Nýja dagblaðið - 15.07.1938, Síða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Loftbelgjaverksmiðja í Legi-
onowo í Póllandi vinnur nú að
smíði stœrsta loftbelgs í heimi.
Loftbelgurinn er smíðaður sam-
kvœmt fyrirsögn prófessors Pic-
cards. Rúmmál loftsbelgsins
verður 120 þús. kubikmetrar, en
60 m. verður hann í þvermál.
Kvikmyndatökutœki loftbelgs-
ins og ýmis annar útbúnaður
verður sjálfvirkur. Karfan verð-
ur kúlumynduð og af annari
gerð en áður hefir þekkzt.
Gert er ráð fyrir, að loftbelgn-
um verði sleppt í dalverpi einu í
grennd við Krakau, kl. 6—7 að
morgni. Þegar líður á daginn á
hann að vera kominn í 30 þús.
metra hœð, ef allt gengur að
óskum ,og er það hœr\ra en
nokkru sinni hefir áður verið
komizt. í körfunni er gert ráð
fyrir að verði tveir foringjar í
pólska hernum, kapteinarnir
Burzynski og Hlynek.
Með smiði þesa loftsbelgs er
ekki fyrst og fremst hugsað um
að setja nýtt hœðarmet, heldur
ítarlegri rannsókn á háloftun-
um en áður hefir tekizt að fram-
kvæma.
Hátíðahöld mikil stóðu yfir í
smábœ einum i írlandi. Það var
erfitt að fá gistingu og varö Pat
að gera sér að góðu að vera her-
bergisnautur blökkumanns.
Kunningjum Pat, fannst fara
betur á því, að þeir herbergis-
félagarnir hefðu sama lit, og
smurðu því andlit hans með skó-
svertu, þegar hann var sofnaður.
Um morguninn var Pat vak-
inn á þeim tíma, sem hann hafði
tiltekið. Þegar hann leit í speg-
ilinn yfir þvottaskálinni, varð
honum að orði:
„Ja, hvert í logandi! Hefir
hún þá ekki vakið svertingjann
í staðinn fyrir mig!“
*
Fyrir ekki löngu siðan kom út
bók eftir Winston Churchill, sem
hann nefndi Great Contem-
poraies. Þar segir hann m. a.
svo um Bernard Shaw:
„Hið andlega heimili Shaw er
Rússland, föðurlands hans er
írland, en hann dvelur í hinu
viðkunnanlega Englandi. Hinar
losaralegu skoðanir hans um líf-
ir og þjóðfélagið hafa gersam-
lega verið bannfœrðar í einka-
lífi hans. Enginn maður hefir
mótmœlt kenningum hans eins
króftuglega og hann hefir sjálf-
ur gert með líferni sínu. Hann
hœðir hjónabandið, og stundum
jafnvel sjálfa ástina. Ég þekki
engan, sem lifir í hamingjusam-
ana hjónabandi en hann. Fáir
breyta fullkomlega eftir orðum
sinum. Enginn er fjœr því að
gera það en Bernard Shaw.
*
Frúin: „Gefðu mér tíkall, góði,
ég œtla á snyrtistofu.“
Eiginmaðurinn: „Gerðu svo
vel. Hérna fœrðu hundraðkall.“
TIL ATHUGUNAR:
Bezti grundvöllur hjónabands-
ins er gagnkvæmur misskiln-
ingur. Oscar Wilde.
LÆKKAÐ VERÐ
Samband ísl.
samvínnuf élaga
Sími 108 0.
wfctfcifcimfcwwfciwfcifcWfcWfcwmfctfcimmfcWfcUMfcWfcMHfcM*
Lögtak.
Eftir kröfu Sjúkrasamlags Reykjavíkur og að undangengnum
úrskurði, uppkveðnum í dag, og með tilvísan til 88. gr. laga um
alþýðutryggingar, nr. 74, 31. des. 1937, sbr. 86. gr. og 42. gr. sömu
laga, sbr. lög. nr. 29, 16. des. 1885, verður án frekari fyrirvara lögtak
látið fram fara fyrir öllum ógreiddum iðgjöldum til Sjúkrasamlags-
ins, þeim er féllu í gjalddaga 1. maí og 1. júní þ. á., að átta dögum
liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi greidd
innan þess tíma.
Lögmaðurinn í Reykjavík, 6. júlí 1938.
Býörn I»órðarson.
Reykjavík - Akureyrí
Næsta Israðferð um Akranes til Ak-
ureyrar er á mánudag
Bifreiðastöð Steindórs.
Sími 1580.
Fataefni í úrvali
Fataefni tekin til saumaskapar.
K LÆMVEBZLim’V GUÐM. B. VIKAR,
Laugaveg 17. — Síini 3245.
