Nýja dagblaðið - 13.07.1938, Síða 2

Nýja dagblaðið - 13.07.1938, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ Cornelu Codreanu, foringi rúmensTcra fasista, hefir verið handtekinn ásamt 800 fylgis- mönnum sínum. Cordeanu heitir raunverulega Zelinski. Meðan hann var í menntaskóla har á byltingatilhneigingum hjá hon- um, sem meðal annars beindust að því að koma einum kennar- anna frá skólanum. — í háskól- anum í Jassy beitti hann sér fyr- ir félagsskap meðal stúdent- anna, sem var i fullri andstöðu við stúdenta af Gyðingaœttum. Félagsskapur Codreanu átti öðru hvoru í brösum við lögregluna, og henti það eitt sinn, að lög- reglumaður var skotinn til bana i þeim viðskiptum. Coreanu var þá handtekinn, og honum kennt um uppþotið, en skömmu síðar var hann látinn laus vegna vönt unar á sönnunargögnum. En vegna þessara atburða var hon- um vikið úr háskólanum. Skömmu síðar stofnaði hann stjórnmálaflokk ásamt nokkrum stúdentum öðrum. 1928 stofnaði hann fasistaflokkinn „Járn- garðinn.“ Fylgi Codreanu óx all- mikið á nœstu árum, og var helzt að sjá, sem hann myndi ná mikl- um áhrifum. En síðustu atburðir í stjórnmálalífi Rúmena hafa gert valdadrauma hans að engu. * Japani einn hefir búið til gler- augu, þar sem örsmáum glóðar- lömpum er komið fyrir við um- gerð gleraugnanna. Glóðarlamp ar þessir eru i sambandi við rafhlöðu, sem bera má í vestis- vasanum, og gefa þeir sterkt Ijós. Með þessum gleraugum er hœgt að skrifa og lesa í aldimmu herbergi. * Tveir Skotar voru staddir l London á heitum sumardegi. Annar þeirra skrapp þá inn í veitingahús og fékk sér bjór. Þegar hann kom aftur, skýrði hann frá því Ijómandi af á- nœgju, að bjórinn hefði ekkert kostað. „Hvernig stóð á því?“ spurði hinn. „Ég sagði frammistöðustúlk- unni „brandara", sem henni þótti svo skemmtilegur, að hún steingleymdi að rukka mig.“ Hinn hugsaði sig um stundar- korn, en fór síðan inn í sama veitingahúsið. Meðan hann drakk bjórinn, sagði hann stúlk- unni bráðskemmtilegan „brand- ara“. Þegar stúlkan var loksins hætt að hlœja, sagði hann graf- alvarlegur: „Gleymið nú ekki að gefa mér til baka, fröken.“ * Hún: „Hversvegna heldur þú að guð ástarinnar sé ávallt sýnd- ur sem barn?“ Hann: „Af því að ástin lifir aldrei svo lengi að hún nái full- orðins aldri“. * TIL ATHUGUNAR: Að þora að lifa fegurstu draumana — það er lífiðl Þ. Þ. Þ. N Ý J A SUMARHATTA-UTSALAN cr bryrjuð Mikið úrval af samarhöttum Hatiaverzlun Margrétar Leví Saltkjöt aí veturgömlu íé — Nokkrar kvart tunnur óseldar. — Kútarnir hafa verið geymdir í kælirúmi, og er kjötið því eins og nýsaltað. ■ ' ■ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVIMUFÉLAGA. Sími 1080. Atvinnudeild Háskólans hefír breytt símanúmerum sínum, sjá 2. viðbætír símaskrárínnar 1938 VIRGINIA CiuaAettiMi Reykjavík - Akureyri Næsta hraðíerð til Akureyrar er á ■ morgiut (fimmtudag). Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. Kjarnar — (Essensar) Höfum hirgðir af ýmiskon- ar kjörnum til iðnaðar* — ÁFENGISVEKZLIJN RÍKISINS Dýr veðhlaupahesfur Fyrir skömmu var ítalski veðhlaupahesturinn Nearco « seldur til Englands fyrir 60 þús. pund sterling. Það hefir að- n eins einu sinni komið fyrir áður, að veðhlaupahesfur hafi ver- ið keyptur svo liáu verði. Annars eru veðhlaupahestarnir oft « ógurlega dýrir og er skýrt frá því í eftirfarandi grein, hvað « ýmsir gæðingar hafi kostað á ýmsum tímum. Nearco á nú að | hætta að taka þátt í veðhlaupum og verður hann í framtíðinni « aðeins notaður sem kynbótahestur. \\ Nearco e. Pharos-Nogara heitir ítalskur veðhlaupahestur. Hann vann Grand Prix de París og var skömmu síðar seld- ur til Englands fyrir hvorki meira né minna en 60000 pund sterling eða 1 millj. 