Nýja dagblaðið - 21.08.1938, Page 3

Nýja dagblaðið - 21.08.1938, Page 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Hlutverk imgra Framsóknarmanna: Að skapa samvínnu í stað sundurlyndís og eigingirni Þingslítaræða formanns S. U. F. \ÝJA DAGBLAÐBB Útgefandl: BlaSaútgáfan hí. Rltstjórt: ÞÓRARINN ÞÓRARENSSON. RltstJ órnarskrlístof umar: Llndarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýslngaskxlfBtola: Llndargötu 1D. Simi 2323. Eftlr U. 5: Simi 3948. Áskriítarverö kr. 2,00 á mánuöi. t lausasölu 10 aura elntaklð. PrentsmiÖJan Edda h_f. Simar 3843 03 3720. Hinn nýi andblær Það mun fáum dyljast, að undanfarin ár hafa verið mjög einkennd af sívaxandi kröfum einstaklinganna á hendur sam- borgurum sinum, þjóðfélaginu og ríkinu. Þessa þarf ekki að nefna nein dæmi, þau eru öllum kunn og nærtæk. Viðhorfi þessu hafa fylgt margir aðrir misbrestir 1 fari manna. Drykkjuskapur hefir tvímælalaust færzt í aukana meðal ungs fólks og sjálfsbjarg- arviðleitni stórum lamast, oft og tíðum. Þessi hætta hefir átt sina and- stæðu í þjóðfélaginu, en hana hefir til skamms tlma skort form og samsömun, ef svo mætti segja. Fyrir Framsóknar- menn, og ekki hvað sízt hina ungu kynslóð, má það vera gleði- efni mikið, að þingið á Laugar- vatni í vor virðist marka all- greinileg kaflaskipti hvað þetta snertir. Þar sat á rökstólum f jöl- menn samkoma, skipuð fulltrú- um af gervöllu landinu, sem höfðu til að bera þann andlega þrótt og þá trú á sjálfa sig, að þeir voru þess umkomnir að beina höfuðkröfum sínum inn á við, til sjálfs sín og einstak- linganna í landinu. Þar var meðal annars gerð sú hiklausa krafa, að Framsóknarmenn væru öðrum mönnum fyrirmynd um hófsemd og háttsemi alla, jafnframt því, sem hið unga fólk batzt fastmælum um að líða engum að skjótast undan þeirri skyldu á samkomum sínum. Hinn nýi andblær hefir nú farið víða um land. Eitt dæmi skal nefnt, er sýnir, hve sterk þessi vakning er. Það er öllum vitanlegt, að hin svonefndu hér- aðsmót og íþróttamót hafa tíð- ast, að minnsta kosti hér sunn- anlands, verið samkomur ölvaðs fólks, svo að ódrukknum mönn- um hefir tæpast verið þar vært. Við þessu hefir ekki þótt gerlegt að sporna. En fyrir áhrif frá þinginu að Laugarvatni og for- dæmi skólastjórans á Hvanneyri i vetur hefir nú í sumar verið hafin óhvikul sókn gegn hinu taumlausa reiðuleysi og ölæði á skemmtimótunum. f Borgarfirði, austan fjalls og nú i dag uppi í Mosfellssveit hafa menn tekið upp sem fasta venju að banna ölvuðum að sækja samkomurn- ar og fjarlægja þá, sem ekki vilja hlýðnast sliku banni, sam- komustaðina. Þessi föstu og hiklausu tök eru upphaf þess, að einstakling- unum i þjóðfélaginu skiljist bet- ur en áður, að velferð þjóðar- Prentun þingtíðinda frá stofnþingi S. U. F. er nú að verða lokið og verða þau send út um mánaðamótin. Fer nú undirbúningurinn að haust- og vetrarstarf- semi félaganna að hefjast. I þingtíðindunum birtast m. a. ræður ráðherranna, sem fluttar voru á þinginu, á- varp formanns flokksins, og niðurlag af ræðu formanns S. U. F., er hann sagði þing- inu slitið. Fer það hér á eftir: .. Hinum fyrirhuguðu störf- um þingsins er lokið. Þau starfs- lok þýða í raun og veru það, að nú er aðalstarfið að hefjast. í mörgum ágætum ræðum hér á þinginu hefir meginá- herslan verið lögð á starfið. Það hefir verið sýnt með skýrum rökum, að engum umbótum verður þokað áleiðis, nema með mikilli vinnu, og að það sé starf- ið og áhuginn fyrir því, sem gerir mennina mikla. Það hefir verið bent á ýmsa helztu for- ingja hinnar stjórnarfarslegu og menningarlegu viðreisnar hér á landi og sýnt hvernig þeir fórnuðu kröftum sínum ó- skiptum til að vinna að fram- gangi áhugamálanna, án tillits til þess hvort þeir högnuðust eða töpuðu^ á þvi persónulega. Þau dæmi og fjölmörg önnur sanna okkur, að það er enginn maður sannur hugsjónamaður, sem ekki er reiðubúinn til að færa hugsjónum sínum