Nýja dagblaðið - 30.06.1938, Page 3

Nýja dagblaðið - 30.06.1938, Page 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 \ÝJA DAGBLAÐDB Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f. Rltstjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj ómarskrif stof umar: Lindarg. 1 D. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýslngaskriístofa: Llndargötu 1D. Simi 2323. Eftir kl. 5: Siml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmf.ðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Falsbréííð og lið- veízla kommúnísta Morgunblaðið heldur áfram hinum venjulegu ósannindum sínum um stuðning kommúnista við Framsóknarflokkinn í sein- ustu kosningum. Greindari menn en ritstjórar Mbl. myndu þó ekki gera sjálfum sér eða flokki sínum þann ógreiða að vera að rifja þessi ósannindi upp, því þau hljóta jafnan að minna menn á hina svívirðilegu kosningafölsun, sem framin var af Morgunblaðsritstjórunum í seinustu kosningum, og hið nána bandalag, sem þá var milli kom- múnista og íhaldsmanna um kosningaróg á móti Framsókn- arflokknum. Það mun öllum vel minnis- stætt, að helzta árásarefni íhaldsblaðanna í seinustu kosn- ingum var einmitt það, að Fram- sóknarflokkurnn væri hliðholl- ur kommúnistum og studdur af þeim. Með þessu ætluðu íhalds- blöðin að vinna fylgi frá flokkn- um í sveitum landsins, þar sem andúðin er sterkust gegn bylt- ingarstefnunni og íhlutun er- lendra ofbeldisflokka um íslenzk málefni. Til þess að gera þessa kosn- ingalygi sína trúlega gripu rit- stjórar Morgunblaðsins til þess ráðs að búa til falsbréf og eigna það ónafngreindum þingmanni í Framsóknarflokknum. f fals- bréfinu var því lýst yfir, að sam- komulag væri milli Framsóknar- flokksins og kommúnista um gagnkvæman stuðning í ýmsum kjördæmum. Þetta bréf var birt í seinasta blaöi ísafoldar, sem fór út um allt land fyrir kosn- ingar, en ekki birt fyr en nokkru síðar í Morgunblaðinu, svo ekki ynnist tími til að afhjúpa þessa einstöku fölsun í Tímanum í tæka tíð. Öllu svívirðilegri tilraun til að hafa áhrif á úrslit kosninga með fölsunum og ósannindum hefir, sem betur fer, ekki verið gerð hér á landi. En ihaldsforingjarnir þurftu ekki eingöngu að styðja sig við falsbréf til þess að gera þessi ósannindi sín trúleg í augum einfaldra kjósenda. Þeir nutu hér eins og oft áður dyggilegs stuðnings kommúnista. í blaði kommúnista var hvað eftir ann- að reynt að ýta undir þann orð- róm, að einhvert samband væri milli kommúnista og Framsókn- armanna í einstökum kjördæm- um. Þessi ummæli voru siðan jafnharðan prentuð í ísafold og notuð sem sönnunargagn fyrir HUBERT R. KNICKERBOCKER: Friðlausir flóttamenn Hörmuleg kjör Gydinganna, sem Slæmdir eru frá Austurríki. rógi ihaldsins. Foringjar komm- únista vissu vel hvað íhaldinu kom bezt og voru fúsir til að veita því allan þann stuðning, sem þeir gátu. Markmið þeirra var að vinna Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum sem mest tjón og hjálpa íhaldinu til valda. Það var í fullu samræmi við' þá stefnu, sem kommúnistar héldu fram opinberlega 1934, að „íhaldið væri skárra en sósar og Framsókn af tvennu illu“. Kommúnistar gera sér von um að undir stjórn íhaldsins skap- ist slík neyð meðal hinna vinn- andi stétta að þær verði mót- tækilegar fyrir byltingarstefn- una. Þessvegna eiga kommúnist- ar og íhaldsmenn samleið um það, að reyna að hindra meiri- hluta og stjórn frjálslyndu flokkanna. Kommúnistum og íhalds- mönnum heppnaðist að vísu ekki þessi sameiginlegi kosn- ingarógur á móti Framsóknar- flokknum í seinustu kosning- um. En það er víst að íhaldið hafði ekki annað vopn betra í kosningabaráttunni en þessar staðlausu dylgjur kommúnista um samvinnu milli þeirra og Framsóknarflokksins. Tilraunir Morgunblaðsins til að afsanna þennan stuðning kommúnista við íhaldið með þeirri röksemd, að þeir óski frekar eftir ríkisstjórn frjáls- lynds umbótaflokks en ríkis- stjórn íhaldsins, er alveg til- gangslaus. Reynsla frá sein- ustu kosningum