Nýja dagblaðið - 15.07.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 15. JÚLÍ 1938.
6. ÁRGANGUR — 160. BLAÐ
GAMLA B I Ó
Bardaginn
um gullnámuna
Afar spennandi mynd,
eftir Zane Grey.
Aðalhlutverk leika:
Buster Crabbe,
Nlonte Blue,
Baymond Hatton.
Aukamynd:
Skipper Skræk
slegiim ííl!
«m:mmn«mnn»:nnnnnnnnn:nmi
Verða sýklar notaðir
sem vopn?
(Framhald af 2. síðu.)
lagðan hátt? Hvernig fer með
kvikfénaðinn, ef farið verður að
útbreiða landfarsóttir með vís-
idnalegum aðferðum?
Landamæravarnirnar, sem
mjög vel er gætt á friðartímum,
verða þá þýðingarlausar. Þegar
stríðsæðið geisar yfir landið, þá
verða allar varnir að engu, bæði
fyrir menn og skepnur.
Ný heimsstyrjöld þýðir ekki
aðeins strið á landi og sjó og í
lofti. Útbreiðsla drepsótta, sem
verið er að undirbúa, mun geta
gereytt hinn menntaða heim.
Bann gegn beitingu „ómann-
úðlegra“ aðferða i hernaði, er
aðeins hlálegt orðagjálfur. Við
þurfum ekki annað en að líta á
Spán, Abessiníu og Kína.
Þessvegna verðum við að heyja
stríð gegn stríðinu!
Borgfirzklr
uiigmeunafélagar
(Framhald af 1. síðu.)
sínum mætavel. Að vísu sáust
þarna nokkrir menn undir á-
hrifum víns, en þeir voru jafnan
fjarlægðir á friðsamlegan hátt
og urðu því ekki til neinna vand-
ræða, enda voru þeir ekki há-
vaðamiklir. Ryskingar, hávaði
eða önnur læti ölöðra manna
voru engin. Óhætt er að fullyröa
að þessari stefnu verður haldið
áfram þar til fullum sigri er náð,
enda mælist þetta vel fyrir.
Vegna mikillar umferðar um
vegina þennan dag, voru 2 lög-
regluþjónar settir á veginn hjá
Ferjukoti, er athuguðu ástand
allra bifreiða (og bifreiðastjóra)
og sáu yfirhöfuð um, að allur
akstur færi fram eftir ströng-
ustu reglum. _
Mótið var því ungmennafélög-
um í Borgarfirði til hins mesta
sóma og ættu aðrir ungmenna-
félagar að fylgja fordæmi þeirra.
Sókn uppreistarmanna
LONDON:
Uppreistarmenn á Spáni segjast
halda áfram sókn sinni á Teruelvíg-
stöðvunum og hafa tekið þar eitt þorp.
Viðurkennir stjórnin í Barcelona að
þetta sé rétt.
Uppreistarmenn tilkynna ennfremur,
aö þeir hafi skotið niður 18 flugvélar
fyrir stjórnarhernum seinustu daga.
— FÚ.
NYJA DAGBLAÐIÐ
Fy rirli ggjandi
í miklu úrvali *
káputau, dragtaefni og karlmannafataefni.
Verhsnúöjuútsalan
GEFJIJN — IÐIJM
Aðalstrœti.
Kaktuspottar, 30 tegundir
Barnaleikföng, mörg liundruö tegundir. Nælur.
Armbönd. Hálsbönd. Töskur og ýmiskonar smá-
vörur í miklu úrvali.
K. EIIVABSSOA & BJÖRNSSON.
nnminnmmnnnnmnnnnnnnmnnnmnmnnnnnnnmnnnnnnnnnnnnnnn'
THE WORLD#S GOOD NEWS
will come to your home every day through
THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR
An International Daily Newspaper
It records for you the world’s clean, constructlve doings. The Monltor
does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them,
but deals correctively with them Features for busy men and all the
famiiy, including the Weekly Magazine Section.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston. Massachusetts
Please enter my subscripMon to The Christian Science Monitor for
a period of
1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00
Wednesday issue, tncluding Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o
Name .
Sample Copv on Request
ummnmmmmmmmmmmmmmnmmmnmnnnmmnmnnnnnnmmmnn
Frá flugæSíögunum
(Framhald af 1. síðu.)
vél, sem er tengiliður milli renni-
flugu og svifflugu, ellegar venju-
legri svifflugu. Er æfingarstaður
valinn þannig, að uppstreymi sé
fyrir hendi. Vélin er hafin til
flugs ýmist með vírstreng af
jafnsléttu, eða teygjum fram af
hæð. Hlutverk nemandans er nú
að halda flugunni í uppstreym-
inu í minnst 5 mínútur, án þess
að lækka, eftir að frjálst svif
er hafið, og lenda síðan heilu og
höldnu á tilsettum stað.
Til þess að ná C-prófi þarf
nemandinn að hafa náð tölu-
verðri leikni, öðlazt þekkingu á
eðli loftstrauma, og hefir þetta
oft orðið allspennandi viðureign,
vegna þess að í loftinu skiptist á
uppstreymi og niðurstreymi og
uppstreymið oft tiltölulega á
takmörkuðu svæði.
Meira C-próf. Það er fólgið í 5
flugum, hverju um sig minnst 5
mín., en þó öll til samans ekki
minna en ein klukkustund.
Silfur-C er fólgið í því, að svif-
flugmaðurinn heldur sér á lofti
í minnst 5 klst. Ennfremur nái í
öðru flugi minnst 1000 m. hæð,
eftir að frjálst svif er hafið. í
þriðja lagi að hann í enn einu
flugi leggi að baki minnst 50 km.
vegalengd í beina línu.
