Nýja dagblaðið - 02.07.1938, Qupperneq 1
SÓLSKIMÐ
ER KOMIÐ.
' J Nita crem og Nita olíur veita
11 sólarljósinu inn í húðina og < t
(’ hjálpar því til þess að gera húð
yðar hrausta, brúna og fagra. ,,
6. ár
Reykjavík, laugardaginn 2. júlí 1938.
149. blað
ANN ALL
183. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 2.12. Sólarlag kl.
10.48. Árdegisháflæður í Reykjavík kl.
8.35.
Næturlæknir
er í nótt Ólafur Þorsteinsson,
Landsspítalanum, sími 1774. Nætur-
vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn og
Reykjavíkur Apóteki.
Dagskrá útvarpsins:
10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfr. 19.10 Veðurfr. 19.20
Hljómplötur: Kórlög. 19.40 Auglýsing-
ar. 19.50 Fréttir. 20.15 Upplestur:
„Skógurinn og þjóðin“, eftir Gjerlöff
(Guðm. Hannesson próf.). 20.45 Strok-
kvartett útvarpsins. 21.05 Hljómplötur:
„Galdranornin“, tónverk eftir Max von
Schillings. 21.35 Dansíög.
Skipafréttir.
Gullfoss kom til Vestmannaeyja í
nótt. Goðafoss kom til Siglufjarðar í
gærmorgun. Brúarfoss er á leið til
Grimsby frá Vestmannaeyjum. Detti-
foss er í Hamborg. Lagarfoss í Khöfn.
Selfoss fór í gærkvöldi frá Antwerpen.
Súðin fór frá Búðardal í gær, áleiðis til
Flateyjar.
Ungbarnavernd Líknar
Templarasundi 3, opin hvern þriðju-
og föstudag, kl. 3—4. Ráðleggingarstöð
fyrir barnshafandi konur opin hvern
miðvikudag kl. 3—4.
II. flokkur
Knattspyrnufélagsins Fram er nú
staddur á ísafirði í boði Knattspyrnu-
félagsins Harðar. Eru í förinni 14
knattspyrnumenn frá II. flokki, farar-
stjórinn, Þráinn Sigurðsson og þjálf-
arinn, Peter Petersen. Keppa Fram-
menn tvo kappleiki á ísafirði og mun
fyrri leilcurinn hafa farið fram 1 gær-
kvöldi.
Hjónaband.
í dag verða gefin saman af séra
Bjarna Jónssyni, ungfrú Inga S. Gests-
dóttir, sem starfað hefir hjá Nýja
dagblaðinu undanfarin ár, og Jón G.
S. Jónsson múrari. Heimili þeirra verð-
ur á Njarðargötu 61.
Hjónaband.
í dag fer fram kirkjubrúðkaup á
Siglufirði og verða gefin saman Nanna
Þormóðs (Eyjólfssonar konsúls) og
Sveinn Sigfússon útgerðarmaður á
Norðfirði.
Á Siglufirði
var í gær ágætt veður og eru nú öll
skipin farin á veiðar. í gær var þó tals-
verð undiralda og vindur úti fyrir,
svo ekki varð af veiðum, en sjómenn-
irnir voru vongóðir um að veður myndi
fara batnandi.
Jarffarför
frú Ástrósar Sumarliðadóttur frá
Dufþaksholti í Borgarfirði, fer fram
frá Vesturgötu 40 kl. 1 e. h. í dag.
ÚTILEGA
F. U. F.
á Þíngvöllum
Lagt verffur af staff aust-
ur frá Prentsm. Eddu kl. 4
og kl. 8 e. h. Þátttakendur
eru beffnir aff tilkynna í
síma 2353 fyrir kl. 2, meff
hvorri ferffinni þeir óska
aff fara.
Þátttakendur eru áminnt
ir um aff hafa með sér teppi
effa svefnpoka og búa siff
aff öffru leyti vel.
________-_____—_______
Þjóðverjar greíða
skuldír Austurríkís
Fá í staðimi vaxta-
lækkun á ýmsum
láuum, sem tekin
voru vegna hernað-
arskuldanna.
LONDON:
í gær náðist samkomulag milli þýzku
og brezku stjórnanna um greiðslur á
skuldum Austurríkis.
Bretar voru meðal þeirra þjóða, sem
gengið höfðu í ábyrgð fyrir láni, er
stjórnin í Austurríki hafði tekið og er
vextir af láninu féllu í gjalddaga í
vor, neitaði þýzka stjórnin að greiða
þá. Nú hefir þýzka stjórnin lofað að
endurgreiða Bretum þá fjárhæð, sem
þeir greiddu vegna ábyrgðar sinnar, og
ennfremur að greiða vexti af öllum
skuldabréfum, sem eru í eign brezkra
þegna.
Þá hefir einnig náðzt samkomulag
um að lækkaðir verði vextir á Dawes-
Young- og Saarbrucken-lánunum og
ennfremur á austurríska 7% láninu
frá árinu 1930, Loks hefir náðzt sam-
komulag um vöruskipti, er miðar að
því, að tryggja Bretum a. m. k. sama
markað í Þýzkalandi og þeir hafa nú.
