Nýja dagblaðið - 15.07.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Vandamálin stóru
EftirPÉTUR SIGURÐSSON
< WO — O — ll — aMO — a — OMDMIIMOMl—l <
KHÝJA DAGBLABIB
Útgeíandi: Blaffaútgáfan h.f.
Ritstjórl:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritstjórnarskrif stof umar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingastrifstofa:
Lindargötu 1D. Siml 2323.
Eftlr kl. 6: Sími 3948.
Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar 3948 og 3720.
Flugsamgöngur
Við höfðum að mestu notað
hestinn og árabátana til þess að
komast leiðar okkar í þúsund
ár, þegar ekki beinlínis var
treyst á sjálfa fæturna.
En á síðasta mannsaldri hafa
bætzt allmargir kapitular við
sögu samgöngutækjanna.
Póstvagnarnir, flóabátar,
strandferðaskip, millilandaskip
og svo bíllinn.
Ungur guðfræðingur, prent-
ari og smákaupmaður, allt fá-
tækir landar í Canada, réðust
í það stórfyrirtæki 1913 að
kaupa Pordbíl til þess, eins og
Einar Kvaran komst að orði í á-
gætri smágrein, að gera tilraun
með það hvort hjól gætu snúizt
undir vagni á vegum á íslandi.
Þegar þetta var sýnt, sóttu þess-
ir sömu menn um styrk til Al-
þingis, til þess að geta keypt
vörubíl. Þingið veitti styrkinn,
þótt þá léki mikill vafi á, að
þetta væri samgöngutæki, sem
við ætti hér á landi. Þó náði
vegakerfið frá Reykjavík þegar
á þessum tíma austur að Eystri
Rangá, upp á Kjalarnes, til
Þingvalla og eitthvað suður með
sjó.
Thomsensbíllinn hafði tekið
frá mönnum trúna.
Þegar flugvélin kom til sög-
unnar, vaknaði fljótt áhugi
fyrir flugsamgöngum hér
heima. Áhugasamir menn í
Reykjavík keyptu flugvél. Flug-
vélunum og flugtækninni hefir
farið mikið fram síðan.
Önnur tilraun og stórfelldari
var gjörð síðar, en of kostnað-
arsöm til þess að lofthræðslan
og skilningsskortur á byrjunar-
örðugleikum megnuðu ekki að
riða henni að fullu.
En nú er til tekið í þriðja
sinn.
Og nú má það ekki mistakast,
að við komumst upp á að hag-
nýta hinar sjálfgerðu leiðir
loftsins í humátt á eftir öðrum
þjóðum.
Enda eru nú á þeim hinar
beztu horfur.
Það, sem að þessu styður, eru
fyrst og fremst hinar geysi-
miklu framfarir, er átt hafa
sér stað á sviði flugtækninnar.
Ennfremur sú staðreynd, að nú
höfum við eignazt innlendan á-
hugamann um flug, sem jafn-
framt er hálærður flugmaður
sjálfur, og snýst við þessum
málum í fylgd með þeim mönn-
um, sem fúsir eru að brjótast á-
fram eins og landnemar í ný-
fundnu landi.
Vífilsstaðaflugvélin, stofnun
Flugmálafélags íslands, stofn-
un og starfræksla Flugfélags
Akureyrar, starfsemi Svifflug-
félaganna í Reykjavík og á Ak-
ureyri, Modelfélagsins og loks
heimsókn þýzka flugkennslu-
leiðangursins, allt eru þetta
undirstöðusteinar í þeirri bygg-
ingu, sem flugsamgöngum
framtíðarinnar er ætlað að
hvíla á hér á landi.
Það er vissulega rétt aðferð,
að vekja áhuga hinna ungu,
beizla orku þeirra til aðstoðar
og fórnfýsi fyrir mál, sem get-
ur haft jafn hagnýta þýðingu
og flugið, fyrst og fremst sem
samgöngumál, en einnig sem í-
þrótt.
Hvílir nú sá vandi, og þá
sérstaklega á þeim, sem þegar
eru komnir út í hagnýtt flug,
að láta enga byrjunarörðug-
leika vaxa sér í augum, því nú
má saga Thomsensbílsins ekki
endurtakast í sögu flugsam-
gangna á íslandi. G. M.