Það er verið að undirbúa stríð
með sýklum. Japanir og Þjóð-
verjar vinna við þenna undir-
búning, og ýmsar aðrar þjóðir
eru að minnsta kosti komnar
eins langt og þeir. Því er haldið
fram, að allt sé leyfilegt til
þess að vinna stríð, en hvað
þetta allt er, eru þeir ekki
reiðubúnir að segja hverjum
sem er.
Þýzki prófessorinn B a u s e
hefir sett þær skoðanir fram í
bók sinni um varnarvísindin,
að líffræðin muni smátt og
smátt verða jafn sjálfsögð og
efnafræðin, þegar gera eigi út
um næsta ófrið. Og prófessor-
inn heldur áfram: „Það kem-
ur einnig til greina, að koma
taugaveikisgerlum í drykkjar-
vatn, og smita á annan hátt
með taugaveiki, svo sem með
flóm og að láta rottur bera
ýmsa pestargerla. Flugvélar
munu verða að mestu gagni í
þessu tilfelli, þar sem þær geta
lent inni í landi og dreift þar
út smitberum/
Þýzki herforinginn von Tem-
pelhof, hefir gengið frá fræði-
r
Ófriðarhættan er nú það mál, sem einna mest er rætt
í heimsblöðunum. Menn eru yfirleitt á einu máli um að
næsta heimsstyrjöld verði stórum ægilegri en sú síðasta.
Það fara m. a. fram rannsóknir á því, hvert gagn megi
verða að því í ófriði, að útbreiða hættulegar drepsóttir
meðal annarra þjóða. í eftirfarandi grein er rætt um þessa
nýju tegund vopna.
legu kerfi fyrir hernað, þar sem
sýklar séu notaðir sem vopn. Það
hafa verið gerðar mjög margar
og víðtækar tilraunir í rannsókn
ardeild þeirri innan herstjórnar-
innar er hann stjórnar. Þar hefir
verið reynt að finna upp meðal
til að geta stráð eyðileggingu
yfir heiminn. Þetta er ný hern-
aðaraðferð, nýtt hernaðartæki,
sem þarf að hagnýta og læra
að beita. Þetta nýja tæki á aö
geta orðið eins þýðingarmikið
eins og skriðdrekar, flugvélar
og eiturgas, og í næsta stríði fær
þetta tæki það stórbrotna hlut-
verk að framkvæma hið vís-
indalega hópmorð meðal frið-
samra borgara. Þetta vopn er
pestin.
í þýzka tímaritinu „Deutche
Wehr“ hefir einn sérfræðingur
skipt í þrjá liði þeim athugun-
um, sem unnið er að í sambandi
við sýklastríðið: 1) Það verður
að athuga hvaða sýklar séu
bezt til þess fallnir að verða
notaðir í hernaði. 2) Finna þarf
flj ótvirkustu aðferð til þess að
útbreiða þessa sýklabera. 3)
Rannsaka þarf þau, sem fjölda-
smitun og landfarssóttir byggj-
ast á.
Þessi sérfræðingur fullyrðir
að kólera, bólusótt og barna-
veiki séu ekki heppilegar til
útbreiðslu í næsta stríöi, þar sem
sýklarnir séu ekki nægilega lif-
seigir.
Pestargerlarnir eru sérstak-
lega vel til þessa fallnir. Pestin
j hefir einnig áhrif á sálarlíf
! manna, leiðir af sér hræðlsu, of-
r. boð o. fl.
Pestina er vitanlega að-
eins hægt að nota gegn frið-
sömum borgurum óvinaþjóðar-
innar eða þjóðanna. Það væri
langt of hættulegt að sýkja
hermenn andstæðinganna, þar
sem þeir geta auðveldlega kom-
izt í samband við manns eigin
hermenn. Meira verður ekki að
sinni sagt um þetta atriði, enda
geta lesendur hugsað sér fram-
kvæmd þessarar hemaðarað-
ferðar.
Það er og önnur hætta í þessu
sambandi, sem rétt er að taka
tillit til. í fyrrahaust var all-
mikið skrifað um gin- og
klaufaveiki í Þýzkalandi. En
þangað átti hún að hafa borizt
yfir Frakkland, um Spán, frá
Afríku, þaðan sem Franco fékk
Márahersveitir sínar. Eftir því
sem þýzk blöð skrifuðu á þessum
tíma, þá gerði veikin allmikinn
usla.
Franskur blaðamaður, sem
vann í Þýzkalandi, hafði komizt
á snoðir um þetta hjá þýzkum
embættismanni. En þegar hann
sendi blaði sínu í París fregn
um þetta, þá var honum vísað
úr landi. Það tókst samt sem
áður að hefta útbreiðslu sjúk-
dómsins og hefir hann gert mun
minna tjón en á horfðist.
En hvernig íer um Evrópu, ef
sýklum verður dreift út á skipu-
(Framhald á 4. síðu.J