Nýja dagblaðið - 28.07.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
nittirmi skðlli Irlgt ii lliil
Eftir próf. RICHARD BECK
VÝJA DAGBLAÐÐ9
Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f.
Rltetjórl:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RltstJ ómarskrlf stoíumar:
Llndarg. 1 D. Slmar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýstngaskrlfstofa:
Lindargötu 1D. Siml 2323.
Eftlr kl. 5: Síml 3948.
Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuðl.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Bim&r 3948 og 3720.
Eyðslan
Það er viðurkennt af öllum,
sem nokkuð þekkja til, að fram-
leiðslan í landinu standi nú
mjög höllum fæti, en afkoma
þjóðarinnar byggist þó fyrst og
fremst á því, hvernig henni
vegnar.
Pramleiðslan hefir átt við
margvíslega örðugleika að
stríða á undanförnum árum.
Sjávarútvegurinn hefir orðið
fyrir stórfelldum markaðstöp-
um, verðhruni og aflaleysi þrjú
ár í röð. Skæð fjárpest hefir
herjað sum helztu sauðfjárhér-
uð landsins og lélegur heyfeng-
ur hefir á síðastl. vetri stór-
minnkað mjólkurframleiðsluna.
í sumar eru horfurnar slæmar
með heyskapinn og síldarafl-
ann.
Örðugleikar framleiðslunnar
eru þó ekki fólgnir, nema að
nokkru leyti í þessum óviðráð-
anlegu orsökum. Margt af þeim
eru hrein sjálfskaparvíti, sem
eiga rætur sínar í því, að frá
tveim hliðum hefir verið reynt
að leggja meiri byrðar á fram-
leiðsluna, en hún hefir getað
borið.
Annarsvegar er hin tiltölu-
lega fjölmenna eyðslustétt, sem
risið hefir upp við sjávarsíðuna
undanfarna áratugi og byggt
hefir tilveru sina á ofþennslu
bæjanna og hinum hraðvax-
andi sjávarútvegi. í þessum
hópi hafa verið stórútgerðar-
menn, heildsalar, kaupmenn,
húsabraskarar o. s. frv. Þetta
fólk hefir gert miklar kröfur
til lífsins, byggt skrautlegar
„villur“, eytt miklu fé í
skemmtiferðalög, haldið dýrar
veizlur, haft íburðarmikið mat-
aræði og fylgt erlendri óhófs-
tízku í klæðaburði. En allur
hinn mikli kostnaður af þessum
óhófslifnaði hefir fyrr eða síðar
bitnað á framieiðslunni í háum
forstjóralaunum við atvinnu-
fyrirtækin, hóflausri eyðslu á
gróða útgerðarfélaganna á
góðu árunum, mikilli verzlun-
arálagningu, hárri húsaleigu og
öðrum álögum, sem knúð hafa
neytendur bæjanna til að auka
kröfurnar til framleiðslunnar.
Hinsvegar hafa verið leiðtogar
sósíalista og kommúnista, sem
einkum hafa reynt að vinna sér
fylgi með því, að gera miklar
kaupkröfur til framleiðslunnar
fyrir verkalýðinn og talið það
sína mikilvægustu sigra, ef þeim
heppnaðist að koma einhverju
af kröfunum í framkvæmd.
Þess hafa þeir ekki gætt, að
með því að ofþyngja framleiðsl-
unni, hafa þeir unnið að því í
félagsskap við eyðslustéttirnar
að framleiðsla bæjanna hefir
smásaman dregizt saman og at-
vinnuleysið aukizt. Kaupkröfu-
sigrarnir hafa þannig beinlínis
stutt að því að gera kjör verka-
fólksins örðugri en þau voru
meðan framleiðslan var fjár-
hagslega traustari og gat því
veitt meiri og öruggari atvinnu.
