Nýja dagblaðið - 28.07.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 28.07.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Nikolai Jeshov heitir einn óttalegasti maður Rússlands, lít- ill maður og hjólbeinóttur. Þeg- ar Jagoda féll í ónáð varð hann innanríkismálaráðherra og for- ingi rússnesku leynilögreglunn- ar. — Þegar byltingin brauzt út var Jeshov algerlega óþekktur maður, vann í verksmiðjum og ól í brjósti skefjalaust hatur til allra, er unnu andlega vinnu. Sömu augum leit hann á bœnd- urna. — Jeshov varð eftir bylt- inguna gerður að embœttís- manni i afskekktu héraði. Þeg- ar kom til átakanna milli Stal- ins, Trotskis og Sinovjevs var hann kallaður til Moskva. Hann reyndist nú þœgur Ijár í þúfu. Hann framkvœmdi hinar djöful- legustu ráðagerðir án þess að kveinka sér og hlaut sifellt aukin völd að launum. Árið 1934 var hann gerður að einum œðsta embœttismanni Kommúnista- flokksins. Þegar hér var komið hóf hann sókn mikla á hendur andstœðingum sínum. Þau við- skipti hafa oftast endað á einn veg, og þegar með þurfti var Stalin reiðubúinn til hjálpar. Nú eru skœðar tungur teknar að hvísla um það, að Jeshov muni œtla sér hœrra, og sé kannske ekki svo sérlega hug- leikið að launa Stalin vegtyllur sínar með góðu einu. * „Konungurinn“ í Kambodja tók nýlega að sinna kauphallar- braski í Evrópu og Ameríku. Af- leiðingin hefir þó orðið mjög sorgleg fyrir hans hátign Siso- wath Monivong. Hann hefir neyðzt til þess^að skilja við 100 af 200 eiginkonum sínum. Tekj- ur hans voru ekki nœgar til þess, bœði að halda uppi svo stórri fjölskyldu og seðja grœðgi fjárplógsmanna í kauphöllun- um. * í Cedarhurst i Ameríku lifir hœna ein, sem nauðulega slapp hjá lifláti. Hún hafði langa hríð ekki orpið einu einasta eggi og dag nokkurn missti eigandinn þolínmœðina og ákvað að höggva fuglinn. Með hárbeitta öxi í hendinni labbaði hann af stað út í hœnsnahúsið. Þegar þangað kom heyrði hann mikið gagg . og varphljóð í hænsnum. Það mýkti ekkert hans harða hjarta. En þegar hann œtlaði að fara að fanga hinn arölitla fugl, rak hann augun í gríðarstórt egg, sem lá í hreiðurkassanum henn- ar. Það reyndist að vega hvorki meira né minna en hálft pund. Þetta varð hœnunni til lifs og mikillar frœgðar. * Ég er að velta því fyrir mér, hvort íslenzka heitið Valtýr tákni ekki úrvalsnaut, fyrst að danska nafnorðið Tyr þýðir naut. * TIL ATHUGUNAR: Fegurð konunnar er komin undir því, hve hún er elskuð heitt. A. Vivanti Chartres. Reykjavík - Akureyrí Næsta nraíSfcrð um Akraues til Ak- : ureyrar er á mánudag Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. Kjötyerzlanir Seljum hreinsaðar kíndagarnir. GARNASTÖÐIN, Reykjavík. Sími 4241. VtRGlNIA CIGAREIIUR 'UStk Pákkínn Koslar Fdsé i öfium varz/unum. Rcyhíd Agætt saltkjöt ai veturgömlu ié iæst næsiu daga í hálfum og kvarttunnum. Samband isl. samvinnufélaga Sími 1080. AUSTURFERÐIR s í Olius, Þrastalund, Grímsnes, Laugarvatn, Laugardal, Biskups- tungur að G e y s i í Haukadal irá Bífreiðast. Geysi Sími 1633. K A U P I Ð LLNDA og SVARTFLGL í miðdagrsmatinn, hjá JÖNI og STEINGRlMI Sími 1240. „Brúarioss“ fer í dag kl. 6 síðdegis, um Vest- mannaeyjar til Grimsby og Kaupmannahafnar. Aukahöfn: Norðfjörður. „Goðaioss“ fer á föstudagskvöld 29. júlí vestur og norður. Farseðlar óskast sóttir í dag. Beztu kolín BEIR H. ZDE0A Símar: 1964 og 4017. aðeins Loftur. S vílílu Svifflugið barst til Danmerkur 1924, þegar Det kgl. danske aéro- naiítiske Se'lska,h bauð þýzka verkfræðingnum A. Martens til Kaupmannahafnar, til að halda þar fyrirlestur um svifflug, en hann er einn af fyrstu svifflygl- um heimsins. Áður höfðu mjög fáir menn fengið áhuga fyrir þessari íþrótt og reynt að kynna sér hana. Þessir menn ákváðu að gera eitthvað