og önnur reynsla af kommúnismanum, bæði hér heima og erlendis, sýnir að afturhaldið og fasism- inn á ekki annan betri braut- ryðjanda. Það er kommúnism- inn, sem með mannhaturs- kenningum sínum og ofbeldi hefir rutt fasismanum braut, hvarvetna þar, sem hann hefir komist til valda. Þar sem kom- múnisminn er ekki til eða á erfitt uppdráttar, þar þrífst fasisminn ekki heldur. Það er kommúnisminn, sem skapar bezta jarðveginn fyrir fasism- ann. Morgunblaðinu er það þýð- ingarlaust, að reyna að leyna þessum staðreyndum. Morgun- blaðið hefir líka sýnt það í verki, að það óskar eftir meiri uppvöðslusemi kommúnista, því ekkert skapar íhaldinu betri skilyrði til að afla sér fylgis. Þess vegna hefir það stutt kom- múnista í verklýðsfélögunum og stutt Héðinn Valdimarsson í viðleitni hans til að eyðileggja Alþýðuflokkinn. Þess vegna reynir Morgunblaðið líka að koma því óorði á sveitakjör- dæmin, að þar séu kommúnist- ar svo sterkir orðnir, að þeir hafi úrslitavaldið! Það vill gera sem mest úr fylgi kommúnism- ans til þess að skapa sem mest- an ótta við hann, því slíkur ótti er vatn á mýllu íhaldsins. Um Bændáflokkinn sáluga var það sagt, að hann væri varalið íhaldsins. Það má með jafnmiklum rétti segja, að raunverulega séu kommúnistar brautrydjendur fasismans, því án þeirra hefir fasisminn enga von um aðstöðu til þess að geta náð völdunum í sínar hendur. í blaðinu í gær birtist fyrri hluti greinar efir Hubert R. Knickerbocker, hinn heims- kunna blaðamann. Þar var sagt frá því, að 51 Gyðingur í Kittsee og Parna í Austur- ríki voru teknir höndum af nazistum, róið með þá að sandeyri í Dóná og þeir skildir þar eftir. — Hér birtist fram- hald greinarinnar. Grátur oy hvein. Alla nóttina heyrðist látlaus grátur og kvein. Karlmennirn- ir reyndu að uppgötva, hvar við værum stödd, en konur og börn héldu sig þétt saman og skulfu af kulda. í dögun heyrð- um við mannamál frá bát og létum þá til okkar heyra marg- raddað óp. Á bátnum voru tékkneskir fiskimenn. Sandeyr- in var á tékkneskri grund. — Þjóðverjarnir höfðu því beðið eftir náttmyrkrinu til þess að lauma okkur framhjá tékk- nesku landamæravörðunum. Fiskimennirnir reyndust okk- ur vel. Þeir réru okkur upp að tékkneska árbakkanum og hlúðu að okkur. Síðan gerðu þeir tékknesku yfirvöldunum aðvart. Voru þá sendar eftir okkur bifreiðar og við flutt í fangelsið í Bratislava. — Við bjuggumst við, að nú væri okk- ur borgið, en raunverulega var allt það versta eftir. Næstu nótt, þ. e. a. s. aðfara- nótt 18. apríl, tók tékkneska lögreglan okkur úr fangelsinu og flutti okkur í lögregluvögn- um til ungversku landamær- anna. Þegar til landamæranna kom, vorum við látin bíða all- langa stund í skógarkjarri með- an lögreglumennirnir fullviss- uðu sig um, að ungverskir landamæraverðir væru hvergi í grenndinni. Að því loknu smeygðu þeir okkur gegn um gaddavírsgirðinguna á landa- mærunum, og sögðu okkur að koma ekki aftur til Tékkóslo- vakiu. Nasturferð. Það var ekki hægt að koma okkur yfir landamærin í einum hóp, án þess að það vekti at- hygli. Þess vegna var okkur skipt í smáhópa. í hópnum, sem ég var í, voru ennfremur kona mín, systir mín, tvö börn og gamla fólkið. Um nóttina geng- um við tíu enskar mílur. Við urðum að ganga mjög hægt vegna gamla fólksins, sem nú var alveg að þrotum komið. Ég bar eldra barnið mitt, en konan bar það minna. í dögun komum við til sveita- þorpsins Karlburg í Ungverja- landi, þar sem ungverska lög- reglan fann okkur. Við vorum lokuð inni í fangelsi þangað til dimmt var orðið af nóttu. Þá var ekið með okkur til tékk- nesku landamæranna og okkur laumað inn í Tékkóslovakíu á sama hátt og okkur hafði verið laumað út þaðan. í téhhneskri heyhlöðu. Skammt frá landamærunum fundum við heyhlöðu. Þóttumst við þá hafa himininn höndum tekið, skriðum þar inn og lögð- umst til svefns. Eftir að hafa sofið í nokkrar klukkustundir, hófum við ferðina inn í Tékkó- slovakíu. Við höfðum ekki lengi gengið, þegar lögreglan fann okkur