Kröfur sósíalista og kommún-
ista byggjast á tvennskonar
misskilningi. í fyrsta lagi sjá
þeir ekki að kjör verkafólksins
verða ekki bætt með kaup-
hækkun einni saman, þegar
milliliðirnir klófesta hana jafn-
harðan aftur með aukinni á-
lagningu og dýrtíð. í öðru lagi
hafa þeir ekki miðað kröfurnar
við getu framleiðslunnar heldur
starblínt á óhóf eyðslustéttar-
innar og hugsað sér að lífskjör
alls almennings gætu orðið í
samræmi við það.
Þessi hugsunarháttur hefir
gert víðar vart við sig, m. a. í
launagreiðslum ríkisstofnana
og ýmsra hálfopinberra stofn-
ana eins og bankanna og Eim-
skipafélagsins. Vegna ógæti-
legrar meðferðar á fé einkafyr-
irtækja í launagreiðslum, hafa
þessar stofnanir dregizt út í
einskonar samkeppni i þeim
efnum. Þar er því algengt að
óbreytt skrifstofufólk hafi tvö-
föld til þreföld laun á við með-
albónda. Slíkt fordæmi hlýtur
vitanlega að hafa það í för með
sér, að kröfur þeirra, sem við
framleiðsluna vinna, færast í
aukana, og fleiri og fleiri reyna
að komast þaðan og fá sér ein-
hver þægileg skrifstofu- eða
búðarstörf, sem eru ekki aðeins
gagnslaus, heldur til tjóns fyrir
heildina.
Þeir óviðráðanlegu erfiðleik-
ar, sem nú heimsækja þjóðina,
hljóta að gera mönnum ljóst að
sjálfstæði hennar verður ekki
varðveitt, ef óhófslíf braskar-
anna á að vera sú fyrirmynd,
sem mótar kaupkröfur verka-
lýðsfélaganna og almennar
launagreiðslur. Og engum telj-
andi byrðum verður létt af
framleiðslunni meðan óhófs-
eyðslan skapar óbærilega dýr-
tíð og hún er látin vera sá
mælikvarði, sem ákveður byrð-
ar framleiðslunnar.
Þjóðin verður þess vegna að
gera strangar ráðstafanir til að
uppræta alla eyðslu, sem er
um efni fram, ef hún ætlar að
tryggja fjárhagslegt sjálfstæði
sitt og efla framleiðsluna. Sem
allra flestir einstaklingar þurfa
að verða beinir þátttakendur í
afkomu framleiðslunnar, í stað
þess að hagsmunir þeirra séu í
því fólgnir að þyngja byrðar
hennar og þeir geti haldið sín-
um hlut óskertum, hvernig sem
framleiðslunni vegnar. Það
reynir á það á næstu árum,
hvort þjóðin metur sjálfstæði
sitt svo mikils, að hún vilji vegna
þess varpa fyrir borð öllum
draumsjónum um samskonar
eyðslulíf og braskararnir- hafa
lifað, en fylgja í þess stað for-
dæmi hins hyggna bónda, sem
ekki eyðir meira en búrekstur
hans getur staðið undir. Þ. Þ.
Kaupið og lesið
IVÝJA DAGBLAÐIÐ
Guttormur J. Guttormsson
skáld mun nú í þann veginn
að leggja á íslandshaf, í heim-
boð landsstjórnar og Alþingis.
Þykir mér því hlýða, að fylgja
honum úr hlaði með nokkrum
orðum og óska honum farar-
heilla. Veit ég, að landar hans
vestan hafs taka einhuga undir
þær óskir, því að þeir telja sér
það sæmdarauka, að honum var
gert svo veglegt heimboð af
hálfu heimaþjóðarinnar, og eru
innilega þakklátir öllum, sem
þar áttu hlut að máli. Einnig
eru þeir sammála um það, að
Guttormur sé vel að slíkri sæmd
kominn, hæfur sessunautur
þeirra Stephans G. Stephans-
sonar og frú Jakobínu John-
son, er áður hafa horfið heim
um haf í fangvíða gestvináttu
heimaþjóðarinnar og „nóttlausa
voraldar veröld þar sem víðsýn-
ið skín“.
