Nýja dagblaðið - 23.07.1938, Page 4

Nýja dagblaðið - 23.07.1938, Page 4
RYKJAVÍK, 23. JÚLÍ 1938. NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ARGANGUR — 167. BLAÐ GAMLA B I Ó Á skyrtunni ! | gegnumbæínn j afar fjörug gamanmynd Aðalhlutverkið leikur Gene Raymond Hitnæli 2 HERBERGI OG ELDHÚS óskast 1. september. Upplýsingar í síma 2195. DUGLEGUR og ábyggilegur bílstjóri óskar eftir atvinnu við eitthvert fyrirtæki. Sanngjarnt kaup. Uppl. fást í síma 2353. Austuríerðír i Ölfus, Grímsnes, Laugardal, Bísk- upstungur að Geysi í Haukadal, frá Bifreiðast. Geysi Sími 1633 ,,Brúaríoss“ fer á fimtudagskvöld 28. júlí, um Vestm.eyjar til Grimsby og Kaupmannahafnar Aukahafnir: Norðfjörður Farseðlar óskast sóttír á miðvikudag. Ms. Dronning Alexandrine fer á mánudagskvöld w 25. p. m. fil Isafjarðar, Siglufjarðar, Akureyr- ar. Þaðan sömu leið til baka Farpegar sækí far- seðla fyrir hádegi á laugardag. Fylgibréf yfir vörur komi á laugardag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Rógburður „drauganna(( (Framhald af 3. sídu.) stjórnar, að reynt hefir verið að stöðva skuldasöfnunina við út- lönd. Þegar erfiðleikarnir eru mestir, og búað er að hlaða upp skuldum erlendis, svo að við þurfum árlega, að því að talið er, að legja upp 10—12 milljónir króna fyrir greiðslu afborgana og vaxta áöur en farið er að hugsa fyrir kaupum á lífsnauð- synjum þjóðarinnar, og er samt enginn efi á því, að hægt er að komast af, ef atvinnuvegirnir ganga sæmilega, en leikur einn hefði það verið á góðu árunum, þegar íhaldssukkið var sem mest, að safna fé í stað þess að safna skuldum. Það, sem nú er á þjóðina lagt, stafar fyrst og fremst af eyðsl- unni á góðu árunum, því að þótt lán hafi verið tekin af Fram- sóknarmönnum, þá hafa þau öll gengið til arðbærra fyrirtækja og gefið margfaldan gjaldeyri, eins og t. d. síldarverksmiðjurn- ar. En næstum hver eyrir af þeim tugum miljóna, sem sóaö var á tímabili íhaldsins fór í óarðbæra og fánýta hluti, — og undir afleiðingum þess stjórn- arfars stynur þjóðin nú. Það fé fór allt til að lifa um efni fram, til of dýrra bygginga og óhófs í lifnaðarháttum yfirleitt. Hið mikla fjármagn, sem barst hér að á góðu árunum, er horfið. Það er þetta, sem þeir hljóta að reka augun í, er lána hingað fé. Það er þvi næsta augljóst hvar sökin liggur, þegar talað er um skuldirnar við útlönd og þá erf- iðleika, sem kunna að verða á leið okkar í útvegun lánsfjár með hagkvæmum kjörum. í þessu sambandi er rétt að minna á Hitaveitulánið. Líklegast er það einhver dæmalausasta framkoma hjá Pétri Halldórssyni, sem sögur fara af í sambandi við það mál. Undirbúningur málsins er allur með fádæmum og skal hann ekki rakinn hér. En á það skal minnt, að rétt fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar fór Pétur utan án þess að láta nokkurn um það vita, og þegar heim kom, kvaddi hann blaðamenn á fund sinn og sagðist vera búinn að fá lán í Lundúnum til hitaveitunnar. í bæklingi, sem gefinn var út um þetta leyti var staðhæft, að ekki væri annað eftir en ganga form- lega frá lántökunni. Þegar búið var á þennan hátt að fleka al- menning í kosningunum, og festa allsstaðar upp mynd af stórri og sterklegri hönd, er sóp- aði reyknum af Reykjavíkurbæ, táknmynd um starfsemi borg- arstjórans og hins mikla „sjálf- stæðisflokks“, — þá fór að kvis- ast að Pétur hefði sagt ósatt. Eftir kosningarnar fer Pétur enn úr landi. Kemur heim; kall- ar fyrir sig blaðamenn og segir að sennilega tali hann ekki eins óvarlega og í fyrra skiptið þótt hann tilkynni að gott útlit sé um lántökuna. Það sé aðeins eftir að verkfræðingur frá til- teknu landi líti á áætlanir þær, sem gerðai hafi verið, og að því loknu muni allt vera í bezta lagi. — Þegar líður að þinglokum, kvisast enn á ný, að Pétur muni hafa sagt ósatt, — en nú vanti ekki annað en ríkisábyrgð. Þeg- ar hún ,er veitt, siglir borgar- stjóri í þriðja sinn til útlanda, og hefir nú dvalið tveggja mán- aða tíma í þeirri för, eða alls verið í förum nálega hálft ár í þessum