miklar fórnir, ef aðstæðurnar krefjast þess. Kvæði Hannesar Hafsteins: í hafísnum, er eitt það fegursta, sem ort hefir verið á íslenzka tungu, um sanna karlmennsku og fórnarlund. Þar er dregin upp ógleymanleg mynd af hug- rökkum hugsjónamanni, sem fórnar kröftum sínum og sein- ast lífinu sjálfu í þágu annara. „Hjartans ís“. En það er fleira í þessu kvæði, sem er ástæða til að minnast á við þetta tækifæri. Þar er vel lýst hinum mikla vá- innar byggist að verulegu leyti á því, að kröfunum sé beint inn á við; að þegnarnir inni undan- dráttarlaust af hendi borgara- skyldur sínar. Ungir Framsókn- armenn mega fagna því, að þeir hafa verið í fararbroddi um þessa sókn og þjóðin má fagna því, að þeir hafa fundið hvar skórinn kreppti að og átt manndóm og festu til þess að horfast í augu við staðreynd- irnar. J. H. gesti, sem stundum kemur hing- að norðan úr höfum og veldur hér margvíslegum búsifjum. Reynsla margra alda hefir kennt þjóðinni að óttast þennan vágest, hafísinn. í niðurlags- orðum kvæðisins er þó sýnt, að þjóðin á annan verri andstæð- ing. Þar segir: Öllum hafís verri er hjartans fs, ef hann heltekur skyld- unnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vis, þá gagnar ei sól né vor. Ef sá heiti blær, sem til hjartans nær, frá hetjanna fórnarstól, bræðir andans ís, þaðan aftur rís fyrir ókomna tíma sól. írski stjórnmálamaðurinn, de Valera, hefir nýlega sagt að ír- lendingar ættu ekki nema einn hættulegan óvin, sundurlyndið. En sá óvinur gæti líka verið hættulegri sjálfstæði þjóðarinn- ar en allir aðrir andstæðingar hennar til samans. Þeir, sem fylgjast með hinum harðnandi átökum milli stétt- anna hér á landi, munu hik- laust fella svipaðan dóm um is- lenzkt þjóðlif um þessar mund- ir. Af hverju stafar sundurlynd- ið? Það á rætur sínar í því, að menn kunna ekki að vinna saman. Þeir meta eigin hag svo mikils, að þeir geta ekki tekið réttlátt tillit til annara og af því rísa deilurnar. Hver stétt hugsar eingöngu um sig og miðar kröfur sínar við það, en lætur sig afkomu heildarinnar eða annara stétta engu skipta. Hinar efnameiri, fámennari stéttir hafa byrjað þessa bar- áttu, en hinar hafa síðan fylgt í fótspor þeirra. Það er þessi eigingirni stéttanna og tillits- leysi til annara, sem skapar sundurlyndið í þjóðfélaginu og er sá „hjartans ís“, sem er mesti voði þjóðarinnar. Það er rétt, að þjóðin býr nú við ýmsa fjárhagslega erfið- leika, markaðstöp, verðfall, fiskleysi, fjárpest 0. s. frv. En þeir eru hverfandi litlir hjá þessu andlega öfugstreymi. Þó að hér léki allt í lyndi, fiskafli væri nægur og markaðir góðir, gæti sundurlyndið og eigingirn- in verið jafnmikil plága fyrir þjóðina. Það er eins og skáldið segir, að hvorki „sól né vor“ koma að gagni, þegar „hjartans ís“ hefir náð tökum á þjóðinni. Þennan andlega is verður þvl að bræða, ef þjóðin á að halda manndómi sinum, menningu og sjálfstæði. Fordæmi Fnglendiuga. í Englandi stendur nú þing- ræðið föstustum fótum og enska heimsveldið ber vott um meiri stjórnarhæfileika en nokkurt annað stórveldi, sem sagan greinir frá. Margir skýra þetta á þá leið, að enskir stjórnmála- menn standi öðrum framar sem málamiðlunarmenn. Þeir kjósi að jafnaði samkomulagsleiðina meðan nokkrir slíkir möguleik- ar séu fyrir hendi. í fljótu bragði virðist þetta bera vott um veikleika og undanhald, en reynslan sýnir hinsvegar, að mesti styrkleiki brezka heims- veldisins hefir iðulega verið fólginn í slíkum vinnubrögðum. Það getur verið sigursælt í bili, að beita ofbeldi og fylgja lög- máli hnefaréttarins. En slíkt hefnir sín jafnan, þegar til lengdar lætur. Það helzt lengur og betur á hinu, sem unnið er með friði. Það er þessi hæfileiki Eng- lendinga, sem veldur þvi líka að innanlandsdeilur hafa aldrei risið þar svo hátt, að þær hafi ógnað heimsveldinu, en það eru einmitt slíkar deilur, sem hafa átt mestan þátt í glötun ann- ara heimsvelda. Englendingar