Nýja dagblaðið - 20.08.1938, Síða 1
6. ár. Reykjavík, Iaugardaginn 20. ágúst 1938. 190. blað
Kennaraskíptí
mílli Islands og Danmerkur
Yfírmaður íþróttakennslunnar í Suður-Jót-
landí kemur híngað í næsta mánuði
ANN ÁLL
232. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 7,42. Sólarlag kl.
8,23. — Hádegisflæður í Reykjavik kl.
12,15.
Næturlæknir
er i nótt Axel Blöndal, Mánagötu 1,
sími 3951. — Næturvörður er í Ingólfs-
apóteki og Laugavegsapóteki.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegis-
útvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19,10 Veð-
urfregnir. 19,20 Hljómplötur: Tatara-
lög. 19,40 Augl. 19,50 Fréttir. 20,15
Upplestur: Úr ritum Guttorms skálds
Guttormssonar (Sigfús Halldórs frá
Höfnum). 20,45 Hljómplötur: a) Píanó-
konsert í Es-dúr, eftir Liszt. b) (21,20)
Prægir söngvarar. 21,40 Danslög. 24.00
Dagsskárlok.
Póstferðir á morgun.
Frá Reykjavík: Ljósifoss, Þrasta-
lundur, Þingvellir .Laugarvatn, bUpóst-
ur norður, Laxfoss til Borgamess.
Til Reykjavíkur: Ljósifoss, Þrasta-
lundur, Laugarvatn, Þingvellir, bílpóst-
ur að norðan. Garðsauki, Vík, Fagra-
nes frá Akranesi, Laxfoss frá Borgar-
nesi, Dronning Alexandrine frá Akur-
eyri.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið daglega kl. 1—3.
Til Djúpuvíkur
komu í fyrrakvöld og í fyrrinótt 7
skip með um 8.000 mál síldar til
bræðslu. Síldin veiddist mestmegnis út
af Skagafirði. Veiðiveður var ekki gott
á þeim slóðum. — Til Djúpuvíkur-
verksmiðjunnar hafa nú alls borizt
113—114.000 mál af síld. FÚ.
Bæjakeppnin
mill Vestmannaeyja og Reykjavíkur
heldur áfram á íþróttavellinum kl. 3
í dag. Kept verður í 400 m. og 3000 m.
hlaupi, spjótkasti, þrístökki, kúluvarpi
og stangarstökki. Reykvíkingar hafa
nú meiri stigafjölda, en Vestmanna-
evingar eiga sínar beztu íþróttir eftir.
Aðgangur kostar 50 aura fyrir full-
orðna og 25 aura fyrir börn.
Skipafréttir.
Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Goða-
foss er á leið til Hull frá Hamborg.
Brúarfoss fór vestur og norður í gær-
kvöldi. Dettifoss er fyrir vestan eða
norðan. Lagarfoss er á leið til Aust-
fjarða frá Leith. Selfoss er á Dalvík.
— Esja fór frá Reykjavík í -ærkvöldi
áleiðis til Vestmannaeyja og Glasgow.
Súðin var á Hornafirði kl. 5 í gær.
Um nýtingu heyja
í Rangárvallasýslu segir fréttaritarl
útvarpsins í bréfi dagsettu í fyrradag:
Um mánaðamótin síðustu var hér
þurkur, og náðu þá flestir inn því
heyi, sem úti var. En vegna þess hve
seint var byrjað að slá, var þá enn
meira og minna af túnum óslegið. Frá
3. til 13. þ. m, var oftast óþurkur, og
skiptust þá á skúrir og skin flesta dag-
ana um alla sýsluna, nema í Fljóts-
hlíð innanverðri. Þar var þurviðrasam-
ara og heyþurkur nægilegur. — Síð-
ustu daga hefir verið þurkur, og eru
tún nú alhirt víðast hvar um alla
sýsluna. Töðufengur er meiri en í
meðallagi, og þó að nokkur hluti töð-
unnar hafi spillst í votviðrunum 3.—13.
