Nýja dagblaðið - 25.06.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 25.06.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 25. JÚNÍ 1938. DAGBLAÐDEI 6. ÁRGANGUR — 143 B ,‘,A Ð XvvvXúamla Bíó 1 VJWJV ■JWWIfi 9Vt 1 Maiia Sliiil Hrífandi og tilkomumikil talmynd gerð eftir lekriti Maxwell Andersons „Mary of Scotland4* Aðalhlutverkin tvö Mariu Stuart og Boíhwell jarl leika hinir ágœtu leikarar Katharine Hepburn Og Fredric March. WAW/AVWWW.WWWW Heiir hlutleysissteinan misheppnast ? (Framhald af 3. síðu.) leysisstefnan hefir ekki náð fullkomlega þeim árangri, sem til var ætlazt. Sáttmálinn hefir verið margbrotinn, einkum af ítölum. Atburðir hafa gerzt, sem gátu fengið hinar alvarleg- ustu afleiðingar, eins og t. d. árásin á Deutschland, loftá- rásin á Almeria, úrsögn Þýzka- lands og Ítalíu úr hlutleysis- nefndinni, árásirnar á verzlun- arskip i Miðjarðarhafinu o. s. frv. Það eru ýmsir, sem kvarta undan því að framkoma Frakk- lands hafi ekki verið nógu hik- laus og djörf. En þegar atburð- irnir skýrast, mun það sjást að Frakkland hefir lagt mikið á sig til að hindra brot á sátt- málanum og halda jafnvæginu á Miðjarðarhafinu. Viðleitnl Frakklands hefir aðeins haft eina takmörkim: Við höfum ekki álitið ráðlegt að gera neitt einsamlir. Það er ekkl sök Frakklands, þó hlutleysisgæzl- unni væri hætt, þegar ítalir og Þjóðverjar skárust úr leik, og Frakkar neyddust þess vegna til að opna landamærin á ný. Frakkland hefir jafnan siðan gert allt, sem það hefir getað, til þess að fá hlutleysisgæzluna endurreista. Sem dæmi um vilja Frakk- lands og þann árangur, sem náðst hefði, ef það hefði feng- ið vilja sínum framgengt oft- ar, má nefna Nyonráðstefnuna. Frakkar áttu upptök hennar, vegna sjóránanna á Miðjarðar- hafinu, og voru þá rösklega studdir af Englendingum. Inn- an 48 klukkustunda höfðu öfl- ugar ráðstafanir verið gerðar og sjóránin á Miðj arðarhafinu voru úr sögunni. Aðaltakmarkið hefir náðst. Hlutleysisstefnunni hefir ekki verið fylgt eins vel og skyldi. Það er rétt. En er þess vegna hægt að komast að þeirri nið- urstöðu, að það hefði verið betra að gera aldrei neinn hlutleysissáttmála og því sé sjálfsagt að nema hann úr gildi? Menn vllja gleyma þvi, að þrátt fyrir allt hefir aðal- markmið hans náðst fram til þessa, en það er að koma i veg fyrir að Spánarstyrjöldin yrði að Evrópustyrjöld. Hin er- lenda ihlutun á Spáni hefir ekki orðið jafn umfangsmikil og afdrifarík og raun hefði á orðið, ef stórveldin hefðu byrj - að kapphlaup um Spán upp á líf og dauða. Hlutleysisstefnan hefir verið og er í þágu allra. Hún er í þágu spönsku stjórn- arinnar, því væri henni örugg- lega framfylgt, myndi Franco ekki hafa eina aðalstoð sína I erlendri hjálp. Hún er I þágu Francos, ef hann vill ekki verða þræll erlendra ríkja. Hún er í þágu innrásarríkjanna, ef það er rétt, að ekki vaki fyrir þeim neinir landvinningar eins og þau halda fram, því afskiptum þeirra fylgja mikil útgjöld. Hafi þau hinsvegar einhverjar ráða- gerðir um yfirráð sín á Spáni ættu þau strax að gera sér ljóst, að þau verða aldrei leyfð af Englendingum og Frökkum