Greín fijármála-
rádherrans
í grein, sem fjármálaráðherr-
ann skrifaði hér í blaðið á
þriðjudaginn, lýsti hann því yfir,
að eins og nú horfði við þyrfti
áreiðanlega að ganga lengra í
því að takmarka innflutninginn
en hægt væri að gera með inn-
fiutningshöftunum einum sam-
an. Þjóðin lifir nú raunverulega
um efni fram og þessvegna yrði
að gera nýjar ráðstafanir og
skapa þeim, sem ættu að fram-
kvæma þær, sterka aðstöðu.
Grein þessi hefir vakið mikla
athygli og öll blað bæjarins hafa
gert hana að umtalsefni, án
þess þó, að leggja nokkuö til
málanna í raun og veru. íhalds-
blöðin eru með sinn vanalega
skæting um innflutningshöftin,
fj ármálaráðherrann, kaupfélög-
in og svo fylgir auðvitað með
til tilbreytingar gamla klausan
um undanfarin „góðæri“, sem
fjármálaráðherranum hafi á svo
merkilegan hátt tekizt að snúa
upp í „illæri“!! Hvað ætli út-
gerðarmennirnir í Sjálfstæðis-
flokknum segi um þá kenningu
t. d. þeir, sem stjórna Kveldúlfi?
Morgunblaðið minnist á það í
greininni með venjulegri góð-
girni, að ein af ástæðunum fyrir
því að ráðherrann líti dökkt á
framtíöina kynni að vera sú, að
ekki hafi enn verið tekið allt
gjaldeyrislánið, er fyrirhugað var
eða 5 millj. kr. á þessu ári. Þaö
er víst óhætt að segja Mbl. það,
að það hefir engin úrslitaáhrif
á framtíðarhorfur í þessum mál-
um, hvort teknar eru að láni
5 milljónir króna á þessu ári eða
2,2 millj. eins og nú þegar hefir
verið gert. Um lántökur 1939 og
1940 veit enginn neitt ennþá,
þótt heimildir séu fyrir hendi.
Morgunblaðið talar um, að
lítill hafi orðið árangur inn-
flutningshaftanna undanfarin
ár. Það er staðreynd, sem þrá-
faldlega hefir verið sönnuð með
rökum af fjármálaráðherra, að
ef innflutningshöftum hefði
ekki verið beitt svo sem verið
hefir, vœri hér fyrir löngu oröin
þurð brýnustu nauðsynjavara í
landinu og það hefir vakið mikla
athygli þeirra, sem óhlutdrægt
líta á þessi mál og fjær standa
* Þau eru nú orðin mörg, hin
miklu vandamál þjóðanna.
Þeim hefir einnig fjölgað á voru
landi, og er það ekkert að
harma, því vandinn prófar bezt,
hvað í mönnum býr. Á erfiðum
tímum vekjast oftast upp at-
kvæðamiklir menn, fleiri eða
færri.
í þessum línum vil ég gera
aðallega þrjú mikil vandamál
að umtalsefni. Þau eru þessi:
1. Hvernig er hægt að útrýma
áfengisbölinu?
2. Er hægt að sökkva í „sex-
tugt djúp“ sundurlyndisfjand-
anum?
3. Getur þjóðin verið mat-
vinnungur og borgað skuldir
sínar?
Orð mín skal ég reyna að
hafa skýr og sem fæst um þessi
þrjú atriði.
Hverju þjóðfélagi má líkja
við heimili. í báðum tilfellum
verða hin stjórnandi öfl að vera
uppalandinn; og til þess er ætl-
azt, hvort sem það er heimilis-
faðirinn, eða stjórn þjóðarinn-
ar, að þá sé hagur barnanna eða
þegnanna aðal áhugaefnið. Sá,
sem stjórnar, gerir það með
velferð heildarinnar fyrir auga.
Þessu mega menn ekki gleyma,
þegar rætt er um vandamál eins
og áfengisbölið.