aftur. Við vorum höfð í haldi til kvölds. Síðan vorum við flutt á annan stað við landamærin og laumað þar gegn um gaddavírsgirðinguna inn í Ungverjaland. Aladar varp öndinni þungan og Gyðingahópurinn umhverfis okkur gerði það einnig. — Jafnvel við, sem ung erum, vorum nú orðin hálf-örmagna af þreytu, og gamalmennin voru hræðilega á sig komin. Við urðum að bera þau og styðja, hélt Aladar áfram frá- sögn sinni. Við vorum svo heppin að finna bóndabýli, þar sem við gátum fengið að sofa í fjósinu. Það var í fyrsta sinn á þremur sólarhringum, sem við sofnuð- um væran blund. Daginn eftir fann ungverska lögreglan okk- ur enn. Og aðfaranótt þess 20. laumuðu þeir okkur yfir tékk- nesku landamærin og tjáðu okkur jafnframt, að nú væri okkur hollast að koma ekki aftur. Einu sinni enn fiegnum girðinguna. Hugsið yður, í hvert einasta skipti, sem við vorum flutt til landamæranna, urðum við að skríða gegnum hina hræðilegu gaddavírsgirðingu, sem Tékk- arnir hafa sett meðfram ung- versku landamærunum! Að þessu sinni vorum við gripin af tékkneskum hermönnum fáum mínútum eftir að við höfðum skriðið gegnum girðinguna. Við vorum flutt á tollstöð eina. Alltaf voru það ný og ný yfirvöld, sem um mál okkar fjölluðu. Ég bað þá að gefa gaum að börnunum mínum. Þau höfðu bæði hitasótt. Hand- leggir mínir voru nálega til- finningarlausir af að bera barnið. En við fengum ekki að hvíla okkur langa stund, heldur var okkur tafarlaust laumað inn í Ungverjaland aft- ur. Þessa nótt skiptum við þrisv- ar um dvalarlönd, því að áður en dagur rann höfðu Ungverjar laumað okkur inn í Tékkósló- vakíu. Þar fundum við heyhlöðu og skriðum inn. Okkur til mikillar gleði hittum við þar annan hóp Gyðinga. Sú gleði var þó meini blandin, því að þessi hópur var jafnvel ennþá ver með farinn en við. Við ákváðum að frem- ur skyldum við deyja þar, sem við vorum komin, en flytja oft- ar. Klukkan 7 um morguninn komu tékkneskir lögreglumenn ríðandi og skipuðu okkuT að koma út. Rehin áfram eins og skepnur. — Við getum ekki gengið lengur, sögðum við. Þeir svör- uðu ekki, heldur riðu fast að okkur og ráku okkur þannig á undan sér eins og skepnur á- leiðis til landamæranna. Þetta var í fyrsta sinn, sem farið var með okkur þangað um bjartan dag, enda stóðum við augliti til auglitis við ungversku lögregl- una, þegar til landamæranna kom. Við grátbændum þá um að virða okkur fyrir sér. Það var naumast nokkur mannsmynd á okkur lengur og gamla fólkið var svo illa útleikið, að varla var hægt að horfa á það ógrát- andi. En það kom fyrir ekki. Tékkneska lögreglan skipaði okkur að skríða gegnum girð- inguna til Ungverjalands. Ung- verska lögreglan miðaði þá byssum sínum og fyrirbauö okkur að ganga skrefi lengra. Nú var ekki annað sýnilegt en síðasta stundin væri komin fyr- ir okkur öllum og við myndum láta lif okkar við girðinguna, líkt og hermenn, sem á ófriðar- tímum hanga dauðir í gadda- vírsgirðingunum. Til Austurríhis aftur. — En þeir skutu ekki, sagði Aladar. Tékkarnir stigu á hest- bak og ráku okkur á undan sér meðfram landamærunum. Ung- verjarnir fylgdu okkur eftir hinum megin landamæranna. Þannig héldum við áfram með- fram landamærunum, um þriggja enskra milna vegalengd, þangað til komið var að stað þeim, þar sem Austurríki, Tékkóslovakía og Ungverjaland koma saman. Þar vorum við rekin inn á litið landssvæði, sem þeir nefndu Einskismanns- land. Við fleygðum okkur til jarðar og sofnuðum þegar í stað. Þetta var 21. apríl. Eftir fimm daga hrakninga vorum við því komin til Austurríkis aftur. Ég hygg, að við höfum gengið meira en 50 enskar mílur. Fæt- ur okkar voru alblóðugir. Gamla fólkið hafði orðið einhversstað- ar eftir. Síðar frétti ég, að ein- hverjar brjóstgóðar manneskj- ur hefðu séð aumur á því og flutt það í sjúkrahús í Bratis- lava. Gestapo öðru sinni. Við vorum orðin gersamlega sinnulaus. Ég fáraðist yfir veik- indum barnanna minna. Viö (Framhald á 4. siðu.J

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.