Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Síða 9
LEITAD LÆKNIS
SÍÐARI ÞÁTTUR FRÁSAGNAR
í Tungu var okkur tekið tveim hönd
um hjá Páli bónda Þorsteinssyni. Eg
hresstist við að fá góða næringu. Með
an numið var staðar, barst talið að
því, hvernig á ferðum mínum stæði.
Mór var sagt, að héraðslæknirinn
mundi aldrei fara suður.
„Hann' er ekki mikill ferðagarpur
•— og fært aðeins léttleikamönnum að
fara þennan veg“.
Eg sagðist samt ætla á leiðarenda.
Það er ekki langt frá Tungu út í
Búðakauptún. Páll fékk mér mann til
fylgdar og við gengum — engir hest-
ar heima við bæ og komin nótt.
Gísli beið í Tungu. Eg heyrði, að
Páll sagði við hann, þegar ég var að
fara út.
„Þetta er meiri andskotans dugnað-
urinn í þessum manni, að hafa komizt
þetta og ætla að halda áfram“.
Georg . lækni Georgssyni varð að
orði, þegar ég bar upp erindið við
hann:
„Ja, guð hjálpi mér. Hvernig hald-
ið þér, að þetta sé nú fært — að fara
suður í Lón, suður í Skaftafellssýslu?"
„Það veit ég ekki, en á þá maðurinn
að deyja, án þess að tilraun sé gerð
til að hjálpa honum?“ spurði ég.
„Ef þér treystið yður til að komast
fljótt suður, getið þér bjargað honum
alveg eins og ég. Þér fáið hjá mér
áhöld og ég sýni yður, hvernig á að
nota þau“.
Áhöldin voru dregin fram, nám-
skeiðið hófst. Þegar ég hafði sann-
fært okkur báða, lækninn og sjálfan
mig, um það, að ég kynni með þau
að fara, var kvatt og gengið til dyra.
Eg ætlaði að hefja heimförina um
nóttina, vissi, að ekki stóð á fylgdar-
manninum að kafa mjöllina í Tungu-
dai. —
Sigurður Jónsson, búfræðingur á
Reyðará, og Anna, kona hans, voru
stödd hjá frú Þóru Schou, systur
Önnu, er búsett var á Fáskrúðsfirði.
Höfðu þau farið í sláttarlokin þessa
fundaferð.
Eg náði snöggvast tali áf þeim;
frétti þá, að skip lægi þarna við
bryggju ferðbúið á leið til Djúpavogs.
Eg beið ekki boðanna, fór um borð
og bað um far.
Það gekk greiðlega.
— Sigurður á Reyðará ráðgerði að
snúa heimleiðis næstu daga — um
Stöðvarfjörð og Hvalnesskriður. Hann
lofaði að taka hestana, sem ég skildi
eftir á Gilsá. Var Gísli Eiríksson beð-
inn að sjá til þess, aö þeir kæmust
út aö Eydölum, áður en Sigurður færi
suður hjá. —
Landfestar leystar, siglt út fjörðinn.
Eg talaði við ýmsa farþega, Færey-
inga, sem voru á leið heim til sín —
höfðu verið í veri um sumarið á Vatt-
arnesi eða einhvers staðar á Austfjörð
um.
Eg fékk bæli í lestinni, bað Færey-
inganna að vekja mig, þegar komið
yrði á Djúpavog. Þeir lofuðu því upp
á æru og trú. En ég sofnaði bara aldr
ei; var búinn að vera svo óeðlilega
lengi svefnlaus. Á iaugardagsmorgun-
inn hafði verið farið eldsnemma á
fætur, þar sem stórhirðing var fram-
undan. Nú var komin aðfaranótt
þriðjudags — ég hafði ekki sofið einn
einasta klukkutíma, aðeins blundað
í Berufirði, sem áður er sagt, og horf
ið minni undir fjöllunum innan Al-
mannaskarðs, þegar ég var að hefja
ferðina.
Skipið kom til Djúpavogs fyrir há-
degi.
Bjart í lofti. Föl á sléttlendi, fann-
kyngi í fjallgörðum.
Þegar ég steig á land, kom ég auga
á hnakkhest; þekkti hestinn, hann
var frá Búlandsnesi.
Eg spurði nokkra næstadda menn,
hvort sá, sem ætti ráð á hestinum,
væri þarna í hópnum.
Því var neitað. Enginn vissi, hvar
maðurinn var niðurkominn, sennilega
í húsum — ef til vill hinum megin
við voginn.
Þorvaldur Pálsson
Sögumaður:
Jón Eiríksson í Volaseli
Skrásetjari:
Sigurjón Jónsson
frá Þorgeirsstööum
„Jæja, þegar hann spyr um hestinn,
segið þið að ég hafi tekið hann.“
Svo fór ég bara á klárnum, reið
greitt allar götur inn að Búlandsnesi,
sagði við frú Ragnhildi Thorlaeius:
„Eg stal þessum hesti úti á Djúpa-
vogi. Þú átt hann víst. Hvað má ég
fara langt á honum?“
„Svo langt, sem þú vilt“, sagði hún.
Á Þakeyrinni, sem er vestan við
Hamarsfjörð, rakst ég á Rauð frá
Svínhólum. Hann hafði ekki farið
neitt óðslega að skila sér heim — leit
helzt út fyrir, að hann væri að hinkra
eftir mér.
Eg skipti um reiðskjóta, skildi hest
inn frá Búlandsnesi eftir, hélt áfram í
reiðtygjunum.
Austarlega í Melrakkanesskjólunum
— hverjum mæti ég þar? — nema Ó1
afi Thorlacius, lækni ....
Hann var að koma landleið úr
Reykjavík. Fór á sunnudagskvöldið yf
ir Hornafjarðarfljót og frétti af ferð-
um mínum. Kom við í lyfjabúðinni á
Höfn.
Aðfaranótt mánudags gerði ákaft
úrfelli suður í Lóni, hélzt linnulaust
Georg Georgsson
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
441