erindum. Vilyrði er veitt fyrir þessu láni, — en af einhverjum óskiljanlegum ástæð um virðast vonirnar nú vera al- gerlega að bregðast. Þegar Sjálf- stæðismenn skrifuðu fyrst um lántökuumleitanir ríkisstjórnar- innar erlendis, töldu þeir að Reykjavíkurbœr hefði svo mikið traust erlendis, að hann gæti fengið lán erlendis, þótt ríkis- sjóður fengi neitun. Nú kveður við annan tón. Vonandi tekst það, að fá lán til hitaveitunnar, og væri það meira en lítill slysni ef það reyndist ekki mögulegt, jafn- glæsilegt fyrirtæki og hér er um að ræða. En þrátt fyrir það, hve gróðavænleg hitaveitan er, er ráðsmennska Péturs borgar- stjóra þannig í þessu máli, að hann virðist með öllu óhæfur til að leysa það. Sannleikurinn er sá, að ef þetta mál hefði verið vel undirbúið, þá er fyrirtækið að flestra dómi svo glæsilegt, aö ekki ætti að valda neinum örð- ugleikum að afla fjár til þess. Þó hefir borgarstjóra tekizt að halda þannig á málinu, að enn fæst ekkert lán. Hefir Pétri Hall dórssyni komiö í koll óheilla- spár og níð flokksblaða hans um fjárhag landsins. Það er sama hvar gripið er niður, hvort heldur talað er um eyðslu, innflutningshöft, gjald- eyrisvandræði eða lántökur. Hvert orð, hver setning íhalds- blaðanna, sem rituð er til árás- ar á núverandi stjórn, verður aðeins til að minna á óheilla- afskipti þeirra sjálfra af þess- um málum. aðeins Loftur, Viðftal við Guftftorm J. Gutftormsson (Framhald af 1. síðu.) verzlun er með samvinnusniði. Nú gengur mjög skæð drep- sótt í hestum í Kanada og Bandaríkjunum og er bændun- um mjög þung í skauti. Hún var að byrja að stinga sér niður í Gimlisveitinni, þegar ég lagði af stað að heiman. Ennþá hefir ekki tekizt að finna ráð við þessari skæðu sýki. — Er íslenzku máli að hraka vestra? — Nei, það held ég ekki. Það er mikil þjóðleg vakning vestra og sérhver íslendingur er stolt- ur af ætterni sínu. Hin yngri kynslóð er mjög hneigð til ljóðalesturs. Annars er þar naumt um íslenzkar bækur héð- an að heiman, þótt leitt sé. ís- | lenzk sönglist er líka í blómgun og eiga Vestur-íslendingar Brynjólfi Þorlákssyni, núver- andi stjórnanda Karlakórs al- þýðu, mikið að þakka í því efni. R-vík er skípulagslaus (Framhald af 1. síðu.) ekki væri til samþykktur skipulags- uppdráttur af bænum svo að menn gætu vitað, hvernig bærinn ætti raun- verulega að líta út og hagað sér eftir því. Það mætti alls ekki vera komið undir geðþótta byggingarnefndar og einhverra manna í þjónustu bæjar- ráðs, að hringlað væri til og frá með það, hvar og hvernig götur ættu að liggja. Meirihlutinn taldi sig engar umbæt- ur þurfa að gera í þessúm málum og felldi tillöguna. Má því búast við, að sama stjórnleysið haldist í þessum málum áfram, ef löggjafarvaldið tek- ur ekki í taumana. SíSSan er fögur sveit. Fastar áætlunarferðir frá Rvík að Kirkjubæjarklaustri alla þriffjudaga. Frá Kirkjubæjar- klaustri til Reykjavíkur alla föstudaga. Vandaffar bifreiffar. Þaulæfðir bílstjórar. Afgr. Bif- reiffastöff íslands. Sími 1540. — N Ý J A B í 6 ILeikaralíf í Hollywood | (A Sftar ís Born) Hrífandi fögur og til- komumikil mynd. er ger- ;í; ist í kvikmyndaborginni !;!: Hollywood |: Öll myndin er tekin í ;•;• eðiiiegum litum Teclini ;i; color iíji Affalhlutverkin leika | Fredric March °g I Janeft Gaynor Samníngur hafnarstj. (Framhald af 1. síðu.) þá braut að taka lán, enda þótt þau væru talin með lágum vöxtum, ef svo ! væru raunverulega há afföll af láninu | fólgin í því, að efni, sem skylda væri j að kaupa í sambandi við lánveiting- una, væri keypt allt of háu verði. Minnti hann þar á önnur dæmi eins og t. d. það fjarstæða verð, sem staðið hafði til að greiða fyrir efni í hita- veituna í sambandi við umtalaða lán- töku í Englandi £ vetur. Benti hann ennfremur á, að það væri skylda meirihlutans í bæjarstjórninni að gefa allri bæjarstjórninni nákvæma skýrslu um, hver væru raunveruleg kjör á þeim lánum, sem hún væri látin sam- þykkja. Beztu kolín Slmar: 1964 og 4017.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.