En jafnframt því sem grein-
arstúfur þessi flytur Guttormi
skáldi velfarnaðaróskir íslenzkra
samferðamanna vestan hafs,
vona ég, að fáorð lýsing mín á
æfiferli skáldsins og ljóðagerð
opni betur augu ýmsra fyrir því,
hversu merkan gest og mætan
ber að garði ættlandsins, þegar
Guttormur stígur þar á strönd
fyrsta sinni. En sjálfum mun
honum finnast, sem hann hafi
þá vígða mold undir fótum, jafn
djúpum rótum og hann stendur
andlega í íslenzkri jörð, eins og
kvæði hans vitna, enda þótt
hann sé jafnframt víðsýnn
heimsborgari að hugsunarhætti.
Það var Stephan G. Stephans-
son einnig um aðra fram, en að
sama skapi íslenzkur, inn í
hjartarætur.
Þó þetta sé fyrsta heimsókn
Guttorms til íslands — í hold-
inu — er hann þar eigi að síð-
ur gamalkunnugur og gagn-
kunnugur í anda. Hann hefir
drukkið djúpt af lindum ís-
lenzkra fræða, sögu og skáld-
skapar, þó hann hafi einnig
nærst við brjóst enskra og ann-
arra erlendra bókmennta. í
sjónauka fjarsýnnar skáldgáfu
sinnar hefir hann séð ísland
rísa úr sæ í hrikadýrð þess og
sérkennileik:
Þú drottning yztu eyja heims
þar ein, sem hverir vella
og jötnar orga öldugeims
og álfabjöllur hvella.
Og þú ert hamrastakki steind
— í striði féllir ella. —
Með veldissprota spök
og reynd,
í spangabrynju svella.
Enn þá óvenjulegri og djúp-
stæðari er þó sú myndin, sem
hann bregður upp af íslandi í
eftirfarandi kvæði, er hann
flutti á íslendingadeginum að
Hnausum í Nýja íslandi fyrir
tveim árum síðan. Þar hlær við
sjónum hið unga ísland, von-
anna og vorleysinganna land,
séð gegnum gleraugu vestur-
íslenzks skálds; í þeim skilningi,
að þar talar maður af ís-
lensku foreldri, sem borinn er
og barnfæddur vestan hafs og
hefir aldrei ísland séð. Þeim
mun merkilegri er sú mynd,
sem þar blasir við augum les-
andans, og auðfundin er aðdá-
un skáldsins og ást á íslandi:
Fagurt er ísland í anda
oss ýmsum, sem hér voru bornir,
fegra’ en í minninga mistri
svo margra, sem gerst
hafa fornir —
þeirra, sem ekki’ eru angar
af íslenzka stofninum skornir.
Munar því helzt, þegar horfa
menn heim, þó sé loftið
án skýja:
Aldnir sjá ísland hið kalda,
en ungir hið sólríka, hlýja;
aldnir sjá ísland hið gamla,
en ungir hið vaxandi, nýja.
Ekki’ er það hnjúkarnir, holtin
og hraunin, sem framast
vér þráum,
það er ekki’ ísland hið ytra,
sem einkum í huga vér sjáum,
heldur hið andlega ísland,
sem elskum vér, tignum
og dáum.
Dr. Guðmundi Finnbogasyni
geigar ekki ör frá marki, þegar
hann segir um Guttorm skáld í
inngangskaflanum að safnrit-
inu „Vestan um haf“: „Hann
er Kanadamaður og íslendingur
í senn, og þó í heilbrigðu jafn-
vægi“. Ekkert er heldur eðli-
legra, er það er í minni borið,
að Guttormur hefir alið allan
aldur sinn í Kanada, þó í ís-
lenzkri byggð hafi verið. í skáld-
skap hans renna straumarnir
frá hinu landfræðilega og
menningarlega umhverfi hans
saman á mjög merkilegan hátt;
yrkisefnin eru oft ramm-kana-
disk, t. d. „Býflugnaræktin“,
„Indíánahátíðin“, o. fl. Og með
þeim hætti hefir hann numið
íslenzkum bókmenntum nýtt
land. Á hinn bóginn er vald
Guttorms yfir íslenzku máli svo
mikið að furðu sætir, þegar alls
er gætt, þó þess sjáist einnig
merki, að hann hefir þroskazt
við erlend áhrif. Ósjaldan yrk-
ir hann einnig undir þauireynd-
um og rígnegldum íslenzkum
bragarháttum, þó hann fari
einnig oft eigin götur í þeim
efnum.