329 þús. krónur. Samband enskra veð- hlaupahestaeigenda, eða kyn- bótadeild þeirra samtaka, sá um að þessi kaup fóru fram, og þau eru talin með því allra stór- kostlegasta á sínu sviði. Kaup- andinn er Mr. M. H. Benson, sem fyrir tveim árum keypti hlaupagikkinn og sigurvegar- ann í Derby Windsor Lad fyrir 50 þús. pund sterling af ma- haradjan af Rajpipla. Nearco er aðeins þriggja vetra, en hefir þegar unnið meira en 1 milljón líra í heimalandi sínu, Ítalíu. Tekjur af sigrinum í París urðu rúm milljón franka. Eigandi hans og uppalandi var Tesio- Incisa hertogi, sem er svo mik- ill hestavinur, að hann þjálfar hesta sína sjálfur, þrátt fyr- ir ríkidæmi sitt. Nearco hefir tekið þátt í 14 hlaupum og sigrað í þeim öll- um. Hann vann veðreiðarnar í Ítalíu í ár og í veðhlaupinu í París sigraði hann enska derby- sigurvegarann, Bois Roussell og Cillos, sem er Frökkum jafn- mikið og Derby-sigurvegarinn Englendingum. En nú á Nearco ekki að taka þátt í fleiri veðhlaupum. Það er heldur ekki eingöngu sigrum hans að þakka, nvað kaupverð hans varð mikið. Það hefir verið bent á hann sem líklegan til að vinna verðlaun sigurbogans í París, Das Braune Band og Preis der Reichshauptstadt í Þýzka^- landi, en fyrstu verðlaun þar eru 70 þús. marka virði. Nearco á nú algerlega að snúa sér aö því að fjölga og bæta hestakyn heimsins og það er búist við því, að folatollurinn verði ca. 11500 krónur. Benson notar Windsor Lad einnig til kynbóta, en hann kostar þó ekki nema 9200 krón- ur. Það hefir einu sinni áður komið fyrir að veðhlaupahestur hefir verið seldur fyrir 60 þús. pund sterling. Derby-sigurveg- arinn, Call Boy, var seldur þessu verði, en hann er faðir Ulriks- dal Call me Early og Circus j Queen. Þetta var samt mis- heppnað fyrirtæki, því að Call Boy hefir ekki eignazt svo gjörvilega afkomendur, sem búizt var við. Hæstu kaupverð annara hesta innan veðhlaupanna, eru sem hér segir: Windsor Lad 50 þús. pund sterling, Solario 47 þús. pund, Donatello II 45 þús. pund(einn- ig alinn upp og seldur af Tesio- Incisa hertoga), Blenheim (sem Aga Khan seldi) 45 þús. pund, Prince Palatine 40 þús. pund, Flying Fox 37,500 pund og Gyl- lene 31 þús. pund. Á þessari öld hafa fimm hest- ar fyrir utan Nearco, hætt veð- hlaupum án þess að verða sigr- aðir. Það eru The Tetrach, Hurry On, Tiffin, Bahram og Nereide. The Tetrach hljóp aðeins sem tvævetlingur, en hann var svo framúrskarandi, að hann hefði efalaust látið til sín taka í Der- by hlaupinu, enda var hann á- gætur spretthlaupari. Tveir son- arsynir hans eru nú í Svíþjóð, þeir Sidenhuset II. og kynbóta- hesturinn Turbotin. Þótt The Tetrach hafi verið sprettharður, þá var Hurry On honum mun fremri. Sonur hans, Runnymede, var í veðhlaupum í Svíþjóð fyrif tveim árum síðan. Bahram var aðal-hestnafnið 1935. Hann vann allt, sem hann tók þátt í, þar á meðal Derby- hlaupið, og á sýningum þeim, er hann fór á, vann hann sam- tals um 800 þús. krónur í verð- launum. Síðan var hann ein- göngu notaður til kynbóta. Hryssueigendur hnöppuðust um hann, til þess að fá að halda hryssum sínum undir hann, fyr- ir 10 þúsund krónur. Svo kom þýzka „stjarnan“ Ne- reide fram á sjónarsviðið 1936. Hún vann í þeim tíu hlaupum sem hún tók þátt í. Þar á m^ðal vann hún aðalveðhlaup Þýzka- lands og brúna bandið. Hún hljóp rúma 2400 metra á 2.28.8 og er það talinn fádæma góður tími. Það er nú talið víst, að Ne- reide verði send til Englands að ári og haldið undir Bahram. Sennilega má vænta nokkurs af afkvæmi þeirra. Á fyrstu árum veðreiðanna hættu vitanlega margir hestar án þess að vera sigraðir, og með- al þeirra kunnustu var Eclipse, sem vann þau 18 hlaup sem hann tók þátt í. Fyrir 1800 var hryssan Kinc- sem frá Austurríki meðal hinna fremstu, tók þátt í 54 hlaupum og sigraði í þeim öllum. Hún tók þátt í veðhlaupum í Austurríki, (Framliald á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.