og þó sennilega sízt af Spánverj- um sjálfum. Baráttan gegn kommúnismanum er einskis- verð ástæða, því eini möguleik- inn fyrri kommúnismann er einmitt innrás fasistaTíkj anna, sem fylkir þjóðinni til harðsnú- innar mótstöðu. Allt þetta ætti að vera til þess að styrkja hlutleysisstefnuna og treysta þær ráðstafanír, sem nú eru undirbúnar í London, til þess að híndra útbreiðslu Spánar- styrjaldarinnar og binda enda á þennan hryllilega sorgarleik með málamiðlun, þegar sjálfboða- liðarnir hafa verið fluttir burtu. Þetta hefir verið stefna Frakk- lands og einnig stefna Englands. Menn mega ekki gleyma því, að hin fransk-enska samábyrgð, er staðizt hefir öll próf fram til þessa, myndi ekki hafa heppnazt ef þessi lönd hefðu ekki staðið saman í Spánarmálunum. Sam- vinna þeirra og styrkleiki verður á Spáni eins og annarsstaðar að tryggja það, að hinum skynsam- legu ráðum þeirra verði fylgt. Flugvélín 35 ára (Framhald af 2. síðu.) af flugi og flugvélasm’íði, en helgaði krafta slna ýmiskonar vísindastörfum, þangað til hann lézt, 30. maí 1912. Orville var hinsvegar fram- kvæmdastjóri „The Wright Ae- roplane Campany um margra ára skeið. Flugvélaframleiðsla félagsins er mjög stórvaxin. Það smíðar hernaðarflugvélar fyrir her Bandaríkjanna og fleiri stór- veldi. Þar var smíðaður hreyfill- inn 1 vél Lindbergs, sem hann flaug í yfir Atlantzhafið. Enn- fremur hreyflar í flugvélar Byrds og Kingsford-Smiths. Það eru ekki mörg ár síðan Orville Wright lét af störfum í þágu félagsins. Ennþá er hann mikilsmetinn félagsmaður í „Na- tional Advisory Committee for Aeronautics" í Ameríku, en það félag hefir með höndum allar rannsóknir á sviði flugtæknlnn-- ar í U. S. A. Síðasti DANSLEIKUR vorsíns í IÐNÓ í kvöld kl. 10,30. Aðg.m. á kr. 2,00 í Iðnó irá kl. 6 síðd. Simi 3191 Hijómsveit. BLUE BOYS. — GÖMLU O G NÝJU DANSARNIR. — Smásöluverð á eftirtöldum tegundum af Virginia cigarettum má eigi vera hærra en hér segir: Capstan Navy Cut med. 1 10 stk. pk. kr. 0,90 pakkinn Players — — — - 10 — — — 0,90 — — — — — - 20 -------- 1,75 — Gold Flake............ - 20 -------- 1,70 — May Blossom........... - 20 — — — 1,50 — Elephant ............. - 10 — — — 0,68 — Commander ............ - 20 — — — 1,35 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til út- sölustaðar. Tóbakseinkasala ríkisins Norðlenzkt dilkakjöt í heildsölu. Íshúsíð HERÐUBREIÐ Fríkirkjuvcg 7. — Simi 2678. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. Aðaliundur / / Iþróttasamb. Islands Aðalfundur íþróttasambands íslands hefir staðíð yfir tvö undaníarin kvöld. Á fundinum á fimmtudagskvöldið skýrðí forsetinn Benedikt G. Waage, frá störfum félagslns. Pélög innan sambandsins eru nú 86, og félags- mannatalan nær tólf þúsund. Aukning hefir nokkur orðið á síðasta ári. — Porseti gat þess að nú á siðastliðnum mánuði hefðl verið stofnað flmleika- ráð. Á það meðal annars að útbúa nýja reglugerð. Áður hafa verið stofn- uð ráð í ýmsum öðrum íþróttagrein- um. Einnig gat forseti um að hingað murii koma í sumar sérfræðingur i leikvangagerð. Þá fór fram stjómarkosnlng. Por- seti var endurkoslnn Benedlkt