Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Síða 7
MÖRGÆSALÍFIÐ KURTEIS í KÖLDU Skömmu eftir að Byrd flota- foringi kom til Antarktis, suður- heimskautslandsins, fór hann i gönguferð á ísnum sér til skemmtunar. Hann átti ekki von á því að rekast á neina íbúa á þessari ísauðn, þar sem ekkert kvikt virtist geta þrifizt fyrir kulda. En skyndilega kom mót- tökunefnd fram á sjónarsviðið, sem virtist vita allt um komu hans og bíða þess eins, að geta tekið á móti honum með rausn, sem svo ágætum gesti bar. Hinir innfæddu vöru afar smáir vexti, mun minni en dvergþjóðir Afríku, og ákaflega hlýlega til fara. Nefndarmenn voru allir klæddir svörtum frökkum og skínandi hvít- um skyrtubrjóstum. Þeir nálguðust flotaforingjann með hátíðleika og námu s-taðar, þegar um fimmtán metrar voru milli þeirra og flotafor- ingjans. Einn þeirra, sem auð'sjáan- lega var formaður nefndarinnar, gekk fram fyrir hópinn og stanzaði í tveggja metra fjarlægð frá Byrd, sem fylgdist undrandi með þessum athöfn- um. Formaðurinn hneigði sig tigin- mannlega, og flotaforinginn brosti hrifningarbrosi og svaraði hneiging- unni mjög virðulega. Og um leið hneigðu allir nefndarmenn sig inn- virðulega. Þess eru sennilega fá dæmi í sög- unni, að landkönnuður hafi fengið svo vinsamlegar móttökur af innfædd- um þjóðum. Þessar móttökur voru sérstaklega athyglisverðar fyrir þá sök, að hér var ekki um manneskjur að ræða, heldur mörgæsir. Þessir æruverðugu íbúar Antarktis eru meðal skemmtilegustu og greind- ustu dýra jarðarinnar. Þegar einn af FUGL LANDI hjálparmönnum Byrd fór í heimsókn til mörgæsabyggðanna, fékk hann ekki síðri móttökur.og var leystur út með gjöf eins og tíðkaðist í boð- um norrænna höfðingja fyrr á tím- um. Fyrirliðinn meðal mörgæsanna gekk fram og lagði stein við fætur hansf— og steinn er það dýrmætasta, sem nokkur mörgæs getur gefið. Á hinu kalda heimskautasvæði, þar sem ísauðnin þekur allt nema einstaka fjallstinda, sem stinga kollinum upp úr snjónum, er einn steinn ómetan- lega mikils virði. Mörgæs getur ekki án steins verið, þegar varptíminn byrjar. Fuglarnir, sem ekki geta flogið, gera hreiður sín á ísnum, og eggin frysu og ungarnir dæju, ef ekki væri hægt að útvega eins konar einangrun frá kulda íssins. Hreiður- gerð mörgæsanna er ekki annað en nokkrir smásteinar, sem þær raða í hring á ísnum. Þeir skýla eggjunum fyrir næðingnum, þar að auki held- ur mörgæsin eggjunum ofan á fótum sínum og þrýstir þeim í dæld í þykk- um fjöðrunum, sem hylja líkama hennar. Þegar karlfuglinn fer í bónorðsför, krefst hin útvalda þess, að hann sanni, að honum sé alvara og hann sé í raun og veru þess megnugur að sjá fjölskyldu farborða. Og sönnunin er steinn, sem hann leggur fyrir framan fætur hennar. Sé hann mjög áfram um að vinna hug hennar og hjarta, útvegar hann hið fyrsta annan stein, og þá lætur fraukan venjulega sann- færast um það, að þarna sé á ferð- inni biðill, sem hægt sé að stóla á í blíðu og stríðu. Þegar hin útvalda verður þess vör, að biðill er á næstu grösum, leiðir hún hann sjónum og rannsakar hann hátt og lágt. Og þegar biðillinn sér, að athygli hennar hefur beinzt að hon- um, þenur hann brjóstið, gerir sig mikinn í herðum og bíður í miklum spenningi, hvort hann srtenzt prófið. Ákveði ungfrúin að taka honum, seg- ir hún með mikilil ástúð „kvark“, sem þýðir á mörgæsamáli „já“. Brúðkaupið fer fram í kyrrþey, engir gestir boðnir. En hjónaefnin dansa helgisiðadans, vagga fram og aftur og syngja ástarsöngva, um leið og þau horfa hugfangin til himins. Steinarnir eru mörgæsunum tákn um ríkidæmi og þeir steinar, sem til eru 1 mörgæs'abyggðum hverju sinni, eru ávöxtur erfiðis liðinna kynslóða. Mesti glæpur, sem hægt er að fremja meðal mörgæsanna, er að stela steini, — það er álíka mikill glæpur og að stela hesti, þar sem þeir eru nauð- synjadýr. Stundum kemur það fyrir, að sam- vizkulaus og eigingjarn biðiil táldreg- ur „gifta“ mörgæs, meðan húsbónd- inn er ekki heima. Það gerir hann til þess að komast í færi við steinana umhverfis hreiður hennar. Takist honum þetta, þrífur hann stein og hleypur hið bráðasta með hann til hinnar útvöldu. Það eru aðeins fáar „giftar" mörgæsir, sem eru svo ístöðu- lausar að falla fyrir fagurgala slíkra þorpara. Flestar eru þær trúai og dyggar og gæta bús og barna með jafnmikilli festu og ekkja peninganna sinna, þegar hún veit af einhverjum, sem ætlar sér að tæla hana til þess að komast yfir sparibaukinn hennar. Þótt mör'gæsin þoli flagaranum skjallyrði hans — því að henni þykir gott að hlusta á gullhamra eins og kvenfólkinu — verður hún ævareið um leið og „eiginmaðurinn" birtist og hjálpar honum við að reka flagar- ann á brott. — Starf „eiginmannsins" er hið sama og meðal flesta annarra dýrategunda, sem vinna í sameiningu að því að koma afkvæmunum á legg, — hann dregur björg í bú. Hann fer að heiman á hverjum morgni — eld- snemma og kveður konu sína með hneigingu, — og kemur til baka með kviðinn fullan af mat, sem hann fær í sjónum. Stundum er hann svo kvið- fullur, að hann verður að halla sér aftur á bak til þess að missa ekki jafnvægið. Og þegar hann að end- ingu er kominn heim, hallar hann höfði ungans aftur og gubbar fæð- unni upp í hann. Ungarnir í næstu hreiðrum kalla á hann og biðja hann um að gefa sér bita, en hann lætur sig köll þeirra engu skipta og fer beina leið að sínu eigin hreiðri. Hann T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 439

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.