝJA 1>AGUI,A«I» . Útgefandl: Blaðaútgáfan hi. Rltstjóri: ÞÓR ARINK l>ÓRARINSSON. RitstJ órnarskrifstoíumar: Lindarg. 1 D. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrlfstofa: Lindargötu 1D. Slmi 2323. Eftir kl. 6: Siml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuðl. í lausasölu 10 aura elntakið. Prentsmiðjan Edda hi. Simar 3948 og 3720. S j álf stædí sflokk- urinn og börnin Hið glæsilega stofnþing Sam- bands ungra Framsóknarmanna að Laugarvatni, hefir valdið nokkurri geðsmunatruflun í í- haldsherbúðunum, ef marka má skrif íhaldsblaðanna seinustu daga. Blöðunum hefir reyndar ekki þótt sæma að láta afbrýðis- semina í ljósi á mjög áberandi hátt, en sífelldar smáglósur um „gleðimótið á Laugarvatni”, „tmglingafundinn“ o. s. frv., gefa til kynna hvernig íhalds- leiðtogunum er innanbrjósts. Sérstaklega er það ein sam- þykkt þingsins, sem virðist koma óþægilega við kaun íhaldsrit- stjóranna. Það er samþykktin um bann við stjórnmálaáróðri meðal barna innan 14 ára ald- urs. Fljótt á litið virðist það ein- kennilegt, að slík tlllaga skuli sæta nokkrum mótmælum. Það virðist svo sjálfsagt og eðlilegt, að reynt sé að halda börnum utan við þær deilur, sem skipta mönnum í meira og minna and- stæða og fjandsamlega flokka, að slíkt ætti ekki að þurfa að valda neinum árekstrum og ó- samkomulagi. Að vísu eiga ein- ræðisflokkarnir, sem vilja láta hernaðarandann og hatrið til á- kveðinna þjóða og stétta móta hugsunarhátt og lífsvenjur barnanna, nokkra sérstöðu í þessum efnum, en Sjálfstæðis- flokkurinn hefir ekki viljað telja sig til þeirra, hvorki á þessu sviðl eða öðrum. Frá þessu sjónarmlði verða umrædd skrif íhaldsblaðanna harla torskiljanleg. En þegar at- hugað er afstaða Sjálfstæðis- flokksins til æskunnar í landinu og sambands hans við hana yfir- leitt, finnast talsverðar skýring- ar á þessari framkomu. Sjálfstæðisflokkurinn hefir verið að burðast með sérstök æskulýðssamtök á undanförn- um árum. Til þess að gera þau í upphafi meira lokkandi fyrir ungt fólk en Sjálfstæðlsflokk- inn sjálfan voru þau látin hafa sérstaka stefnuskrá. Þar stóð m. a. að ungir Sjálfstæðismenn vildu afhrópa konunginn og láta verkamenn fá hlutdeild 1 arði atvinnufyrirtækjanna! En þar sem engir menn eru kon- unghollari en leiðtogar Sjálf- stæðlsflokksins, og engir menn hafa meira barizt gegn hlut- deild verkafólks í arði atvinnu- fyrirtækja en elgendur Kveld- úlfs, Alliance og annara stór- fyrirtækja, var tiltölulega auð- velt fyrir unga fólkið að átta sig á þessari blekkingatilraun ungra Sjálfstæðismanna! í stað þess að afla þeim fylgis og aðdáunar eins og til var ætlazt, var þessi skrípaleikur til þes,-: að vekja fyrirlitningu æskunn-- ar á Sjálfstæðisflokknum, sem ætlaði að blekkja hana með slíkum vélráðum. Næsta herbragð ungra Sjáif- stæðismanna var að gefa út sérstakt blað. Þegar það hafði komið út í nokkra mánuði, án nokkurs árangurs, hugkvæmd- ist þeim það snjallræði að láta þetta blað verða til þess að auglýsa ágæti íhaldsstefnunn- ar á mjög írumlegan hátt! Það hafði verið gefið út af félags- skap, en ekki borið sig. Þess- vegna varð það hátíðlega til- kynnt, að ungir Sjálfstæðis- menn ætluðu nú að sýna það í verki, að félagsrekstur væri lakari en einstaklingsrekstur og Sigurði Kristjánssyni hefði því verið selt blaðið svo það gæti borið sig! En þó félags- reksturinn á blaði ungra Sjálf- stæöismanna reyndist illa varð niðurstaðan enn verri af einka- rekstri Sigurðar Kristjánssonar. Þessi sönnun ungra Sjálfstæðis- manna um ágæti íhaldsstefn- unnar misheppnaðist því alger- lega. Þegar við þetta er bætt til- raun til að kenna mönnum gamla níðvisu eftir Jón Ólafs- son í þingrofsvikunni og útgáfu á níðriti um Jónas Jónsson eftir Pál Kolka munu öll „fé- lagsafrek“ ungra Sjálfstæðis- manna upptalin. Þessi samtök hafa líka alla tíð verið mjög fámenn og uppistaða þeirra verið lítil klika stúdenta frá efnaheimilum hér í bænum, að