Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Síða 4
Þessa dagana baðar sumarsól- in síðara bindið af Kalevalaþýð- ingu Karls ísfelds, þar sem það liggur í bókabúðagluggum höfuð- borgarinnar, nýkomið úr prent- smiðjunni. Hinn þjóðkunni þýð- andi fékk ekki lokið þessu verki, áður en dauðinn sótti hann heim, en nú hefur Sigríður Einars frá Munaðarnesi þýtt síðurnar, sem eftir voru. Útgáfa Kalevala á ís- lenzku er menningarviðburður, og íslenzkar bókmenntir eru auð- ugri eftir. Með þetta í huga gekk ég á fund Sigríðar Einars og Ein- ars Karlssonar og bað þau að segja mér eitthvað um þýðand- ann og þýðinguna. Hefnd Joukabainens. — Málverk eftir Akaseli Gallén-Kallela við þjóðsögulecjan atburð i Kalevala. í NÁ VIST SKÁLDSINS — Hver voru tildrög íslenzku þýð- ingarinnar, Einar? — Það mun hafa verið 1949, sem finnskur maður, F.'Jaari, forstjóri í Helsingfors, gaf 200 þúsund finnsk mörk til útgáfu þessara fornu, finnsku hetjuljóða á íslenzku. Juuranto aðal- ræðismaður skýrði menntamálaráðu- neytinu frá gjöfinni, og samkvæmt tilmælum þess tókst Bókaútgáfa Menn ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins útgáf- una á hendur og réð föður minn til að þýða kvæðin. Hann hafði einhvern tíma nokkuð löngu áður látið þau orð falla í kunningjahópi, að sig langaði til að fást við Kalevala og þýða þessi finnsku „Edduljóð“, enda lét hann svo um mælt, að þau væru mikill skáldskapur, og það hefur kannski einhver munað eftir þessu, þegar farið var að svipast um eftir þýðanda. — Var ekki gerð áætlun um útgáf- una í fyrstu? — Jú, þýðingin átti víst að taka hann fimm ár, en svona starf verður ekki unnið eins og reyfaraþýðing, og hann varð lengst af að stunda blaða- mennskuna með, auk þess sem hann þýddi leikrit fyrir Þjóðleikhúsið og fleira. Meðan faðir minn vann að þýðingunni fór hann þrisvar sinnum til Finnlands hennar vegna, fyrst 1949, síðan 1953 og svo snögga ferð haustið 1955. í þessum ferðum kynnti hann sér ýmislegt varðandi kvæðin í heimalandi þeirra, skoðaði finnsk byggðasöfn, þar sem þjóðlegir munir Finna eru geymdir, ræddi við bók- menntamenn o.s.frv. Það liðu ellefu ár frá því að hann tók verkið að sér og þar til lífi hans lauk. Það eru tvö ár núna í haust síðan hann vann síð- ast að þessari þýðingu. — Hvenær lauk Karl við fynri hlutann? — Það hefur venð 1954 eða 1955. Það ár birtist kafli úr fyrri hlutan- um á íslenzku í ársriti finnska Kale- valafélagsins, sem kemur fyrir margra augu. Þessi sami kafli er líka til sér- þrentaður, og 1955 var Dauði Lemmin kainens gefinn út sérprentaður hér í Reykjavík. Sigríður brá sér frá og kom að vörmu spori aftur með báðar þessar sérprentanir, en þá fyrrnefndu hafði Karl áritað til hennar. — Fyrri hlutinn kom svo út 1957, um þær mundir sem Kekkonen Finn- landsforseti kom hingað í opinbera heimsókn. Menntamálaráðherra af- henti honum þá fyrsta tölusetta ein- takið af 250, en forseti fslands fékk nr. 2. Þá sæmdi Kekkonen föður minn finnsku ljónsorðunni fyrir þýðinguna. En núna fyrir nokkrum vikum kom svo seinni hlutinn út. íslenzka útgáf- an er með myndskreytingum finnska listamannsins Kallela. Móðir mín lauk við þessar fáu síður, sem eftir voru, þær voru ekki nema sjö eða átta, sagði Einar. — Var ekki Karl orðinn þreyttur á að berjast við þetta mikla verk? Kætt við Sigríði Eirtars frá MunaSaraiesti tiiffiar 'fjrlsson um Karl ísfeid og KatevalaþýSimgHi Ikians. 436 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.