Bakkus verður aldrei gerður
að góða barninu, hvaða bönd,
sem menn reyna að hafa á hon-
um. Fyrr tekur hinn illi djöfull
ofstækistrúarmanna sinna-
skiftum, en að Bakkus bæti ráð
sitt. Fullkomin útrýming er hið
eina, sem dugar þar. Og því
ekki að fara þá leið því hún er
bein og auðfarin. Hvers vegna
dettur mönnum í hug, að á-
minning og menningarlegur
þroski dugi fremur í þessu
versta vandamáli, en mörgum
öðrum minni? Því banna menn
erlendis í stórborgum að hrækja
deilunum hér, að þrátt fyrir at-
burði síðustu ára skuli hafa tek-
izt að standa í skilum meö
greiðslur af lánum og komast
hjá almennri vöruþurð í land-
inu.
Annars skal ekki farið lengra
út í deilur um þennan skæting
íhaldsblaðanna en gert hefir
verið, en á það bent að eins og
fjármálaráðherrann segir í grein
sinni þarf aö lækka innflutning
í hlutfalli við útflutning meira
en hægt er með beitingu inn-
flutningshaftanna einna. Öllum
hefir verið það ljóst, aö með
þeim einum verður náð vissu
marki en heldur ekki lengra.
Það er þörf nýrra ráðstafana og
Framsóknarflokkurinn mun und
irbúa tillögur sínar í þessum
málum og vinna þeim fylgi. í
þeim tillögum verður ekki sízt að
gæta þess að útiloka frá úrslita-
áhrifum á þessi mál þá aðila,
sem láta viðskiptahagsmuni ein-
stakra stofnana eða önnur tillit
svipaðrar tegundar ráða meira
um afstöðu sína, en tillitið til
I greiðslugetu þjóðarinnar.
á gangstéttir og leggja við há- j
ar fésektir? Því ekki að áminna
og tala vingjarnlega til fólks-
ins? — Þegar snjór kemur á
götur Reykjavíkur og börnin
hópast út með sleða sína, því þá
ekki að senda til þeirra menn
meö áminningar og biðja þau
að vera góðu börnin, og segja
þeim, að þau megi ekki renna
sér í Bankastræti, eða hér og
þar? Því þá að banna þetta? Af
því, að það er hið eina, sem
dugar. Hið sama er að segja um
áfengið, ekkert nema bann, og
það mjög harövítugt og alvar-
legt bann dugar. Áminningar
og menningarleg áhrif er aðeins
hálmstrá, sem grípa má í i neyð,
en á slíku þreytast menn, vegna
þess að allur menningarlegur
þroski gengur í öldum og hreyf-
ingum, og alltaf kemur ný kyn-
slóð og manneðlið er hið sama.
Þó búið sé að áminna eina kyn-
slóð og temja, þá kemur sú
næsta óreynd og óþæg og verð-
ur heimskunni að bráð, og að
halda stöðugt hinum menning-
arlega þroska á hámarki, hefir
löngum gengið illa, og menn
þreytast á því að halda uppi
höndum Mósesar, unz fullnað-
arsigur er fenginn.
Þjóðin verður að borga á
hverju ári meira en hálfa millj.
króna fyrir innflutt áfengi.
Þjóðin stórtapar því á áfengis-
viðskiptunum, þótt ríkissjóður
fái þar af nokkrar tekjur. Þeir
sem slíkt sjá og skilja, að á-
fengisviðskiptin eru stórtap fyr-
ir þjóðina allavega, verða að
hafa vit fyrir óvitunum. Slíkt
er ekkert undir vilja fjöldans
komið, heldur aðeins hinna
uppalandi krafta í þjóðfélaginu.
Stjórn hverrar þjóðar er hús-
bóndinn á því heimili. Hún
hefir marga þjóna við heimilis-
störfin og uppeldið — fjölmenn-
ar stéttir manna: læknastétt,
kennarastétt, prestastétt, sýslu-
mannastétt og margskonar
embættismenn og stofnanir.
Stjórninni ber því að segja: Á-
fengið er þjóðarböl, niðurdrep
fyrir allan menningarlegan
þroska þjóðarinnar. Vér bönn-
um sölu þess og notkun. Og við
þjóna sína — embættismenn-
ina — segir stjórnin: Þið gætið
þess vandlega að þessari heim-
ilisreglu vorri sé framfylgt, ella
munuð þér missa embætti yðar
og stöðu.