hafa að vísu deilt innbyrðis, en í hvert sinn, sem reynt hefir eitthvað á þj óðina til átaka út á við, hafa sannazt á þeim um- mæli Einars Benediktssonar: Þegar bíður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál. Þýðingarmesta hlutverkið. Við eigum að stefna að því að slíkt hið sama megi segja um þjóð okkar. Við eigum að hafa það markmið, að jafna deilur og ósætt innbyrðis með sam- komulagi og friði. Við eigum að vinna gegn hinni gagnlausu og skaðlegu stéttabaráttu, stefna að því, að bræða hinn andlega ís og láta samheldni og sam- vinnu þjóðarþegnanna koma 1 stað sundurlyndisins. Við þurfum að kenna ein- staklingunum að vinna saman á réttan hátt, kenna þeim að taka heilbrigt tillit til hags- muna og réttinda annara, kenna þeim að skipta afrakstri starfsins og náttúrugæðanna réttlátlega á milli sín. Slíkur skilningur og sú samheldni, sem hann hlýtur að skapa, er hin eina örugga vörn þjóðar- sjálfstæðisins gegn aðsteðjandi hættum. Án slíks skilnings koma líka engar verklegar um- bætur og framfarir að sönnu gagni, því ef þær hjálpa ekki til að bæta manngildið, heldur þvert á móti verða orsök að aukinni úlfúð og sundrungu, eru þær sannarlega unnar fyrir gíg og jafnvel til bölvunar. Þetta markmið, aukin sam- vinna og samheldni, hefir jafn- an verið aðalmarkmið Fram- sóknarflokksins. Hann hefir barizt fyrir aukinni samvinnu á öllum sviðum þjóðlífsins. Þótt slíks hafi oft áður verið mikil þörf, getum við samt verið þess fullviss, að aldrei hefir þess ver- ið meiri þörf að vinna gegn sundurlyndinu og boða sam- vinnuna en einmitt nú. í slíku starfi verður aðalvinna okkar ungra Framsóknarmanna fólgin. Ef við vinnum ekki þetta verk, verður það látið ógert og sundurlyndið grefur grunninn undan sjálfstæði þjóðarinnar. Aðrir flokkar en Framsóknar- flokkurinn eru fulltrúar stétt- anna, sem taka þátt í hörðustu stéttabaráttunni, og þeirra markmið er að auka hana og berjast til endanlegra úrslita um það, hvor eigi að drottna og undiroka hinn aðilann. Frá þeim verður því ekki slíkrar vinnu að vænta. Á herðar okkar ungra Fram- sóknarmanna leggst því mikil skylda og erfitt starf. Það er okkar starf að bjarga þjóðinni frá glötun sundurlyndisins. Það er okkar starf, að kenna henni að gera samvinnuna að megin- þættinum í lífi sínu. Framtíð hennar veltur á því, hvernig okkur tekst að leysa þetta vandasama verk af höndum. Samstarf ung'ra Framsókn- armanna á að vera til fyrir- myndar. En til þess, að við getum haft fullan rétt til að flytja þjóðinni þennan boðskap, verðum við að geta sýnt, að okkar eigið sam- starf sé til fyrirmyndar. Við megum ekki láta rætast á okkur gamla málsháttinn, að hægra sé að kenna heilræðin en halda þau. Það kemur áreiðanlega engum okkar til hugar að halda því fram, að ekki geti komið fram innan vébanda okkar mis- munandi skoðanir og sjónarmið í ýmsum málum. Við óskum heldur ekki eftir slíku. Við á- lítum slíkt þvert á móti æskileg- ast og nauðsynlegast til þess að málin fái sem vandlegasta og ítarlegasta athugun. Slíkur á- greiningur á ekki að vera til þess að færa okkur í sundur, heldur til þess að við leitum að því bezta. Við eigum að læra af meðferð slíkra mála að taka sanngjarnt tillit hvor til ann- ars, leita að því, sem getur ver- ið betra hjá öðrum en okkur sjálfum, og viðurkenna það rétta, þó í því felist stundum sú játning, að okkur hafi skjátlazt áður. Þannig eigum við að leit- ast við að leysa öll deilumál innan vébanda okkar og við munum sanna, ef við fylgjum þessum reglum, að við stöndum sterkari og samhentari eftir slíka lausn ágreiningsmálanna en áður. Með þvi að láta allt samstarf okkar vera á þennan hátt, stöndum við líka betur að vigi að flytja þjóðinni þann boð- skap, sem henni er nauðsynleg- astur, boðskapinn um aukna samvinnu og samheldni. Við getum þá einnig bent á okkar (Framh. á 4. siBu.)

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.