Nýja dagblaðið - 28.07.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 28.07.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 28. JÚLÍ 1938 6. ÁRGANGUR 171. BLAÐ G A M L A BfÓ Skaðlegur söguburður Spennandi og áhrifamikil amerísk talmynd. Aðalhlutverkin leika: Wtirren Willimns, Karen Morley, Lewis Stone. Svifflug í Danmörku (Frh. af 2. síðu.) Tvö próf eru ofar þessum þrem. Annað þeirra heitir a-C, en hitt silfur-C. Fáir af svifflygl- um Danmerkur hafa náð a-C, en það er tekið í Þýzkalandi. Til að ná a-C, verður að standast fræðilegt próf, sem samsvarar prófi áhuga-flugmanna. Auk þess þarf nokkurra stunda „hang“-flug. Meira þarf til þess að ná silfur-C, m. a. 5 stunda flug og 1000 metra hæð. í Danmörku er það fólk af öllum stéttum, sem iðkar svif- flugið, sendisveinar, verkamenn skrifstofumenn, stúdentar og verkfræðingar. Þeir eru allir fé- lagar í félögunum og allir ná þeir svipuðum árangri. Svifflug- menn halda því fram, að hver sá, sem geti lært á hjóli, geti einnig lært svifflug. En hvað kostar það, að vera svifflugmaður? Það er í sannleika sagt ekki dýrt. Það kostar ca. 450 krónur að smíða skólaflugu. Þegar 10 menn eru saman um það, koma ekki nema 45 kr. á mann. Þessara peninga skal aflað á þeim 6—-7 mánuðum, sem flugan er í smíðum. Teikningarnar að flugunni kosta ca. 20 kr. En fé- lagið verður einnig að hafa vindu til þess að hefja fluguna. Til þess má nota bifreiðargarm, sem oft má fá fyrir ca. 400 kr. í Danmörku er nú um 200 svifflugmenn, sem náð hafa prófi. En svifflugið fær nú stöð- ugt aukna útbreiðslu. Svifflug- félög eru stofnuð hvarvetna um landið og menn gera sér von- ir um að innan skamms muni um 1000 manns verða virkir þátttakendur í svifflugi. Lengsti tími, sem danskur svifflygill hefir getað svifið sam- fleytt, er 5 stundir og 20 mín. Þetta met var sett í maí í vor af Erik Ploug Hansen, sem er tré- smiður, 21 árs. 22. maí steig hann upp við Stevns Klint til þess að ná C-prófi, og átti, eins og áður er skýrt frá, að halda sér á lofti í 5 mín. án þess að lækka. En 5 múnúturnar urðu að 5 stundum og 20 mín. Hann sveif fram og aftur í allsnörpum vindi, allan seinni hluta dagsins. Eldra metið átti Edmund Sarovy véla- maður, sem sveif í 3 stundir og 22 mínútur á sama stað í desem- ber 1937. Frú Förslev hefir þó svifið í meira en 7 stundir erlendis. Alþjóðamet í svifflugi eru NYJA DAGBLAÐIÐ! Munið Hótel Valhöll Þar verður bezt að vera um helgina. DANZ öll kvöldin (laugardag, sunnudag og mánudag). Ferðir um vatnið ef óskað er. Ókeypís tjaldstœði í Brúsastaðalandi. nokkuð öðruvísi útlits. Þjóðverj- ar hafa ætíð verið leiðandi í sviffluginu, en Rússar sækja hart að þeim. Sá, sem hefir náð lengstum sviftíma, er þýzki verkfræðing- urinn Ernst Jachtmann, sem hefir skóla fyrir svifflygla á eyj- unni Sild, en þar hafa einnig vei'ið danskir svifflugmenn. Hann hefir svifið í flugutegund- inni „Grunau Baby“ í 40 stundir og 55 mín. Rússinn Golovin er á hælum honum, hefir aðeins 5 mín. skemmri tíma. Annar Rússi, Sukhomlinov, á heimsmet í svif- flugi með farþega, og er það 24 stundir og 10 mínútur. Sá, sem lengsta vegalengd hefir flogið, er Þjóðverjinn Ru- dolf Oeltzschner, en hann flaug 504.2 km. í beina línu, á fimmt- ánda Rhön-mótinu. Þjóðverj- arnir Burzlauer og Baumann hafa flogið 75.2 km. í tveggja sæta svifflugu. Þjóðverji á einnig hæðarmet- ið. Er það Stiring, sem hefir náð 6000 metra hæð. Metið er samt aðeins 4680 metrar, þar eð hann var dreginn upp af vél- flugu. Þjóðverjinn Ziller, sem er stjórnandi ríkisskólans við Gru- nau, hefir komizt í 4900 