Þetta er opin leið og hin eina
skynsamlega og sjálfsagða leið,
þótt menn tregðist við að fara
hana og telji sér trú um, að
ljón sé á veginum. — Áfengis-
bölinu þarf að útrýma og þaö
er tiltölulega auðvelt hér á
landi. Næsta vandamálið er
sennilega erfiðara viðfangs.
Þetta: að „senda út á sextugt
djúp suiídurlyndisfjandann". —
Hvílíkt ofurefli. — Er það
hægt?
Fyrsta sporiö í þá átt er það,
að nokkrir ritstjórar og blaða-
menn bæti ofurlitið ráð sitt. Ég
vil ekki segja neitt slæmt um
þessa menn, síður en svo, en
þetta verð ég þó að segja: Ég er
flokksleysingi og les blöðin á
víxl. Les þau auðvitað illa, við
það skal kannazt, en oft sé ég
foryztugreinar í blöðunum, er
sannfæra mig um, að sá, sem
skrifar, hallar réttu máli vís-
vitandi. Það er kannske ljótt að
segja þetta, en ég get ekki ann-
að. Þegar menn fara of langt í
hvaða máli, sem er, og gleyma
sanngirninni, þá eru þeir að
tapa. Allur þorri manna hefir
jafngóða dómgreind og ég og
eins næman smekk, og ég veit
fyrir víst, að þetta, sem ég sé,
sér líka fjöldinn. Hér þarf að
verða breyting til bóta. Mundu
ekki vissir menn i gamla daga
hafa sagt við þjóð vora: „Takið
sinnaskiptum“ — breytið til um
hugsunarhátt og líka rithátt.
Ef þetta tvennt tækist, aö
útrýma áfenginu og útrýma að
verulegum mun sundurlynd-
inu, þá mundi þriðja vanda-
málið leysast auðveldlega. Þá
mundi þjóðin geta unnið fyrir
mat sínum, án þess að safna
skuldum. Áfengið gerir menn
að ónytjungum og slæpingjum,
og flokkadrátturinn, eins og
hann nú er hjá oss, gerir menn
að lötum mönnum og landeyð-
um. Hið pólitíska dekur flokk-
anna við menn, gerir þá að
lötum og óþægum börnum. Eng-
in verri eða hættulegri plága
hefir dunið yfir þessa vora
margpíndu þjóð. Annað verra
getur hent þjóð en að líða
hungur fyrir áhrif elds og ísa.
Á ég að eiga það á hættu einu
sinni enn að hneyksla menn, og
segja: íslenzka þjóðin er
eyðslusöm þjóð í meira lagi.
Það er andstætt öllum búhygg-
indum. íslenzka þjóðin er ekki
bindindissöm þjóð, og slíkt er
líka andstætt hagsæld hennar.
íslenzka þjóðin er óstundvís, og
að nokkru leyti löt þjóð. Slíkt
gerir menn snauða og enga þjóð
ríka. íslenzka þjóðin er enn ó-
þrifin og hagnýtir oft tíma sinn
og ýms verömæti fávíslega. —
Ég hika ekki við að segja þetta
um þjóð, sme mér þykir vænna
um en allar aörar þjóðir, um
þjóð, sem ég óska af heilum hug
og hjarta, að verði: Sparsöm,
iðin, þrifin, stundvís, hraust,
hagsýn og vinnandi þjóð.
Sundurlyndið er ógurlegur
orkuspillir. Þar fara sálarkraft-
ar manna í þref og þjark, en
ekki i athafnir og hyggilegar
framkvæmdir. Sundurlyndið er
mannspillandi. Það sýkir hugs-
unarhátt manna, hleypir hita í
málin og þá eru þau æfinlega
illa hugsuð og einhliða, en róleg
athugun kemst síður að. Menn
verða ölvaðir af æsingum og
eiginlega ónormalir menn.
Menn rífa þá niöur hver fyrir
öðrum í stað þess að vinna sam-
an og byggja upp. Holl og nauö-
synleg gagnrýni kemst ekki að
fyrir ósanngjörnum sl'eggju-
dómum og öfgum. — Með slik-
um aðferðum farnast engri þjóð
vel.
íslenzka þjóðin getur vel ver-
(FramhalcL á 4. slðuj