Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Page 5
^ * t, l ‘ ' £
Sigríður Einars frá 'Munaðarnesi.
.Einar Karlsson
X
spurði ég. Og Sigríður varð fyrir
svörum:
— Jú, hann var stundum þreyttur,
eftir að heilsan bilaði. Annars var það
afskaplega misjafnt, hvernig honum
líkaði verkið eftir því, hvar hann var
staddur. Kvæðin eru mörg og löng og
vitanlega ekki alls staðar jafn
skemmtileg, og hann hafði stundum
orð á því, að einn kaflinn væri öðrum
leiðinlegri viðureignar, en hann yrði
að taka hann með. En þegar hann
var að þýða skemmtilega kafla, sem
áttu vel við hann og voru mikill
skáldskapur og gáfu honum færi á að
beita orðgnótt sinni og ritleikni, þá
var hann í essinu sínu. Annars var
það ekki siður hans að kvarta og
kveina. Hann átti svo mikla kímni-
gáfu og gamansemi, að hún smitaði
alla í kringum hann, og hann hafði
ævinlega lag á að gera gott úr öllu.
Og þessi sívakandi glettni og gaman-
semi fylgdi honum alveg til síðustu
stundar. Það eru ekki allir, sem eru
svo hamingjusamir.
— En hann hefur verið svo mikill
„stemningsmaður", að verkefnin hafa
fallið honum ákaflega misjafnlega i
geð?
— Já, það leikur víst enginn vafi á
því.
— Hvaða bók hafði Karl mest gam-
an af að þýða?
— Þær voru orðnar býsna margar,
sem um hendur hans fóru. Hann hafði
áreiðanlega ýndi af þýðingunni á
Kalevala, en hún var vandasöm og
erfið og mikið þolinmæðisverk, þó
að hún gæfi honum oft tækifæri tH
að njóta sín. En ég héld, að engin
bók, sem hann þýddi, hafi verið hon-
ttm eins kær og Góði dátinn Svejk,
segir Sigríður. — Þeir áttu vel sam-
an, o,g þar gat hann óspart beitt
kímninni. Hann íslenzkaði líka og um-
samdi leikritið, sem samið var upp
úr sögunni um góða dátann og sýnt
hér í Þjóðleikhúsinu, og þá man ég,
að hann var ánægður við skrifborðið
og sérstaklega fljótur.
Fram úr skrifborði Karls heitins
dregur Sigríður þykkan bunka af
gulnuðum, handskrifuðum blöðum.
Það er skrifað handrit Karls ísfelds
að Kalevala. Hún réttir mér tvö blöð
og segir um leið:
— Ég vélritaði allt saman eftir
þessu handriti, því að hann handskrif-
aði alla þýðinguna, og mér fannst sér-
T I M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ
437