— FÚ.
Sudetar bera fram
nýjar kröfur
Tékkneska stjórnin leggur
fram nýjar tillögur. Þjóff-
verjar reiffir út af gaman-
kvæði um Hitler.
LONDON:
Tékkneska stjórnin tilkynnir, að hún
hafi lagt fyrir fulltrúa Sudeta tillögur
um nýtt tungumálafrumvarp og enn-
fremur tillögur um frumvarp varðandi
réttaraðstöðu hinna einstöku þjóð-
flokka í landinu.
Þingmenn Sudeta hafa lagt fram
nýjar kröfur og halda því fram, að
mál þeirra verði ekki leyst fyrr en
tékkneska stjórnin hefir breytt sínu
stjómmálalega viðhorfi.
Þýzka stjórnin hefir lagt fram mót-
mæli við stjórnina í Tékkoslóvakíu,
út af kvæði, er hún telur niðrandi fyrir
Hitler, og tékknesk skólabörn séu látin
syngja. Ennfremur hafi tékkneskir
hermenn heyrzt syngja það á göngu.
Þessu hefir tékkneska utanríkisráðu-
neytið svarað á þann hátt, að tékk-
neskum hersveitum sé bannað að
syngja á hergöngu kvæði, er séu stjórn-
málalegs eðlis. — FÚ.
Deilur Frakka og
Tyrkja jafnaðar
LONDON:
Tyrkir og Fi-akkar komust í gær að
samkomulagi varðandi Alexandretta-
héraðið í Sýrlandi. Frakkar viður-
kenna, að Tyrkir hafi þar séraðstöðu.
Aðalatriði samningsins eru sem hér
segir: Að undirritaður verði vmáttu-
samningur milli Frakklands og Tyrk-
lands, að innbyrðis öryggis héraðsins
sé gætt að jöfnu af frönskum og tyrk-
neskum hersveitum og að Frakkland,
héraðsstjórnin í Alexandretta og Tyrk-
land skuli sameiginlega semja um allar
landamæradeilur, er upp kunna að
koma. — FÚ.
sem tryggír kírkjunni aukna íhlut
un um val guðfræðíkennara
við háskólann
Nokkrar af ályktunum fundaríns
Hinum almenna kirkju-
fundi lauk um sjöleytið í
gærkvöldi. Hófust fundar-
störf kl. 9.30 í gærmorgun
og hafði dr. Jóni Helgasyni
biskupi verið boðið á fund-
inn og flutti Gísli Sveinsson
honum þakkir af hálfu
fundarmanna, fyrir gott og
farsælt starf í þágu kirkj-
unnar.
Síðan hófust framhaldsum-
ræður um kristindóminn og
œskuna. Voru afgreiddar um
það mál margar merkilegar til-
lögur, sem síðar verða birtar hér
í blaðinu.
Kl. 2 e. h. hófust umræður um
dósentsmálið. Nefndin, sem fékk
það til athugunar, hafði komið
sér saman um að leggja til að
samþykkt yrði svohljóðandi til-
laga:
„Kirkjufundurinn lítur svo á,
að veiting embættisins við guð-
fræðideild háskólans síðastlið-
inn vetur, sé bein móðgun við
ki'rkju landsins, og skorar á
kirkjuráð, að láta undirbúa lög-
gjöf, er tryggi kirkjunni svo
mikið sjálfstæði, að svipað geti
ekki endurtekizt.“
skemmtanir og samkomur æsku-
lýðsins."
„Fundurinn væntir mikils. af
skáta- og íþróttastarfseminni í
landinu, og skorar á presta,
kennara og aðra æskulýðsleið-
toga, að Ijá henni hiklaust fylgi
sitt.“
Síðast á fundinum voru flutt
ýms erindi um mál, varðandi
kirkju og kristindóm.
Til að undirbúa næsta kirkju-
fund voru kosnir:
Ásmundur Guðmundsson pró-
fessor, Gísli Sveinsson, sýslum.,
sr. Friðrik J. Rafnar, sr. Sigur-
geir Sigurðsson, Sigurbjörn Á.
Gíslason, Ól. Björnsson kaupm.
og Valdemar V. Snævarr skóla-
stjóri.
Jafnmargir menn voru kosnir
til vara.
f fundarlok flutti Ásmundur
Guðmundsson stutta hugvekju
og bæn. Á undan var sunginn
nýr kirkjufundarsálmur, eftir
sr. Böðvar Bjarnason, en á eftir
„Son Guðs ertu með sanni“.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
I Forstjóri S. I. S. I
í 15 ár
í gær voru liðin 15 ár síðan
Sigurður Kristinsson varð for-
stjóri Sambands ísl. samvinnu-
félaga.
í dag á hann 58 ára afmæli.
Meira dáður 1 mikilsverðu
starfi mun nú enginn maður hér
á landi en Sigurður.
Hann er staddur á aðalfundi
Sambandsins austur á Hallorms-
stað.
Esja
fór frá Glasgow í gær. Með skipinu
voru 67 farþegar, flest útlendingar, er
fara með því til baka aftur.