Guttormur er hinn eini af
höfuðskáldum íslendinga vest-
an hafs, sem fæddur er í landi
þar. Og svo vill til, að hann
stendur nú að kalla má á sex-
tugu. Hann er fæddur 5. desem-
ber 1878 að Víðivöllum við ís-
lendingafljót í Nýja íslandi,
ólst þar upp og býr enn á föður-
leifð sinni á þeim söguríku
slóðum íslendinga þarlendis.
Foreldrar hans, sem fluttust
vestur um haf af Austurlandi,
voru í hópi frumbyggjanna ís-
lenzku í Nýja íslandi; þekkir
Guttormur því af sjón og reynd
strit og stríð landnemanna,
enda hefir hann reist þeim
margan bautastein í kvæðum
sínum. Þegar litið er til ætt-
ernis hans, kemur það eigi
heldur á óvart, að hann yrkir
heilan kvæðabálk um „Jón
Austfirðing".
Guttormur naut aðeins barna-
skólamenntunar; er hann því
flestum fremur maður sjálf-
menntaður; má því með nokkr-
um sanni heimfæra upp á hann
þessa vísu sjálfs hans:
Betra er að vera af Guði ger
greindur bónda-stauli,
heldur en vera, hvar sem er,
„hámenntaður“ auli.
Eins og skáldbróðir hans hinn
íslenzki vestur við Klettafjöllin,
hefir Guttormur orðið að vinna
„hörðum höndum“ við búskap-
arstörfin um dagana, því að
fyrir stórum fjölskyldu-hóp var
að sjá. Má því réttilega snúa
upp á hann eftirfarandi orðum
úr kvæði hans „Við heimför
Stephans G. Stephanssonar
1917“:
Stuðlar hann við strit
stórþjóðarvit,--------
(Framh. á 4. síðu.)
Norrænu kennararn-
ir á lörum
Fyrir stuttu siðan er lokið
móti norrænna kennara að
Laugarvatni. í því tóku aðal-
lega þátt sögu- og móðurmáls-
kennarar, rúmir 40 frá öllum 4
Norðurlöndunum, auk íslend-
inganna.
Sumir erlendu kennaranna
eru þegar farnir heimleiðis,
hinir fara héðan í kvöld, flestir
eða allir.
Það má fullyrða, að dvölin
að Laugarvatni hafi orðið gest-
unum hin ánægjulegasta, bæði
erlendum og innlendum. Er
um þau efni m. a. að þakka
stjórn Norræna félagsins hér,
og þá einkum ritara þess, Guð-
laugi Rósinkranz, er veitti nám-
skeiðinu forstöðu og svo skóla-
stjóra, Bjarna Bjarnasyni, sem
var þar, eins og endranær, hinn
röggsami, hlýlegi húsbóndi.
Og hér mun hafa farið sem
jafnan, að ísland reynist oftast
hinum erlendu og ókunnugu
gestum nokkuð á aðra lund en
þeir hafa gert sér hugmynd um
fyrirfram, t. d. út frá nafni þess
og legu.
Með þessari dvöl menntaðra
og gáfaðra kennara frændþjóð-
anna hafa tengst fastar en áð-
ur bönd skilnings og vináttu,
ekki einungis með kennara-
stéttum landanna, heldur og
milli allra hinna fimm þjóða, er
borið hafa gæfu til þess að
byggja upp þjóðskipulög, þar
sem einstaklingsþroski, jafn-
rétti og frelsi og friðarhugsjón-
ir eiga einhver sín sterkustu
vigi á þessari vályndu óróleika
öld. (Frh. á 4. síðu').