Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Page 10
Ólafur Thorlacíus á reiðhesti sínum. allan daginn, þvaðraði af láglendi, festi fönn í fjöll. Fáir á ferli, sízt að nauðsynjalausu. En Ólafur læknir lét eigi deigan á síga. Eiríkur Einarsson í Þorgeirsstöð um fylgdi honum austur yfir Jökulsá. Læknirinn hjálpaði sjúklingnum í Hraunkoti. Svo lagði Ólafur Thorlacius út í olotahríðina á nýjan leik, settist þó að i Svínhólum; þótti ekki leggjandi á Lónsheiði. Hann reis árla úr rekkju næsta morgun. Og þarna var hann kominn! Hann sagði, að ég yrði aff snúa við og koma með sér, því að hann ætla'ði að senda Bjarna meðöl. Já, já, ég var fjöðrum fenginn yfir þessum góðu tíðindum og taldi ekki eftir mér að skreppa í Búlandsnes. Mér lá ekkert á, gat farið í hægðum minum og tekið lífinu rólega. Eg náði í Melrakkanes fyrir hátta- tíma, baðst gistingar hjá Helga bónda Einarssyni — hann er systursonur Bjarna Þorsteinssonar. Fékk prýðileg- ustu viðtökur á-Melrakkanesi, eins og alls staðar, sem ég kom. Þegar ég var háttaður ofan í ágætt rúm, hugs- aði ég gott til að bæta mér upp und- anfarandi svefnleysi. En þá var eitt- hvað farið að bila — ég sofnaði ekki dúr um nóttina, blundaði kannske und ir morguninn. Daginn eftir — sem var miðvikudag ur — komum við gamli Rauður í Svinhólum hsim í Lón. Skilaði meðöl- unum frá Ólafi lækni í Hraunkot. Bjarni var kátur og furðuhress. Það var mér sannarlega gleðiefni, bjóst við, að' hann væri illa kraminn eftir sjúkdóminn, sem raunar var, þó að hann harkaði af sér. Þennan dag hafði ég farið hægt yf- ir, var farinn að hvílast og svaf vært í rúmi mínu næstu nótt. Eg fékk samt í mig slæmsku — hlupu upp ígerðir og bólur á bakinu, svo vondar, að ég fór til læknis. Þá var Þorvaldur Pálsson kominn heim. Hann taldi, að þetta væri af of- þreytú, gerði við kýlin, skar í þau mörg, þessa nabba, og mér leið ágæt- lega — þurfti ekkert að liggja. Bjarni Þorsteinsson spurði, hvað ég setti ferðina. Eg setti hana auðvitað ekki neitt; ferðalagið kostaði mig varla annað en erfiðið. Endirinn varð góður — orðið sá sami, þó að ég hefði hvergi farið austur. Bjarna fannst þetta samt fjarska vel gert og var mér árciðanlega mjög þakklátur. Þegar ég var farinn að búa og vantaði mann 1 verk, var hann alltaf boðinn og búinn að rétta rnér hönd. IVLGIERÉF: Hér lýkur frásögninni „Leitað lækn is“. En að lokum verður gerð nánari grein fyrir sögumanninum og dregin fram fáein atriði til skýringar á þætt- inum. Jón Eiríksson er fæddur 29. jan. 1880 á Viðborði á Mýrum, sonur hjónanna Eiríks Jónssonar og Guð- nýjar Ijósmóður Sigurðardóttur, sem þá bjuggu á nefndum bæ. Eiríkur var sonur Jóns bónda á Rauðabergi, Eiríkssonar bónda á Þinganesi og Flatey, Árnasonar. Kona Eiríks Árnasonar var Þorbjörg Sig- urðardóttir frá- Heggsgerð'i í Suður- sveit, komin í móðurætt frá Ófeigi bónda Þorlákssyni í Byggðarholti í Lóni. — Annar sonur Þorbjargir og Ei- ríks var Árni bóndi á Sævarhólum í Suðursveit. Kvöld eitt í haustkauptíð var hann staddur á Djúpavogi, vék úr búð kaupmannsins hýr af góðri veig og batt klyfjar ásamt félögum sínum. Þeir höfðu lagt upp í nýlýsi sunnan úr Hornafirði, orðið tafsamt eins og oft vildi verða í votviðrum, þegar vötn ultu fram og stóðu á fjár rekstrum. Nú stafaði fullt tungl bjarma á voginn og fagrar klettaborg- ir. Árni leit til lof.ts og mælti: „Tarna er myndarlegt tungl, það er munur en helvízkur Hornafjarðar- máninn!“ Austanmenn skildu ekki gamansem- ina og reiknuðú hojium ummælin til fákaháttar. — Móðir Eiríks Jónssonar á Viðborði var Jórunn dóttir Jóns bónda í Borg- arhöfn, Þorleifssonar og konu hans Katrínar Jónsdóttur. Þorleiíur afi Jórunnar var sonur Sigurðar Stefáns- sonar yfirvalds Austur-Skai'tfellinga, fyrirrennara Jóns Helgasonar í Hof- felli. Tveir synir Sigurðar sýsluman.ns 442 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.