Nýja dagblaðið - 23.07.1938, Síða 1

Nýja dagblaðið - 23.07.1938, Síða 1
***** (I O I ► I i < l l > l l < » iwj/% ID/^&IBIL/^OIHÐ 6. ár Reykjavík, laugardaginn 23. júlí 1938. 167. blað. ANNÁLL 203. dagur ársins. Sólarupkoma kl. 3,09. Sólarlag kl. 9,58. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 1,30. Veðurútlit í Reykjavík: Norðankaldi og bjartviðri. Gengur í suðurátt með kvöldinu. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfr. 12,00 Hádegisútv. 15,00 Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómpl.: Þjóðlög. 19,40 Augl. 19,50 Préttir. 20,15 Upplestur: „Skógurinn og æskulýðurinn", I, eftir Ohr. Gjer- löff (Guðm. Hannesson prófessor). 20,45 Hljómplötur: a) Píanókonsert í Es-dúr, eftir Mozart. b) (21.20) Ung- versk lög. 21,40 Danslög. 24,00 Ðag- skrárlok. Póstferðir á morgun: Frá Rvík: Ljósafoss. Þrastalundur. Þingvellir. Laugarvatn. Laxfoss til Borgarness. Bílpóstur til Akureyrar. Pagranes til Akraness. Til Rvíkur: Ljósifoss. Þrastalundur. Þingvellir. Laugarvatn. Akureyri. Vík og Garðsauki. Fagranes frá Akranesi. Laxfoss frá Borgarnesi. Dronning Al- exandrine frá Færeyjum og Kaup- Skipafréttir. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Goða- foss fór frá Hull í gær áleiðis til Vest- mannaeyja. Brúarfoss var á Djúpu- vik í gær. Dettifoss er á leið til Grims- by frá Vestmannaeyjum. Lagarfoss var á Siglufirði í gær. Selfoss er á leið til Aberdeen. — Esja fór kl. 8 í gærkvöldi um Vestmannaeyjar til Glasgow. Súðin fór kl. 9 í gærkvöldi í strandferð aust- ur um land. Haraldur Björnsson leikari var meðal farþega með Súðinni héð- an í gærkveldi til Austurlands. Ætlar hann að ferðast um Austfirði og lesa upp úr íslenzkum leikritum. — Pyrsta framsagnarkvöldið verður á Seyðis- firði, væntanlega um aðra helgi. Fjögur skip komu í fyrrinótt til Siglufjarðar með 780 mál í bræðslu. Sama og engin söltunarsild hefir komið þangað síð- an um nónbil í fyrradag. í gær var þoka og rigning víðast hvar á veiði- svæðinu. í.fyrradag og fyrrinótt voru saltaðar í Siglufirði samtals 2435 tunn- ur síldar, þar af 94 tunnur sykursalt- aðar, en hitt var grófsaltað. Pitumagn Skagafjarðarsíldar var mælt á rann- sóknarstofu ríkisverksmiðjanna á mið- vikudag og reyndist 16,9 af hundraði. Allmikil síld sást í Vopnafirði í fyrra- dag. — PÚ. Skemmtiferðaskipin General von Steuben og Milwaukee voru hér í gær. Er það i annað sinn, sem Milwaukee kemur hingað á þessu sumri. Næsta skemmtiferðaskip kem- ur á mánudaginn og er það Colombia. Betri horfur í Evrópu Yfirmaður iranska flughersins fer til Þýskalands LONDON: Þýzki sendiherrann, sem er á för- um til Berlínar, hefir átt viðræður í gær við forsætisráðherrann Er litið á þessar viðræður sem framhald þeirra viðræðna, sem fram fóru milli Halifax lávarðar og Wiedemanns, kapteins. Yf- irleitt gera menn sér vonir um, að horfurnar í álfunni séu batnandi, vegna þeirra viðræðna stjórnmála- mannanna, sem nú fara fram. Þá hefir það vakið nokkurar vonir um bætta sambúð, Þjóðverja og Frakka, að yfir- maður frakkneska flughersins fer bráðlega í heimsókn til Þýzkalands. — PÚ. Meðierð undírréttar í lyisalamálinu ómerkt Allir af hiuum föstu dómurum viku sæti Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli valdstjórnarinnar gegn 19 lyf- sölum og lyfsveinum fyrir brot á áfeng- islögunum og fleiri lögum þeim við- komandi. Allir af hinum föstu dómurum viku sæti í þessu máli, en í þeirra stað tóku sæti Bjarni Benidiktsson prófessor, ísleifur Árnason prófessor og Björn Þórðarson lögmaður. Undirrétardómur í þessu máli var kveðinn upp af settum