Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Blaðsíða 8
Flokkur virðulegra mörgæsa í suöurheimskautslandinu býður gestl velkomna í hið kalda heimkynni sitt. er mjög nærgætinn og athugull, með- ao' ungarnir eru litlir og krefst þess oft að liggja sjálfur á Þá fer konan til veiða í staðinn. En seinna verða ungarnir svo mikil átvögl, að þeit fá ekki fylli sína aí því, sem hann dregur í bú. Þá biegður hann frú sinni á eintal og talar alvar- lega við hana um þetta vandamál: — Eg vinn frá morgni til kvölds, og þó hrekkur það ekki ti) þess að fæða ungana. Það bezta, sem við getum gert, er að senda þá á barnaheimili og fara svo bæði að vinna úti — Þetta er ef ti) vili ekki alveg orðrétt tilvitnun, en eitthvað þessu líkt fer þeim á milli. Þegar karlfuglinn get- ur ekki fætt ungana lengur einsam- afl, láta þau ungana frá sér. Annað- hvort taka „barnlaus hjón“ þá að sér eða þá að þau setja ungana á „barna- heimili“, sem er sameignarstofnun nrörgæsanna i byggðinni, og er henni stjóinað af mörgæsum, sem eru orðn- ar of gamlar til þess að geta leyst nokkuð annað starf aí hendi. — Því næst fara hjónakornin út saman og vinna baki brotnu hvern nýtan dag og færa „barnaheimilinu" til ráðstöf- unar, og njóta þá allir ungarnir góðs af. Algengt er, að á hverju „barna- heimili“ séu 12—20 ungar, sem all- ir foreldrarnir fæða sameiginlega. En um leið verða hin félagslegu bönd öðruvísi og fjölsftyldutengslin rofna. Foreldrarnir hætta að gera greinar- mun á sínum eigin ungum og ann- arra, og „hjónabandið“ leysist upp. ' En þau halda tryggð sinni við „barna- heimilið“, og allt starf þeirra snýst um að útvega ungunum þar næga fæðu. Fullvaxin mörgæs skiptir sér einungis af ungum, sem tilheyra hennar hópi, en það er mjög trúlegt, að ungi, sem villtist frá einu „barna- heimilinu'* til annars, fengi einnig að éta þar, því að skyldurækni mör- gæsanna beinist að ákveðnum stað, en ekki ákveðnum ungum. Félagslegar tilfinningar mörgæs- anna eru svo þroskaðar, að þær leita félagsskapar hver annarrar, meira að segja þegar þær standa andspænis dauðanum. — Dr. Murphy, sem er for- stöðumaður fugladeildarinnar við American Museum of Natural History, segir, að hann hafi til skamms tíma nær aldrei fundið lík mörgæsa, þrátt fyrir það, að hitastigið á þessum slóð- um er það lágt, að útilokað er, að þau rotni. En dag- nokkurn, þegar hann vann að rannsóknum á Suðurheims- skautinu, og gekk upp á háa hæð- arbrún, rakst hann á lítið vatn, sem var alveg tært, svo að sást til botns. Umhverfis vatnið stóðu nokkrar gaml- ar og sjúkar mörgæsir, sem voru að- framkomnar eftir að hafa gengið upp bratta hæðina alveg frá ströndinni. Hann gekk niður að vatninu, og á botni þess sá hann þúsundir dauðra mörgæsa. Þær lágu á bakinu með útbreidda vængi, og hvitar bringur þeirra skinu við gömlu mörgæsun- um, sem stóðu á bakaknum umhverfis og horfðu niður í vatnið. Venjulega gengur mörgæs, sern finnur dauðann nálgast, á land upp og stefnir á hæðina, sem sýna, hvar síð- ustu spor fuglanna hafa legið. Það er ein af gátum náttúrunnar, hvað það er, sem veldur því, að mörgæsirn- ar safnast til slíkra staða til að deyja. Það er alkunna, að á síðari hluta nítjándu aldar reis alþýðumenning mjög hátt í Þingeyjarsýslu. Ólust þar þá upp mörg skáld, sem þjóðkjrnn urðu. En miklu fleiri voru kallaðir en útvaldir voru, svo sem jafnan verður, og meðal þeirra, sem fengust við að yrkja, voru menn, sem litla grein höfðu gert sér fyrir því, á hveiju sú íþrótt byggðist. Sumt af því, sem þeir ortu, þótti samt svo skemmtilega ankannalegt, að það flaug manna á meðal, ekki síður en tiiþrifameiri skáldskapur. Kom þar, að sunrir þeir, sem betur kunnu, fóru að yrkja í blóra við leirskáldin eða stæla vísnagerð þeirra, sér til gam- ans. Af því tagi voru vísur, sem Jón Þorsteinsson á Arnarvatni orti sér og öðrum til skemmtunar um hrepps- nefndina í Mývatnssveit. I hrepps- nefndinni voru séra Árni Jónsson á Skútustöðum, Sigurður Jónsson í Baldursheimi, Sigurður Magnússon á Arnarvatni, Sigurjón Kristófersson á Grímsstöðum og Pétur Jónsson á Gautlöndum. Hreppsnefndarvísur Jóns á Arnarvatni voru á þessa leið: Séra Árni líka er oddviti furðuseigur. Prófastúrinn eignar sér allar sínar eigur. Mörgæsirnar búa við ákaflega hörð lífsskilyrði, og þess vegna hefur fé- lagsþroski komizt á hátt stig meðal þeirra. Þær slást aldrei upp á líf og dauða og misþyrma aldrei þeim, sem eru sjúkar, eins og svo algengt er meðal annarra fugla. Þær hafa mikla þörf fyrir að sýna ástúð, og samhygð þeirra er mikil. Og þegar manni verð- ur hugsað til félagsþroska þeirra dylst manni ekki, að mennirnir gætu lært ýmislegt af þeim. Svo er líka Sigurður, — Svipur heitir jórinn — harður og þurr sem þyrsklingur, þykkur er á honum bjórinn. Svo er annar Sigurður, sá er nafna verri, grunneyguí og gáfaður. Ormur bjó á Knerri. Svo er líka Sigurjón, Grímsstaðabúi bjó hann. Át hann bankabygg og grjón, korn og rúg — svo dó hann. Síðast nefnum Pétur vorn í ganglaginu fráan, hreppsnefndarinnar hringjuþorn. Húsfrú Þóra á hann. Þessum brag fylgdi svo vísa unr Sigurjón Jónsson á Geirastöðum, sem malaði korn' i myllu í árkvísl fyrir granna sína: Seigur hestur víst það er, Geirastaða-Skjóni. Mylluhjólið einlægt snýst hjá gamla Sigurjóni. ★ Sigurður, auknefndur kaggi, var fjósamaður hjá fyrirmönnum í Rang- árþingi, Þórði Guðmundssyni, al- Framhald á 454. síðu. HREPPSNEFNDARVfSUR OG KAGGAUÓÐ 440 T f IVl I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.