viðbættum nokkrum verzl- unarmönnum. Þroskaðir æsku- menn hafa nú eins og alltaf fyr leitað sér annara verkefna en að gerast merkisberar aft- urhaldsins og kyrstöðunnar. En hér er þó enn ekki talin öll æskulýðsstarfsemi Sjálf- stæðisflokksins. Undanfarin ár hefir hann starfrækt hér í bæn- um svokallað „félag sjálfstæðra drengja". Sú starfsemi hefir þrífist mun betur en félagsskap- urinn meðal hinna eldri og þroskaðri æskumanna. Það hef- ir verið líkt með Sjálfstæðis- flokkinn og flokk nazista í Nor- egi, en um hann var sagt, að hann myndi fá talsvert af at- kvæðum yngri kynslóðarinnar, ef aldurstakmarkið væri fært niður í 8 ár! Þegar athuguð eru hinar mis- heppnuðu tilraunir Sjálfstæðis- flokksins til að ná þroskuðu æskufólki undir merki sitt, en aðalandstöðuflokkurin heldur 1 fyrsta sinn, sem hann efnir til slíkra samtaka, glæsilegasta pólitíska æskulýðsmótið, sem háð hefir verið hér á landi, verður það skiljanlega nokkur sárindi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, ef hann missir einnig að- stöðuna til pólitísks áróðurs meðal smábarna, þar sem hon- um hefir tekizt nokkurn veginn sú samkeppni við nazista og kommúnista. En þess ber að vænta, að foringjar Sjálfstæðis- flokksins hafi skilning til að sjá, Alit YVON DELBOS Leon Blum og Yvon Delbos áttu frumkvæðið að hlutleys- issáttmálanum 1 Spánarstyrj- öldinni. í eftirfarandi grein, sem er dálítið stytt í þýðingunni, rekur Delbos sögu sáttmálans í stuttu máli og kemst að þeirri niðurstöðu, að hlutleys- isstefnunni eigi að fylgja á- fram, og hún hafi þrátt fyrir allt náð því aðaltakmarki sínu að binda styrjöldina innan spönsku landamæranna. Yvon Delbos var utanríkis- málaráðherra Frakka frá því í júní 1936 og þangað til í fe- brúar í vetur. Hann er einn af leiðtogum radikala flokksins. Þegar Franco hershöfðingi hóf uppreistina, var samúð franskra lýðræðissinna — eins og jafnan síðan — með hinni löglegu stjórn Spánar. Ráðuneytisfundur, sem haldinn var 25. júlí 1936, ákvað eigi að síður að banna vopna- sölu til stjórnarinnar. Þessi á- kvörðun, sem byggðist á því að reyna að hindra allt, sem gæti gert Spánarstyxjöldina að Ev- rópustyrjöld, má teljast eins- konar upphaf hlutleysisstefn- unnar. Þá lágu að vísu ekki fyrir neinar sannanir um stuðning ít- ala og Þjóðverja við uppreistina, en það þurfti ekki neina spá- mannshæfileika til að sjá, að stjórnirnar í Róm og Berlín ósk- uðu einskis frekar en að fá tæki- færi til að votta uppreistar- mönnum samúð sína í verki. — Franska stjórnin vildi ekki gefa þeim slíkt tækifæri eða tilefni til samkeppni í vopnasendingum til Spánar, þar sem afleiðingarn- ar af þvi gátu orðið ófriður milli þessara ríkja. Aðeins nokkrum dögum seinna urðu nokkrar ítalskar hernaðar- flugvélar að nauðlenda í frönsku Marokko og þar með var fengin sönnun fyrir stuðningi ítala við Franco. Þessi hjálp til uppreist- armanna, sem var brot á þeim alþjóðareglum, er franska stjórn in fylgdi í afstöðu sinni til hinn- ar löglegu stjórnar Spánar, varð til þess að franska stjórnin á- kvað að gera enn víðtækari til- raunir til að hindra slík brot og afstýra ófriðarhættunni, sem af gat hlotizt. Þess vegna lagði stjórnin fram 1. ágúst tillögur um almennt hlutleysi erlendra ríkja í Spánarstyrjöldinni, en lýsti því jafnframt yfir, að hún myndi leyfa vopnasendingar til spönsku stjórnarinnar, ef slíkt samkomulag næðist ekki, þar að þegar allt kemur til alls er þeim lítill styrkur af æsingum hálfstálpaðra barna, en hins- vegar geti þeir í félagi með kommúnistum og nazistum unn- ið á þessum vettvangi slikt skað- ræðisverk, að þá sjálfa myndi iðra þess er fram liðu stundir. sem annars væri brotinn réttur á hinni löglegu Bpánarstjórn, með því að synja henni um vopn, en ekki uppreistarmönnum. Stríðshættan yfirvofandl. Næsta vlka sýndi öllum friðar- vinum ljóslega, að lilutleysis- stefnan væri óhjákvæmileg, ef friðurinn ætti að haldast. Það er mönnum almennt