rannsóknar- dómara, Ingólfi Jónssyni lögfræðingi, og dæmdi hann lyfsalana í háar fjár- sektir fyrir brot á umræddum lögum. Úrskurður framangreindra manna féll á þá leið, að meðferð rannsóknar- dómarans á málinu hafi verið svo göll- uð að þessvegna beri að ómerkja dóm- inn. Byggðu þeir þennan úrskurð eink- um á því, að málum allra hinna á- kærðu hafi verið steypt saman í eitt, en ekki tekið hvert út af fyrir sig. Vegna þessarar meðferðar á málinu leiddu þeir hjá sér að kveða upp dóm um málið sjálft og verður það því vafalaust tekið fyrir á nýjum grund- velli. Samningur hainar- stjórnar víð Skánska Cementsgjuteríet A. B. - 20°|o aííoll? Hafnarstjórn hefir gert samning við þetta sænska firma um að ljúka bygg- ingu Ægísgarðs. Á firmað að stjórna verkinu og leggja til í það útlent efni fyrir 204 þús. sænskar krónur, sem það lánar hafnarsjóði gegn 4%% vöxt- um og greiðslu á næstu 10 árum. Um þennan samning var talsvert rætt á seinasta bæjarstjórnarfundi. Jakob Möller og Jón Axel töldu þetta hagstæð kjör, vegna þess að annað tilboð frá dönsku firma hafði verið miklu hærra. Sigurður Jónasson spurðist fyrir um, við hvaða verði hið sænska firma seldi efnið og sagðist hafa heyrt sagt a. m. k. sumt af efninu væri reiknað hafnarsjóði allmiklu hærra en hægt væri að kaupa það fyrir annarsstaðar frá. Sagði þá Jón Axel að t. d. myndi kosta um 12 kr. sementstunnan. N. dbl. hefir nú frétt að verð á sementi kom- ið í hús hér muni varla fara fram úr 10 kr. tunnan og ef verð það, sem Jón Axel gat um er rétt, er álagning firmans um 20%. Sé sama álagning á öðru efni, sem vel má búast við eftir þessu, verða raunveruleg afföll á láninu um 20%. í þessu sambandi benti S. J. á það, hversu hættulegt væri að fara út á (Framh. á 4. síðu.) Guttormur J. Gottormsson. — Sinnir þú eingöngu ritstörf- um? — Nei, drottinn minn dýri. Ég er bóndi. Öll mín kvæði hefi ég ort við vinnu mína. Sama gildir Viðtal við Guttorm J. Guttormsson Tíðindamaður Nýja dag- blaðsins hitti vesturíslenzka skáldið Guttorm J. Gutt- ormsson að máli í fyrra- dag, þar sem hann býr á Hótel ísland. Hann var hress í bragði og ómyrkur í máli. — Ég vil helzt að við þúumst, mælti hann, annaö á ekki við, þegar ég er kominn heim til ætt- landsins, þessa óraleið, sem mér fannst þó eiginlega stutt. — Hvernig lízt þér á það, sem þú hefir þegar séð? — Prýðilega. Ég hefi séð hér meira af mannvirkjum heldur en mig grunaði að væru til. Ég dáist mikið að höfninni. Fólkið finnst mér bera sannan aðals- svip og ég hefi ekkert séð, sem mér þykir ógeðfellt. Þessi sami bragur var yfir skipshöfninni á Esju; það fann ég undir eins og ég steig um borð í Glasgow. — Hefirðu nokkuð farið út úr bænum? — Nei, ekki ennþá. Á þriðju- daginn kemur legg ég af stað norður til Blönduóss og Akur- eyrar og held þaðan austur til ættstöðva minna í Norður-Múla- sýslu. Jón faðir minn, sonur Gutt orms Vigfússonar alþingsmanns, bjó að Arnheiðarstöðum. Ég á mesta sæg ættmenna þar eystra og sömuleiðis hér í Reykjavík. Konan mín er ættuð af Skóg- arströnd og heitir Jensína, dóttir Daníels Sigurðsson frá Hólm- látri. Daníel er enn á lífi, 95 ára gamall. — Hve mörg börn eigið þið? — Ja, satt að segja er ég vanur að láta konuna mína svara þess- Reykjavík er skípulagslaus Fullkomín óstjórn ríkjandi í byggíng- armálum bæjaríns Það kom greinilega í ljós á bæjar- stjórnarfundi í fyrradag, að bygging- arnefndin starfar ekki eftir neinum föstum reglum. Um hæð húsa eru meira að segja engar fastar reglur. Byggingarnefndin leyfir sitt á hvað og vegna þess að ekkert bæjarskipulag getur talizt vera