Þjóðverjar unnu Víkíng
með 4 : 1
Tillaga þessi var samþykkt
með 78 : 1 atkv. •
Áður hafði verið felld, með 52
: 45 atkv. svohljóðandi dag-
skrártillaga frá Knud Zimsen:
„Þar sem sýnilegt er, að fund-
urinn getur ekki orðið á eitt
sáttur um afgreiðslu þessa máls,
tekur hann fyrir næsta mál á
dagskrá.“
Valdemar V. Snævarr og S. Á.
Gíslason báru fram eftirfarandi
tillögu, sem var samþykkt með
47 : 12 atkv.:
„Kirkjufundurinn leyfir sér að
skora á sr. Sigurð Einarsson að
taka aftur opinberlega allar guð-
leysis- og siðleysisfullyrðingar í
ýmsum eldri og yngri ritgerðum
sínum, — eða segja af sér do-
sentsembættinu að öðrum kosti.“
Síðar á fundinum voru m. a.
samþykktar eftirfarandi álykt-
anir í einu hljóði:
„Kirkjufundurinn skorar á
presta og kennara og aðra þá, er
starfa að trúar- og siðgæðismál-
um, að beita sér fyrir því, af öllu
megni, að hafa bætandi áhrif á
Þjóðverjar kepptu I gærkvöldi við
Viking og unnu með 4:1.
Veður var gott og hafa Þjóðverjarn-
ir ekki fengið hér eins gott leikveður
áður. Vindur var litiU og ekki til telj-
andi baga.
Nokkrar breytingar voru gerðar á
liði Víkings frá því sem ákveðið hafði
verið. Björgvin Schram átti að keppa
sem miðframvörður, en var ekki með
í liðinu. í hans stað kom Hrólfur Bene-
diktsson inn og keppti hann sem vinstri
framvörður, en Brandur Brynjólfsson
sem miðframvörður. Útframherji
vinstra megin var ákveðinn Ingólfur
Isebarn, en varð Ellert Sölvason. Voru
því þrír Valsmenn og einn K.R.ingur
(markvörður) með í liðinu.
Fyrri hálfleikurinn byrjaði skemmti-
lega. Bæði liðin náðu allgóðum upp-
hlaupum. Það leyndi sér þó ekki, að
Þjóðverjarnir báru mjög af i leikni frá
byrjun. Sóttu þeir 1 sig veðrið eftir því
sem á leið.
Þegar 14 mínútur eru liðnar af fyrri
hálfleik, ná Víkingar góðu upphlaupi,
og verður úr „fríspark" á Þjóðverjana
rétt við vítateig. Þorsteinn Ólafsson
spyrnir og knötturinn liggur á netinu.
Þetta var ágætt skot. Víkingar hafa nú
eitt á móti engu. Þeim óx nú ásmegin
um stund og náðu þeir fljótt góðu upp-
hlaupi aftur. Þorsteinn er frír skammt
utan við vitateig Þjóðverjanna vinstra
megin og spyrnir góðu skoti, en knött-
urinn rennur aðeins yfir stöngina. Of
gott skot til að verða að engu.
Gengur nú í þófi lengi og virðast
Víkingar linast smátt og smátt en
Þjóðverjarnir herða sóknina. Þegar
eftir er skammt af leik, virðast Víking-
arnir vera orðnir óþarflega daufir,
enda tekst Þjóðverjum að skora mark,
er eftir eru þrjár mínútur. Víkingarnir
ná ekki upphiaupi er þeir byrja
með knöttinn eítir markið. Þjóðverj-
ar ná honum þegar og liggur nú mjög
á Víking það sem eftir er leiks og tekst
Þjóðverjum aftur að skora mark á
síðustu minútu. Eftir hálfleikinn höfðu
Þjóðverjar þá tvö mörk á móti einu.
Siðari hálfleikur var mun harðari
en sá fyrri, þegar frá byrjun. Var hann
líka harður til lýta á stundum. Víking-
ar virtust þó 1 fyrstu vera nýjir menn
eftir hléið, voru nú fjörugir, náðu
dágóðum samleik á köflum og voru
fljótir. Þegar 4 mínútur eru liðnar af
leik, fær Magnús knöttinn við miðju,
leikur afarhratt upp með hann og gef-
ur vel fyrir. Björgvin Bjarnason er fyr-
ir opnu marki, en skallar knöttinn sem
næst beint upp í loftið. Hróplega eyði-
lagt tækifæri.
Þjóðverjar gera nú mörg upphlaup,
en ekki tekst þeim enn að skora mark.
Víkingar gerðu og nokkur upphlaup
framan af hálfleiknum. Þegar 18 mín-
útur eru af leik, gera Þjóðverjar mark.
Hafa þeir nú þrjú á móti einu.
Nú er farið að liggja mjög á Víking
og er leikur þeirra kominn í mola.
Þjóðverjar fengu nú mörg góð tækifæri,
en hætti mjög við að „brenna af“. Það
var næstum ergilegt að sjá þá missa
hraparlega marks, eftir að þeir höfðu
sýnt prýðilegan samleik allt upp að
(Framhald á 4. síSu.)