metra hæð yfir sjó með farþega. Hér skulu einnig tilgreind tvö met fyrir konur: Hanna Reitsch hefir flogið 350 km. og Feodora Schmidt hefir svifið 23 stundir og 42 mínútuf. Að lokum er rétt að geta um nokkur sérstæð svifflugafrek. Austurríkismaðurinn Kronfeld sveif í 41/2 stund yfir Napoli-fló- anum og rúmar 20 mínútur yfir gíg Vesúviusar. Sami Austurrík- ismaður hefir hið svonefnda „Prix Puy de Dome“, sem hann hefir náð við að leggja af stað frá tindi fjallsins Puy de Dome, sem er 1465 metra hár, og lenda á tindi fjallsins Banna d’Ordan- che, sem er 1515 metra hár. Þessi fjarlægð er 15 km. og hann flaug hana á 2 stundum. Svisslendingurinn Schreiber sveif fyrstur yfir Alpana, en hann fékk gullmedalíu á Olym- píuleikunum í Berlín 1936. 30. maí í fyrra flugu Þjóðverj- arnir Karch, Dittmar, Ruthart, Klein, Kracht og Hanna Reitsch í fylkingu yfir Alpana. Þau lögðu af stað frá Salzburg og lentu öll við Udine í Ítalíu, er þau höfðu svifið 200 km. Daginn eftir sveif Þjóðverjinn Osann þessa sömu vegalengd. Rétt er að geta þess, hvað Þjóðverjar gera fyrir svifflugið. í janúar 1934 var sendur stór leiðangur til Brazilíu, til þess að rannsaka loftstraumana yfir skógunum og til þess að athuga hvernig skilyrði hitabeltislofts- lagið byggi sviffluginu og flug- samgöngum yfirleitt. Stjórnandi leiðangursins var prófessor Ge- orgii. Hinir kunnustu af þýzkum svifflyglum voru þátttakendur í leiðangrinum, og þeir höfðu meðferðis fjórar svifflugur og eina vélflugu. Leiðangurinn var kostaður af þýzka flugmála- ráðuneytinu, verzlunarmála- ráðuneyti Prússlands og Wúrten- Gultormi skáldi iylgt úr hlaði (Framhald af 3. síðu.) Hefir Guttormur því unnið hin bókmentalegu störf sín und- ir andvígum skilyrðum; og vafalaust ber því ekki að neita, að hin óhægu kjör, sem hann hefir átt við að búa, hafa orðið steinn á vegi þroska hans. En svo rík og þróttmikil er skáld- gáfa hans, að hann hefir sigr- azt á mótdrægum lífskjörun- um og orkt svipmikil og djúp- úðug kvæði um hin hversdags- legustu efni innan þröngra tak- marka athafnasviðs hans. En svo er því alltaf farið um hin sönnu og mikilhæfu skáld; þeim verður sjálft grjótið að gulli, í andlegum skilningi. Jafn algengt fyrirbrigði vestan hafs eins og býflugnaræktin verður Guttormi áhrifamikil og algild táknmynd andlegrar harmsögu sjálfs hans, og meginþorra manna, eins og prófessor Wat- son Kirkconnell hefir réttilega lagt áherzlu á. Og óneitanlega er bókmennta? starfsemi Guttorms bæði harla mikil að vöxtum og fjölskrúðug, þegar aðstæður hans eru tekn- ar með í reikninginn. Meginið af kvæðum hans fram til ársins 1930 er að finna í ljóðasafninu „Gaman og alvara“, sem út kom í Winnipeg það ár, því að þar eru, auk síðari kvæða hans, flest kvæðin, sem prentuð voru í safninu „Bóndadóttir" (1920) og allur flokkurinn „Jón Aust- firðingur“ (1909). Þó ber þess að geta, að Guttoxmur hefir orkt mörg góðkvæði síðan 1930, er birt hafa verið í íslenzkum blöðum og tímaritum beggja megin hafsins. Enginn fær lesið ofannefnt heildarsafn ljóða Guttorms, svo að lestur geti talizt, án þess hann sannfærist um, að þar er skarpgáfað og sérkennilegt skáld að verki, — skáld, sem á bæði djúpa og hvassa sjón, og er miklum andlegum þrótti gætt. Yrkisefni Guttorms eru einnig næsta fjölbreytt. Með sanni hefir hann þó verið nefndur „helzta skáld“ íslenzkr- ar landnámstíðar vestan hafs og anda hennar. Söguljóðið „Jón Austfirðingur" er úr þeim jarð- vegi sprottið, átakanleg og glögg lýsing af brautryðjanda- berg og Notgemeinschaft der deutschen Wissenschaft. í þess- ari för náði