þ. m. hefir tekizt að þurka hana vel.
— FÚ.
Slökkviliðið
var í gær kvatt að Laugaveg 5. Hafði
kviknað í bifreiðinni R. 746, sem stóð
þar á götunni, en búið var að slökkva
eldinn, er slökkviliðið kom á staðinn.
Skemmdir urðu litlar.
Farþegar
með e.s. „Esja“, sem fór frá Reykja-
vík í gærkvöldi áleiðis til Glasgow
voru: Guðrún Guðmundsdóttir, Niku-
lás Friðriksson, Berg Hansen, Árni
Haraldsson, Sveinbjörn Árnason, Sig-
tryggur Ólafsson, Miss Griffith, Mrs.
Carlson, Alfred Ferro, Mr. Powell og
auk þess 58 útlendingar, sem komu
með skipinu síðustu ferð frá útlöndum.
Þá voru nokkrir farþegar til Vest-
mannaeyja.
Betrí horiur
í Sudetten-
deilunní
Tékkneska stjórn-
in stígur þýðingar-
mikíð spor til sam-
komulags
LONDON:
Tékkneska stjórnin hefir tekið
ákvörðun, sem menn gera sér vonir
um, að muni hafa góð áhrif á lausn
deilumála Tékka og Súdetta.
Hodza forsætisráðherra heimsótti
Runeiman lávarð í gær og tilkynnti
honum, að tékkneska stjórnin mundi
fallast á að skipa Súdetta í ýms
embætti, sem nú eru skipuð tékknesk-
um mönnum, en það hefir verið Súd-
ettum mikið óánægjuefni, að þeir hafa
ekki haft jafnan rétt á við Tékka í
þessum efnum. Yfirstjórn héraðsmála
Súdettalandsins verður þegar falin
Súdettum í Falknov og Asch, þar sem
Henleinhreyfingin á upptök sín, en
bráðlega verður Súdettum falin yfir-
stjórn héraðsmála í þremur öðrum
héruðum Súdettalandsins.
Einnig verður Súdettum falið að
gegna póstmeistarastörfum í Súdetta-
héruðunum, en Súdettar hafa kvartað
mjög yfir þeim óþægindum, sem það
hafi bakað þeim, að tékkneskir póst-
meistarar og póstmenn í héruðum
þeirra hafa ekki skilið nema tékknesku.
Einnig munu Súdettar fá störf við
tékknesku járnbrautirnar og á fleiri
sviðum. Leiðtogar Súdetta líta á þess-
ar tilslakanir af hálfu Tékka sem upp-
haf frekari tilslakana, en leiðtogar
Tékka segja hinsvegar, 'að þeir hafi
með þessu lagt fram mjög mikinn
skerf til lausnar deilumálunum í
heild. FÚ.
Franco undirbýr
stórfellda sókn
Þýzk blöð ögra
Bretum
OSLÓ:
Havas-fréttastofa skýrir frá því í
gær, að Franco muni hafa með hönd-
um fyrirætlanir um að auka stórkost-
lega her sinn og hefja sókn á öllum
vígstöðvum. Þá fylgir fregninni að
hann muni sjálfur stjórna sókninni
á norðanverðum Spáni.
Þýzk blöð gera orðsendingu Franco
til brezku stjórnarinnar mjög að um-
ræðuefni og segja fullum fetum, að
afstaða Englands til tillagna Francos
muni ráða úrslitum í Spánarmálunum.
Telja þýzk blöð yfir höfuð mjög mikils-
vert að samkomulag takizt um til-
lögurnar, því ella muni Spánarmálin
verða ennþá örðugri viðfangs, en þau
hafa verið hingað til. FÚ.
Líndbergh hjá Stalín
EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN:
Lindbergh og frú hans hafa verið
í heimsókn hjá Stalin í Moskva. Fór
Lindbergh þangað til þess að ræða
um rússnesk-ameríska samvinnu í
flugmálum í Norðurhöfum. FÚ.