kunnugt nú, að það munaði ekki hársbreidd, að ófriður brytist út. Enska stjórnin var þá rétt nýbyrjuð á hinni stórfeldu vígbúnaðaráætl- un sinni og hafði ekki jafnmikla samúð með Madridstjórninni og franska stjórnin. Enska stjórnin var þessvegna afráðin í þvi, að vernda hlutleysi sitt í lengstu lög. En jafnandstætt og það var Englendingum að styðja Frakka í vopnasendingum, var þeim það hugþægt, að styðja viðleitni Frakka til að koma hlutleysis- stefnunni í framkvæmd. Átti Frakkland undir þessum kringumstæðum að snúa baki við hlutleysisstefnunnl og byrja samkeppni 1 vopnasendingum til Spánar með Rússland sem einan bandamann og hætta á það, að bíða ósigur fyrir Ítalíu og Þýzka- landi? Átti Frakkland að hefja jafn alvarlega deilu, þar sem það gat ekki vænzt stuðnings banda- manna sinna? Þær vonir, sem einræðisríkin gerðu sér um ein- angrun Frakklands, hinar miklu innanlandsdeilur hjá okkur og hernaðarlega yfirburði einræð- isríkjanna sameinaðra, voru staðreyndir, sem við urðum að hafa hugfastar. Eða átti Frakk- land að velja hina leiðlna og i traustri samvinnu við England gangast fyrir samkomulagi um hlutleysi í Spánarstyrjöldinni? Þetta var hin leiðin og hana völdum við. Súttmáliim hrotiim. Næstu daga fékk Frakkland viðurkenningu margra rlkja á hlutleysisstefnunni og 15. ágúst höfðum við gengið frá uppkasti að hlutleysissátmálanum. Eftir nokkra mótstöðu og vifilengjur höfðu öll rikl, sem til greina gátu komið, samþykkt sáttmál- ann og þær undirbúningsráð- stafanir, sem gera þurfti til að tryggja framkvæmd hans. Til þess að höfð yrði umsjón með þessum framkvæmdum, báru Bretar og Frakkar fram til- lögur um hlutleysisnefndina, sem hefði aðsetur 1 London. Þessi tillaga var samþykkt og hlutleysisnefndin hélt fyrsta fund sinn I London 9. sept. 1936. Á næstu fundum voru lagðar fram stöðugar ákærur um brot á sáttmálanum, oftast mjög vel rökstuddar. Jafnframt þessari auknu ihlutun útlendra ríkja á Spáni magnaðist hættan við landamæri Frakklands og árás- ir á siglingar Frakka um Mið- YVON DELBOS. jarðarhaf. Þess vegna var sam- þykkt á ráðuneytisfundi 25. nóv. að leyfa enga skerðingu á hagsmunum Frakklands, hvorki á Miðjarðarhafinu eða annars- staðar. (Þessi samþykkt hefir m. a. orðið til þess að frönsk skip hafa orðið fyrir miklu minni árásum en ensk skip). Hlntleysisgæzlan og sjálfboðaliðarnir. Til að afstýra brotum á sátt- málanum báru Frakkland og England fram 9. desember til- lögu um hlutleysisgæzlu við Spán. Jafnframt báru þau fram tillögu um sættir í borgara- styrjöldinni. Síðari tillögunni var strax hafnað, en hlutleysis- gæzlah mætti harðrl mótstöðu. Nokkru seinna var borin fram tillaga um bann við innflutn- ingi sjálfboðaliða, þar sem það var komið í ljós, að heilar her- deildir höfðu verið fluttar til Spánar sem sjálfboðaliðar. Mótstaðan gegn hlutleysis- gæzlunnl vaT þó fljótlega kveð- in niður og gæzlan hafin 20. febr. 1937. Jafnframt var sam- þykkt bann við innflutningi sjálfboðaliða. Nokkru síðar var svo fyrst hafið máls á því að flytja alla erlenda sjálfboðaliða frá Spánl. Menn deila á þessar aðgerðir fyrir það, að þær hafi raun- verulega verið neikvæðar, vegna þess að þær hafi ekki miðað að þvi að binda enda á styrjöldina. En tilgangur þeirra var ekki fyrst og fremst sá, heldur var tilætlunin að hindra öll þau af- skipti annara þjóða, sem drægju styrjöldina á langinn, og láta Spánverjum það einum eftir að ráða úrslitum styrjaldarinnar. Því verður aldrei neitað, að það var til mikilla bóta, að geta haft ítali og Þjóðverja með 1 þessum ráðagerðum. — Þeir standa utan Þjóðabandalagsins og hefðu málin verið útkljáð þar, hefði styr j aldarhættan aukizt með því að raunverulega hefði þá skapazt ríkjasamband gegn ríkjasambandi, með and- stæð sjónarmið og hagsmuni. Frakkland Iiefir gert aHt, sem það hefir getað. Það er allt of satt, að hlut- (Framhald á 4. síöu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.