að gagni fyrir svif- flugið í Danmörku og reyndu að vekja áhuga meðal æskunnar í landinu. Svifflugið náði ekki miklum framförum á næstu tíu árum. Peningaskortur hamlaði fram- kvæmdum og skilningsskortur- inn var tilfinnanlegur. Menn litu á þá, sem svifflug stunduðu sem stór börn, er léku að flugdrekum. Svifflugið var um langa hríð að- eins smályftingar, með þeim svifflugum, er þeir byggðu sjálf- ir. Margir reyndu að svífa, en þeir voru einnig margir, sem ; hættu aftur, og fáir sem entust til að halda áfram. En þannig vill ætíð fara með allt braut- ryðjendastarf. 1934 kom skriður á málið. Þá i var Dansk Svæveflyver-Union ' stofnuð, og það hóf svifflugið til ; vegs í Danmörku. 1 Danmörku í eftirfarandi grein, sem birtist í Berlingske Tidende 17. þ. m., er sagt frá þróun og starfsháttum svifflugfélagsskap- arins í Danmörku, lýst helztu prófum, skýrt frá helztu heimsmetum o. s. frv. Síðan þessi grein var skrifuð, hefir danska metið verið bætt úr 5.20 klst. upp í 8 klst. Svifflugið tók nú á sig fast form og nú voru það ekki lengur unglingar, heldur fullþroskaðir menn, sem tókust á hendur for- ustuna. Flestir svifflugsiðkendur Danmerkur eru nú á aldrinum 30—40 ára. Það var áður mjög erfitt að komast á loft, en nú komast byrjendur yfir örðug- leikana á furðanlega auðveldan hátt. Menn vita nú hvernig á að smíða svifflugur og hvernig á að stjórna þeim. Nú er aðeins flogið á sæmilegum sviftækjum, sem sambandið hefir viðurkennt. Hvernig gengur það núna að verða svifflygill? Gerum ráð fyrir, að tvo unga menn, sem eiga heima einhvers- staðar úti á landi x Danmörku, þar sem ekkert svifflugfélag er, langi til þess að taka þátt í svif- fluginu. Þeir skrifa þá samband- inu, sem lætur þeim í té allar upplýsingar um hvernig þeir skuli stofna félag, afla sér bygg- ingarefnis, verkfæra o. s. frv. Þessir ungu menn geta þegar tekið til starfa. Þeir safna saman 8—10 félögum og stofna svif- flugfélag, og á 6—7 mánuðum geta félagarnir smíðað renni- flugu. Fulltrúi svifflugssambandsins fylgist með smíðinni og viður- kennir fluguna, ef hún er þess verð. Síðan byrja æfingarnar og þeim stjórnar einhver af hinum eldri svifflyglum, sem hefir reynslu og réttindi. 4—5 sunnudaga æfing getur verið næg til þess að fá réttindi sem svifflygill. Prófunum er skipt, og eru A, B og C próf þau algengustu. Flugsambandið veit- ir prófskírteini, en svifflugsam- bandið starfar í samráði við flugsambandið. Fyrsta prófið er A próf. Til þess þarf 5 renniflug og lenda verður á ákveðnum’bletti. Ekkert flugið má vera skemmra en 30 sek. og þau verða að vera rétt af hendi leyst. Slíkt svif tekur vi^njulega 0j00—'700 metra og renniflugan kemst upp í ca. 100 metra hæð. Þegar A prófi er náð, heldur svifflugmaðurinn áfram að æfa undir B próf. Til að ná því þarf einnig 5 svif í lokaðri flugu og lenda verður alltaf á þeim stað, sem lagt er frá, eða innan 25 metra frá þeim stað. Tvö fyrstu flugin skulu flogin til vinstri, önnur tvö til hægiú og fimmta flugið skal fljúga þannig að það myndi töluna 8. Ekkert þessara fluga má vera skemmra en 1 mín. Við þessi flug nær flygillinn 300 m. hæð. C prófið er mun erfiðara. Til þess þarf sérstakt landslag, þar sem uppstreymi er. í Danmörku er slíkt að hafa við strendurnar, eins og til dæm- is Raageleje, Stevns Klint og víðar á vesturströnd Jótlands. Við þetta koma peningarnir fyrst til skjalanna fyrir alvöru. Flytja þarf flugtækin, vindur og menn til staðarins, þegar veður er hagstætt, og þetta er ekki hægt að gei'a kostnaðar- laust. Til þess að ná C prófi, verður flygillinn að halda flugunni uppi í 5 mín. án þess að lækka og hann verður einnig að lenda þar sem hann lagði af stað. (Framh. á 4. siöu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.