Tíðindamaður Nýja dag-
blaðsins hefir átt tal við
Hallgrím Jónasson kenn-
ara og spurzt fyrir um,
hvort ekki yrði haldið áfram
kennaraskiptum milli ís-
lands og Danmerkur eins
og að undanförnu.
— Það mál verður ekki látið
niður íalla, segir Hallgrímur.
Laust eftir næstu mánaðamót
kemur hingað skiptikennari frá
Danmörku. Hann heitir Braae
Hansen og er kennari við einn
fremsta kennaraskóla Dana, í
Haderslev.
— Og tilgangurinn með ferð-
inni?
— Hann er sá, að kynnast
uppeldismálum okkar, skólum
okkar og starfi þeirra á sem
víðustu sviði. En samtímis mun
hann nota dvöl sína til þess að
kynnast þjóðinni sjálfri, störf-
um hennar og lífi og landinu,
sem hún byggir.
Ég er þess fullviss, að skólar
okkar geta haft allmikið gagn
af komu Braae Hansen. Hann
er einn af forgöngumönnum
íþróttamálanna í sínu landi.
Hann kennir fimleika og
tungumál við Haderslevskólann.
Á unga aldri fór hann til Bret-
lands, þar sem hann hefir dval-
ist samtals 10 ár, mest í London
og Edinburgh. Hefir hann starf-
að þar sem kennari og ráðunaut-
ur í íþróttum við ýmsar virðuleg-
ar stofnanir og getið sér ágætan
orðstír.
Og nú rétt nýlega hefir danska
kennslumálaráðuneytið skipað
hann yfirmann íþróttamála um
allt Suður-Jótland.
Þá hefir Braae Hansen verið
forgöngumaður um nýstárlega
námssstarfsemi innan kennara-
skólanna dönsku, starfsemi, sem
er mikillar athygli verð fyrir
okkur. Danir nefna þetta nám
„Lejrskolen". í útvarpserindi, er
ég flutti s. 1. vetur um það mál,
nefndi ég það víðavangsskóla,
eins og í grein, er Nýja dagblaðið
birti frá mér ,um sama efni.
— Er gert ráð fyrir, að Braae
Hansen flytji erindi hér?
— Ég býst við að hann haldi
fyrirlestur t. d. um „Lejrskolen“
og sennilega um fleiri þætti
danskra skólamála. Einnig mun
hann flytja erindi um suður-
jótsku málin, þ. e. þjóðernir-
baráttuna við landamærin, en
þau mál öll vekja nú mikla at-
hylgi stjórnmálamanna á Norð-
urlöndum. Á því kann að
velta framtíð Norðurlandanna,
hvernig fer um sambúð hinna
tveggja þjóða við suður-jótsku
landamærin.
Og Braae Hansen er sömuleið-
is kunnur maður innan þjóð-
ernisbaráttu Suður-Jóta.
— Hvernig verður dvöl hans
háttað hér?
— í september er ætlunin að
hann ferðist nokkuð um, eftir
því sem veðurátta og fleiri á-
stæður leyfa. Hér sunnanlands
dvelur hann þar til í október
að skólar hefjast almennt. Þá
er förinni heitið til Akureyrar
og jafnvel austur að Lauga-
skóla. Að dvöl lokinni þar heim-
sækir hann Siglufjörð, ísafjörð
og Reykjanesskólann, og er
hingað kemur er ráðgerð dvöl
á Laugarvatni, Reykholti og í
Reykjaskóla í Hrútafirði og ef
til vill víðar.
í öllum þessum stöðum mun
kennarinn flytja erindi með
skuggamyndum fyrir nemendur,
auk þeirra, sem fyr getur.
Ef til vill tekur hann þátt í
kennslu o. s, frv.
— Hver stendur straum af
kostnaðinum við þessar ferðir?