Svifflugmenn með Silfur-C-
prófi munu enn talsvert innan
við þúsund, og mestur hluti
þeirra er í Þýzkalandi, föður-
landi svifflugsins.
Fluydayurinn.
Á sunnudaginn fer fram á
Sandskeiðinu fyrsta fullkomna
og fjölbreytta flugsýningin hér
á landi.
Verður það stór dagur og eft-
irmennilegur fyrir alla viðstadda
sakir þess, að nú eru hér fyrir
hendi hip fullkomnustu tæki,
sérstaklega á sviði hinnar undra
verðu svifflugtækni, og enn-
fremux hreyfiflugur, og þá jafn-
framt frægir flugmenn til þess
að stjórna þessum tækjum.
Fer þarna fram sýning á leikni
okkar yngstu nemenda og allt
upp í hið ótrúlegasta listflug,
bæði á hreyfilflugvélum og svif-
flugum.
Mega engir, sem vettlingi geta
valdið, hvorki úr Reykjavík,
Hafnarfirði eða nálægum byggð-
arlögum, láta hjá líða, að vera
viðstaddir þessa einstöku sýn-
ingu, sem því miður getur með
engu móti endurtekizt hér á
næstu árum.
Er þetta mælt af fullkominni
ábyrgðartilfinningu, en ekki í
fjáröflunarskyni fyrir félög þau,
sem fyrir flugsýningunni beit-
ast.
Hafa þegar verið gerð 6 þús-
und aðgöngumerki, og er engin
hætta á að þau muni ekki selj-
ast, en meira fé, en inn kemur
við sölu þeirra, mun tæpast
þurfa til að standa undir kostn-
aðarhlið þessa máls.
Þátttaka áhorfenda í flugsýn-
ingunni hefir að sjálfsögðu stór-
feld áhrif á afstöðu almennings
til flugmálanna hér á landi, og
hvílir að því leyti nokkur skylda
á mönnum að játa sig ekki vanta
á Sandskeiðið á sunnudag.
aðeins Loftur.
Innflutnmgur sall-
fiskjar tll Braziliu.
Síðustu ár hefir talsvert verið
selt héðan af saltfiski til Brazi-
líu. Tvö síðastliðin ár hefir ís-
lenzki sáltfiskurinn verið um
5% af öllum innflutningnum
þangað.
Fimm undanfarin ár hefir inn
flutningur saltfiskjar þangað
verið sem hér segir:
1933 ....... 26.200 smál.
1934 ....... 18.800 —
1935 ....... 17.200 —
1936 ..........•. 23.000 —
1937 ....... 21.100 —
Saltfisksinnflutningurinn á sl.
ári skiptist þannig milli ein-
stakra landa:
Newfoundland . . 10.339 smál.
Bretland ....... 6.506 —
Noregur..... 2.154 —
ísland...... 1.129 —
Kanada ........... 723 —
Danmörk ....... 96 —
Japan......... 45 —
Frá öðrum löndum er inn-
flutningurinn enn minni.
Olympíuleikarnír
verða ekki í Japan
Sennilegt að þeir
verði í Finnlandi.
LONDON:
Olympisku leikarnir verða ekki í Ja-
pan 1940, eins og áður hafði verið á-
kveðið. Ráðherra í Japan, sem fer með
mál varðandi öryggi og velferð al-
mennings, hefir lagt til að leikarnir
verði ekki haldnir í Japan. Búizt er
við, að tillaga hans verði samþykkt á
ráðherrafundi í dag.
Alþjóðasýningu, sem halda átti í Ja-
pan, hefir einnig verið frestað. Af þesSu
er dregin sú ályktun, að Japanir búist
við að styrjöldin í Kína kunni að
standa yfir í tvö ár enn.
í Oslofrétt segir, að sennilega verði
leikarnir haldnir í Finnlandi. — FÚ.
A V J A B 1 Ó
IÁ vængrjum
söngsins
Unaðsleg söngvakvikmynd
amerísk, frá Columbia Film
Aðalhlutverkið leikur og
syngur hin heimsfræga
söngkona
Grace Moore
Aðrir leikarar eru:
MELWYN DOUGLAS,
HELEN WESTLEY
og fleiri.
Hátíðahöld í
Frakklandí
LONDON:
í Frakklandi var mikið um að vera
i gær, á Bastilledeginum, sem er há-
tíðlegur haldinn um gervallt Frakk-
land. í París var stofnað til stórkost-
legrar hersýningar, í viðurvist Lebrun,
ríkisforseta, og ráðherranna. Herdeild-
ir þessar taka þátt í mikilli hersýningu,
sem stofnað verður til, er brezku kon-
ungshjónin koma í heimsókn sína til
Frakklands. — FÚ.
Vandamálin stóru
(Framhald af 3. síðu.)
ið án áfengis, tóbaks og annara
eiturnautna. Hún getur unnið
saman í bróðurhug til bjargar
landi og lýð, og þannig orðið
matvinnungur, sjálfstæð og
skuldlaus þjóð. Þeir mun reyn-
ast þjóð sinni bezt, sem elska
hana, sem fúsir eru til að þjóna
og fórna. Hinir munu gera lítið
annað en heimta. Það sézt oft-
ast þegar á reynir, hvað í mönn-
unum býr. P. S.
Sportblússur og Georgette-
hálsklútar. Hattastofa Svönu og
Lárettu Hagan.
í nesiið
iil sumarfevðalaga
er ekkert sem síður má vanta en
Hólsíjallahangikjöt
Fæst í flestum matvðrubúðum.
Kj arnar — (Essensar)
Höfum birgðir af ýmiskon-
ar kjörnnm til iðnaðar. —
ÁFENGISVERZLIJN
RÍKISINS