flugmaðurinn Hein- rich Dittmar 4200 metra hæð í svifflugu sem dregin var af vél- flugu í 350 metra hæð. Þetta var þá mjög glæsilegt met. lífi margra íslendinga í Vestur- heimi, þrautum þeim og erfið- leikum, sem þeir urðu að sigr- ast á, eða bíða lægri hlut í bar- áttunni. Hagsæld niðja þeirra var dýru verði keypt. Mörg minnisstæð kvæði og prýðisvel orkt eru í ljóðabálki þessum, og hann er í heild sinni, að minnsta kosti óbeinlínis, drengileg lofgerð um þraut- seigju og manndóm landnem- ans, sem ekki lætur bugast. Framhald. Kveðjusöngur (Framhald af 1. síðu.) þeirrar stærðar, að hann er tví- mælalaust jafnoki heimsfrægra söngvara. Árnaðaróskum honum til handa og þakklæti, fylgja getur og spár margra íslenzkra söngvina um farnað hans og frægð á ókomnum árum. Slíkar spár og vonir um íslenzka heims- frægð eru að vísu aldrei kvíða- lausar og sízt þar sem við svo raman reip er að draga um harða samkeppni í sókn til há- frægðar í mannanna æðstu list. Kemur þar til greina ekki ein- ungis dáð og snilld þess manns, sem hlut á að máli, heldur ham- ingja og skilningur þjóðar hans um þann stuðning, sem að haldi kemur. Og þá rís þessi spurning: Ber þjóðin gæfu til, fyrir ein- stakra manna framtak eða opin- bera tilhlutun, að veita honum brautargengi að yzta marki þeirra vona, sem með réttu vaka í vitund íslenz'kra listunnenda, en sem hljóta þó að eiga tor- sótta leið að markinu? 27. júlí 1938. Jónas Þorbergsson. Norrænu kenaasarnír á förum (Framhald af 3. síðu.) En um leið og við væntum þess, að hinir framandi gestir megi fara héðan með ánægju- legar endurminningar og hlýj- an hug, skal hinu ekki gleymt, að koma þeirra hingað hefir orðið okkur, islenzku kennur- unum, er nutum þess að kynn- ast þeim, einkar hugþekk og minningarík. Við þökkum þeim áreiðanlega hver og einn ánægjulegar sam- verustundir. Við vitum, að kennararnir geta, flestum öðrum fremur, mótað þá æsku, sem á sínum tíma tekur við forystumálum fólksins, hver I sínu landi, mót- að kynslóð fi’amtíðarinnar til giftusamra starfa og farsællar tilveru. IN Ý 1 A B í 6 | Heimsókn | hammgjuim&r 1 | Amerísk stórmynd frá Uni- | | versal Film, gerð eftir < hinni víðlesnu sögu, IMI- s | TATION OF LIFE, eftir | 4 amerísku skáldkonuna » | FANNY HURST. | | Aðalhlutverkin leika: S | Claudette Colbert, | | Warren Williams, | | Ned Sparks o. fl. | | AUKAMYND: I : Verlefall storhanna $ | Litskreytt teiknimynd. !;!; - Kaup og sala - Store Nordiske Konversations Leksikon, 23 bindi til sölu. Enn- fremur Sögufélagsbækurnar frá byrjun. Upplýsingar í síma 2280. BIFREIÐAR. Notaðar fólks- og vörubifreiðar og mótorhjól til sölu. Stefán Jóhannsson, sími 2640. Síðan er föt/ur sveit. Fastar áætlunarferðir frá Rvík að Kirkjubæjarklaustri alla þriðjudaga. Frá Kirkjubæjar- klaustri til Reykjavíkur alla föstudaga. Vandaðar bifreiðar. Þaulæfðir bílstjórar. Afgr. Bif- reiðastöð íslands. Sími 1540. — M.s. Dronníng Alexandrine fer mánudagskvöldið 1. ágúst til Kaupmannahafnar (um Vest- manaeyjar og Thorshavn). Þar eð öll farþegarúm eru upp pöntuð, er nauðsynlegt að þeir, sem fengið hafa loforð fyrir fari, sæki farseðla í síðasta lagi fyrir kl. 6 í kvöld; annars seldir öðr- um. Allur flutningur þarf að koma fyrir hádegi á laugardag, 30. þ.m. Skipaafgreiðsla Jes Zímsen Tryggvagötu. Sími 3025. Með þeirri ósk, að norræni fundurinn að Laugarvatni megi verða í þágu þess mikla mál- efnis — beint og óbeint — árn- um við hinum norrænu frænd- um okkar allra heilla og þökk- um þeim fyrir komuna. Hallgr. Jónasson.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.