— Þetta er annar skiptikenn-
arinn, er hingað kemur frá Dan-
mörku. Þeir hafa báðir fengið
(Framh. á 4. siðu.)
Saltsíldin orðin
30 þus. tn. meiri
en i Syrra
Engin síldveiði undan-
farna daga
Undanfarna tvo daga hefir verið
látlaus stormur nyrðra og skipin því
ekki stundað veiðar. í gærkveldi var
því spáð, að veður myndi fara batn-
andi, en skipin fóru ekki út í gær, svo
ekki kemur neinn afli á land í dag.
Um miðjan dag 18. þ. m. var salt-
síldaraflinn á öllu landinu orðinn 188
þús. tn. eða 30 þús. tn. meiri en á
sama tíma í fyrra. Af þessu er matjes-
síldin 45 þús, tn., en þegar hafa ver-
ið seldar fyrirfram 120 þús. tn., svo
enn vantar % af því matjessíldar-
magni, sem búið er að selja.
Á sama tíma voru ríkisverksmiðj-
urnar á Siglufirði búnar að bræða
314.596 mál á móti 344.055 málum
í fyrra. Raufarhafnarverksmiðjan var
(Framh. á 4. síðu.)
Meðferð sláturf járíns
hefír batnað á und-
anfornum árum, en
er ábótavant ennþá
Viðfal við
Halldór Pálsson
ráðunaut
í sauðfjárrœkt
Halldór Pálsson frá Guð-
laugsstöðum í Húnavatns-
sýslu hefir nú nýlega tekið
við sauðfjárræktarráðu-
nautsstarfinu hjá Búnaðar-
félagi íslands.
Hann hefir að undanförnu
stundað nám við háskólann í
Edinborg og lauk þaðan prófi
í landbúnaðarfræðum árið 1936.
Aðalnámsgrein hans var sauð-
fjárrækt. Síðan hefir hann um
tveggja ára skeið stundað fram-
haldsnám, bæði í Skotlandi og
Cambridge og að nokkru leyti
hér heima á íslandi. Til þessa
hefir hann notið nokkurs styrks
héðan að heiman, jafnframt því
sem háskólinn í Edinborg styrkti
hann allríflega í viðurkenning-
arskyni fyrir dugnað og hæfi-
leika.
í sumar, áður en hann kom
heim, ferðaðist hann um Norð-
urlönd og heimsótti tilrauna-
stöðvar og búnaðarskóla. Einnig
mætti hann sem einn af full-
trúum af hálfu íslands á bún-
aðarþingi í Uppsölum.
Á síðastliðnu vori varði Hall-
dór við háskólann í Edinborg
doktorsritgerð, sem fjallaði um
samanburð á gæðum kjöts af
fé af ýmsum kynjum, einkum
skozku fé og kynblendingum. Á
ensku nefndist þessi ritgerð
„Meat Qualities in the sheep
with special reference to Scott-
ish breeds and crosses."
í viðtali við tíðindamann Nýja
dagblaðsins hefir Halldór látið
svo um mælt:
— í ritgerð minni hefi ég bor-
ið saman vaxtarlag, bráðþroska
og holdafar fjár af ýmsum kynj-
um, rætt um eðli kjötsins og
fleira. Jafnframt hefi ég lagt
grundvöll að því, hvernig hægt
sé með mælingum á skrokkun-
um að meta kjötið og gæði þess.
Þetta getur haft hagnýtt gildi
fyrir þá, sem þurfa að meta kjöt
og jafnvel lifandi fé.
— Hefir þú gert samanburð á
gæðum íslenzka kjötsins og kjöts
af skozku fé?
— Já. í fyrra sumar dvaldi
ég um hríð á Akureyri og gerði
þá athuganir á íslenzku dilka-
kjöti til samanburðar á jafn-
þungum skrokkum og jafngöml-
um, skozkum dilkum.
(Framh. á 4. síðu.)