fyrir hendi, kemur það t. d. fyrir, að leyft er að byggja nýtízku steinhús við götu, sem stendur til að breyta bráð- lega, með því skilyrði, að húseigandi sé skyldur aö bótalausu til þess að rífa húsið með sex mánaða fyrirvara! Sigurður Jónasson sýndi fram á, að þetta ástand væri gersamlega óhaf- andi og bar fram svohljóðandi till- lögu: Baejarstjórnin ályktar að fela bæjarráffi að láta nú þeg'ar end- um leikritin. Ritstörfin hafa orð- j urskoffa byggingarsamþ. Reykja- i ið að vera algerð aukastörf; ! hefir heimtað til líkamlegrar dagsins önn krafta mína vinnu. — Hvaða búrekstur hefir þú vestra? — Ég á búgarð í Rivertonbyggð við íslendingafljót. — Honum fylgja 320 ekrur lands, mest beitarland, engjar og túnlendi. Ég hefi um 30 nautgripi, nokk- ur svín og dálítinn sauðfjárstofn og fáeina hesta. Markaðir fyrir sauðfjárafurðir hafa aldrei brugðizt og sauðfjárrækt reynzt arðvæn. Sauðfé gengur sjálfala. Bændur í Riverton-byggð hafa komið sér upp rjómabúi og öll (Framh. á 4. síðu.) víkurbæjar.Einnig geri bæjarráff ráðstafanir til þess, aff sem fyrst verffi lagffar fyrir bæjar- stjórnina tillögur aff nýju skipu- lagi fyrir Reykjavíkurbæ. Guðmundur Eiríksson viðurkenndi að ýmislegt í gagnrýni Sigurðar væri rétt, en sagði að það væri meiningin að fara að endurskoða byggingarsam- þykktina (viðurkenndi þó að um það hefði nýlega ekki verið samþykkt nein ný tillaga). Hinsvegar áleit hann nægi- legt að byggingarnefndin hefði í þjón- ustu sinni trúnaðarmann um skipu- lagsmálefni bæjarins. Sigurður benti á, að þetta væri hvorttveggja allskostar ónóg. Það bæri brýna þörf til að endurskoða bygg- ingarreglugerðina, sem væri frá 1903, nú þegar og það væri hrein óhæfa að (Framhaid á 4. siðu.) ari spurningu, en ef ég tel sam- an, þá reynast þau að vera sex. Tvö þeirra eru enn í föðurgarði. — Þú þekkir að sjálfsögðu marga hér í bænum? — Já, þá er verið hafa vestan hafs, t. a. m. Ragnar Kvaran og Sigfús Halldórs, sem var um skeið ritstjóri Heimskringlu og þótti okkar djarfasti og bezti penni í þann mund. — Hvað hefir þú gefið út margar bækur? — Fjórar, þar af þrjár ljóða- bækur og eitt safn leikrita. Nú um hríð hefi ég unnið að land- námssögu íslenzku frumbýling- anna í Nýja íslandi, þar sem ég lýsi lífskjörum þeirra, baráttu og hversdagslífi í hinu nýja landi. Ég hefi einnig haft lengi í smíðum allmikið leikrit, sem enn er ekki fullsamið, Yf irlýsing Út af ummælum, sem undanfariff hafa birzt í tveimur dag- blöffum bæjarins, Alþýffublaffinu og Vísi, þess efnis, aff útvarps- stjóri, Jónas Þorbergsson, hafi „misnotað aðstöðu sína gagnvart starfsfólkinu“, óskum vér undirritaffir starfsmenn Ríkisútvarps- ins aff lýsa yfir því, aff vér teljum þetta í hæsta lagi ómaklega mælt og aff útvarpsstjóri hefir ávalt komið fram gagnvart okkur, einum sem öllum, eins og réttlátur og kurteis húsbóndi. Sig. Þórðarson Sigr. Bjarnad. Þóra Hafstein Gunnar R. Pálsson Guðrún Reykholt Reykjavík, 22. júlí 1938. G. Briem Árni Hallgrímsson Þórleif Norland Valgerður Tryggvadóttir Sigrún Gísladóttir Jón Alexandersson Eggert Benónýsson Gunnar Hjaltason Sigurður Hallgrímsson. Árni Sigurðsson Hermann Guðmundsson Kjartan Lárusson Ragnheiður Hafstein Dagf. Sveinbjörnsson Óskar Óskarsson Sveinbjörn Egilsson Sigríður Jónsdóttir Magnús Jóhannsson Ólöf Ketilbjarnardóttir Haraldur Guðmundsson Vilhj. Þ. Gíslason Þórunn Sveinbj. Jón Magnússon Páll ísólfsson Þórarinn Guðmundsson Katrín Dalhoff Ragnheiður E. Möller (samkv. umbeiðni Þ. N.) B. E. Böðvarsson Eggert Gilfer Þórhallur Árnason.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.