Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Page 3
Hórbekkur úr sænskri kirkju, þar sem sökudólgurinn skyldi hírast frá þvi hringt
var til tí8a, þar til hann hafSi fengiS aflausn.
hvar hann gæti lndt eða hvar mak-
legt væri, aS hann stæði um messuna.
2.
Að sjálfsögðu þurftu hin gömlu
þjóðfélög að vera við því búin að
fullnægja þeim dómum, sem dæmdir
voru. Þess vegna var í grannlöndum
okkar enginn sá bær, er nokkuð kvað
að, að ekki væri í útjaðri hans háreist
ur gálgi og steglur, þar sem hræ þjófa
héngu jafnvel misserum saman í snör
unni. Voru gálgarnir hafðir á hæðum,
þar sem mest bar á þeim, svo að
ókunnugir menn. er þangað komu,
sæju undir eins, að þarna ríktu lög
og réttur. Þegar stórbrotamenn voru
hálshöggnir, voru líka stundum reist-
ir háir höggstokkar, ekki sízt, ef um
landráðamenn eða pólitíska sakborn-
inga var að ræða, svo sem þá Struen-
'see og von Brandt í Danmörku. Með
þeim hætti varð aftakan eftirminni-
legri viðvörun. Var meiriháttar saka-
mönnum ekið eftir götunum með bert
höfuð og hendur bundnar á bak aft-
ur, þegar farið var með þá til aftöku-
staðar, og múgur og margmenni
flykktist jafnan að til þess að horfa
á athöfnina.
Við höfuðtorg og ráðhús voru sér-
stakir staurar, er þeir voru bundnir
við, er hýddir voru og brennimerktir.
Voru oft á þessum staurum líkneskj-
ur með refsivönd á lofti. Þar sem
minna var við haft, var notuð nokkurs
konar skúffa eða hýðingarbekkur,
sem sökudólgar voru lagðir í á grúfu
við hýðingu. Gapastokkar voru auð-
vitað alls staðar sjálfsagðir, og í
hverri kirkju á Norðurlöndum voru
sérstakir bekkir, hórbekkir og þjófa-
bekkir, er syndarar sátu, þegar þeir
biðu aflausnar og fyrirgefningar kirkj
unnar.
Hér á landi hefur þetta allt verið
viðhafnarminna. Það var látið nægja
að leggja tré yfir klettaskorur eða
gjár, þegar þjófar voru hengdir, og
líklega hafa aldrei verið reistir hér
höggstokkar, sem verulega kvað að.
Ætla verður þó, að einhver umbúnað-
ur af því tagi hafi verið á Þingvöll-
um. þegar aftökur voru þar tíðastar.
Hýðingarbekkur — slcyldi refsitæknin
nokkurn tirna hafa komizt á þsð stig
á íslandi, að slíkt áhald hafi verið not-
að þar?
og sjálfsagt hefur verið þar staur,
sem sakborningar hafa verið bundnir
við, þegar þeir voru hýddir. Ef til
vill hafa þeir líka verið til hér og þar
á sýslumannssetrum og þingstöðum.
Annars fóru slikar athafnir fram í
seinni tíð í hesthúskofum og heytóft-
um, að minnsta kosti á nítjándu öld,
og voru þá ekki aðrir viðstaddir en
valdsmenn og vitni. Þó voru nokkrir
menn hýddir opinberlega á Austur-
velli snemma á síðustu öld. Brotlegu
fólki var hér vísað til sætis á krók-
bekk við guðsþjónustur. Þangað vís-
aði séra Jón lærði í Möðrufelli dóttur
sinni, þegar hún var í fyrsta skipti í
kirkju eftir að hafa átt barn með
vir.numanni.
, borgum á Norðurlöndum voru til
sérstakir steinar í járnhlekkjum, sem
notaðir voru til þess að hengja um
hálsinn á lauslátum konum, er gerðar
voru brottrækar. Voru þær látnar
ganga út úr bænum eða borginni
með þessa steina um hálsinn. Þessir
steinar vo.ru ekki með öllu ólíkir
myllusteinum að lögun, og kannske er
þaðan runnið það orðtæki, að. eitt-
hvað sé mönnum eins og myllustcinn
um háls.
Óhætt er að fullyrða, að slíkir
steinar hafa aldrei verið hengdir ura
háls kvenna hériendis, enda ekkert
þéttþýli, þar sem lauslátar konur
hefðu teljandi svigrúm. Það lagaboð,
er helzt jaðrar við slíkt, er tilskipu..
frá átjándu öld, þar sem svo var mælt
fyrir, að leit skyldi gerð í íslenzkum
kaupstöðum að lokinni vinnu á kviild-
in að kvenfólki, cr þar kynni að hafa
falið sig, og færa það yfirvöldum, e£
það fyndist.
En eitt var það refsitæki, sem var
Framhald á 451. síðu.
T I M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ
435