Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Side 2
•»pH» ' 1J1 seVtfs; ! . j» » .'”.,»51'• »• ‘ei,. ■ Lei/ar reisulegs gálga norSan viS Visby á Gotlandi. Hann var notaSur fram á miSja nitjándu öid. GAPASTOKKAR 0G SKAMMARKRÓKAR 1. Fram á átjándu öld var það óþekkt hérlendis, að brotamenn væru dæmd- ir til fangavistar eða hegningarvinnu, enda var slík refsing ekki í lög tekin fyrr en árið 1734. Til var að sönnu á Bessastöðum svonefnt Bramshús eða þrælakista, þar sem umboðsmenn konungs höfðu stundum menn í haldi, Spænska fiólan, stokkur, sem sérstak- liga var ætlaSur kvenfólki, er bar út k jaf íasögur. og myrkrastofur, eins konar dýflissur, hafa sennilega verið á biskupsstólun- um framan af öldum, sjálfsagt af því tagi, er enn má sjá í Kirkjubæ í Fær- eyjum, þar sem biskupssetur Færey- inga var. Raunar höfðu fáeinir íslend ingar verið sendir utan til hegningar- vinnu, áður en slík refsing varð lög- mæt hér á landi, og var það þá oftast fólk, er dæmt hafði verið til dauða, en konungur náðaði. Þó varð slík fangavist lögmæt refsing á seytjándu öld þeim konum, er ekki vildu til- greina barnsföður og mönnum, er verzluðu við útlenda þjóð. En fyx-ir gat komið, að menn væru sendir ut- an gegn lögum. í Vallannáli er þess til dæmis getið, að árið 1692 hafi fimm menn, sem brutust inn í kaupmannshúsin í Keflavík, verið fluttir utan og settir á Brimarhólm, að afstaðinni þeirri hegningu, er þeim var dæmd að landslögum. Var það kaupmaður sjálfur, er fór með þá utan, og hefur það verið ofríkisverk af hans hálfu. Refsingar þær. sem beitt var, áður en fangavist og hegningarvinna kom til sögunnar, voru aftökur, missir æru, eigna og embættis, sektir, útlegð úr landi, fjórðungi eða héraði og líkamsrefsingar ýmiss konar. Brota- menn voru hýddir, markaðir, brenni- merktir og settir í gapastokk. Kirkju- legar refsingar héldust einnig lengi — bannfæringar, sakramentissvipting, skriftir og aðrar kárínur. í daglegu máli eru enn mörg orða- tiltæki, sem minna á refsingar þær, er beitt var á liðnum öldúm, kirkju- 434 Líkneskja úr kopar, er stóð á staur þeim, sem sökudólgar í Stokkhólmi voru bundnir við, þegar þeir voru hýddir. legar og verslegar. Við segjum, að sá sé með þjófalykil, sem óhreinn er á kinninni. Það er sótt til þeirra tíma, er heitu járni, lykli, var brugðið á kinn þjófa til refsingar og viðvörun- ar, svo að þeir báru örið ævilangt. Ekki er fátítt, að sagt sé við börn, að þau verði sett í skammarkrókinn, ef þau hagi sér illa. Þú ert meiri gap- inn, strákur, segjum við líka, og stundum komumst víð svo að orði, þegar einhver er í klípu, að nú sé hann heldur betur kominn í gapa- stokkinn. En sú var tiðin, að þyngri viðvörun og meiri alvara fólst í slik- um orðum en nú er. Þá var setan í skammarkróknum í kirkjunni mikil hneisa og gapastokkarnir refsitól, sem var sett þar, er sem flestir gátu séð lægingu þeirra og smán, sem í þeim lentu. Sá, sem gapi kallaðist, fékk um leið visbendingu um það, 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.