G. Waage með 44 atkvæðum. Erlingur Pálsson fékk 17, Jón Kaldal 3, Eiríkur Magnússon 2 og Hörður Þórðarson 1. í stjórn voru kosnir þeir Blgurjón Pét- ursson gjaldkeri endurkoslnn og Pri- mann Helgason. Guðmundur Halldórs- son, sem í stjóm var áður baðst und- an endurkosningu. Pyrir vom i stjóm- innl Erllngur Pálsson og Ólaíur Þor- BændaSörín (Framhald af 1. síðu.) þaðan suður yfir Holtavörðuheiði og snætt að Hreðavatnsskála. Síðan var haldlð áfram suður á bóg- inn, um Reykholt og svo áfram á Kaldadal. Vegurinn yfir Kaldadal er sæmilegur. Þó eru skaflar á lelðinni, sem krækja varð fyrir og var að því hokkur töf. Þátttakendur láta mjög vel af við- tökum þeim er þeir mættu i íörinnl Móðir náttúrua varð og betrl vlð ferða- mennina en áhorfðist í fyrstu. Fengu þeir nú sólskin í suðurleiðinni, þar sem þoka var á er þeir fóru norður. Þátttakendur skilja á Þlngvöllum og hver fer heim til sín þaðan. Verður nánar skýrt frá för þessari hér i blaðlnu á morgun. steinsson. Varastjóm var endurkosin. Auk þessa vom kjörnar nefndir. í gærkvöldi lagði fjárhagsnefnd fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þá vom og á dagskrá ýms mál, en umræðum var ekki loklð er blaðið frétti síðast, en fundl átti að ljúka þá. Alþýðublaðið skýrði frá þvi í gær, að stjrkur bæjarlns til í. 8. í. værl kr. 30.000,00 en hann er kr. 3000,00. AWVW »1« , V« , 'JV í ■I í viðjum ánta j i og örlaga ij ■í (Le Bonheur) . * Frönsk stórmynd. ;■ Aðalhlutverkin leika: !■ Charles Boyer og I; Gaby Morlay. ^ Með þessari áhrlfamiklu *! í* mynd hafa Frakkar enn á £ ný sýnt yfirburði sína á sviði kvikmyndalistarinn- ^ ÍWAWAWWWAVWVWVJWS BEIR H.Z0EGA Símar 1964 og 4017. Atvinnumál nnglinga (Framhald af 1. síðu.) gagnvart sjálfum sér, skylda hans gagnvart fjöldskyldu sinni, bæjar- og sveitarfélagi og þjóð- félaginu í heild, að halda líkama sínum hraustum og starfhæfum. Kjörorðið er: Eflið og aukið lík- amsmennt þjóðarinnar, haldið ykkur hæfum til starfs — keep fit. — Hér er ekki um lögboðna íþróttastarfsemi að ræða, held- ur fjöldaþátttöku, sem mikíls má af vænta. — Hvaða ráðstafanir eru gerðar hér á landi í sumar inn vinnukennslu og ráðstafanir vegna atvinnuleysis unglinga? — Vinnuskólinn í Birkihlið starfar eins og undanfarið. Auk þess verður starfræktur vinnu- skóli að Kolviðarhóli með svip- uðu sniði og vinnuskólinn í Jós- epsdal í fyrra, nema hvað þarna verður hægra um vik á allan hátt vegna betri og rýmri húsa- kynna. — Þá verður og fram- kvæmd unglingavinna í Sogs- veginum, en að líkindum með nokkuð öðru sniði en undanfar- ið. Mun verða stefnt að þvi, að sú vinna dragi á engan hátt vinnuafl frá atvinnugreinum landsmanna. — Er nokkurra verulegra nýj - unga að vænta 1 starfsemi í Isumar? — Nei. Eins og ég tók fram áðan, munu tillögur um þessi mál verða lagðar fyrir næsta þing. Starfsemin í sumar verður því með sama sniði og undan- farið, segir Ludvig að endingu. En á næsta vetri verður þessi starfseml væntanlega endur- { skipulögð í samræmi við inn- ! lenda og erlenda reynslu, og 1 ýmis nýmæli tekln upp.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.