Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Qupperneq 13
Iei3angurir.il komsi að, sem þangað
fór 1941.
Upphaf menningar á Krít er óljós.
Það er sérkennileg staðreynd, að
borgirnar, hallirnar og garðarnir
höfðu aðallega risið á austurhluta eyj-
arinnar. Þetta virðist einkum hafa
stafað af því, að fyrstu menningar-
straumarnir hafa borizt úr austur-
átt. Upphaf margra þeirra var í Litlu
Asíu en annarra í Egyptalandi. Strönd
Litlu-Asíu opnaði heim Miðjarðarhafs
fyrir Súmerum og öðrum þeim, sem
byggðu sléttur Mesópótamíu.
Einhver elzta siðmenning. sem
þekkt er, er mynduð af Súmerum.
þessari óskiljanlegu þjóð, sem stofn-
aði fyrstu borgríki. sem heimurinn
þekkir, með fastmótuðu þjóðfélagi og
borgarsniði, varin virkisveggjum,
herjum og öðru því, sem nauðsynlegl
var til verndar þjóðfélaginu í heimi
öfundsjúkra nágranna. Ýmis afbrigði
af lifsháttum Súmera fluttust stöð
ugt vestur á bóginn og slæddust rneira
að segja til Mið-Evrópu jafnvel un*
3000 árum fyrir Krists burð.
Lrot af þessari menningu Mesópóta-
míu náðu ströndum Litlu-Asíu og bár-
ust þaðan yfir til Krítar, ef til vill
með framtakssömum ævintýramönn-
um. Að minnsta kosti virðast fyrstu
menningarhættir Krítar birtast full-
mótaðir, en ekki hafa þvóazt stig af
stigi frá steinöld hinni nýju, eins og
eðlilegast væri, ef þeir væru ekki að-
komnir. Fyrstu húsunum á Krít svip
ar mjög til bygginga Litlu-Asíu, er,
ganga ekki í gegnum frumstæð þró^
unarstig. Fyrstu leir'ker bronzaldar
á Krít eru þegar vel gerð og þola
samjöfnuð við önnur. Og næstu 500
ár voru tími mikilla framfara á öll-
um sviðum.
Frá 3000 til 2500 f. Kr. voru gerð-
ar fyrstu tilraunir til tryggingár al-
mermrar velmegunar. Næsta hálfa ár-
þúsundið, frá 2500 -2000 f. Kr. þróast *
byggingaiist, skipulagning borga, mál-
aralist, leirkerasmiði, skartgripagerð
og höggmyndaiist. Á þessum sama
tlma varð leturgerð Krítverja til. Hún ,
er ekki skyld neinni annarri, hvorki í t
Asíu né Egyptalandi, en á öðrum stöð- '
um hefur ekki verið fundin upp sjálf- ; -
stæð leturgerð. Það er því eitt af
merkustu atriðunum í sögu Krítar, að
þar var fundin upp hentug og yfir-
veguð aðferð til skriftar, annaðhvort
á leirtöflur eða með penna og bleki
á papýrus eða aðra slétta fleti. Þetta
var algerlega krítversk uppfinning og
á ekkert skylt við fleygrúnir Mesó-
pótamíu né myndletur Egyptalands. |
En hvernig gat öll þessi leikni og
hugkvæmni þróazt á svo lítilli eyju
sem Krít?
Eg tel svarið vera, að Krít náut j
stuðnings af tvennu — loftslagið var |
allt að því fullkomið, og eyjan var
næstum einangruð. Svo mikil vöm
var að hafinu, að ekki þurfti að' verja
landamærin eða hafa áhyggjur af ár-
ásum sjóræningja. Loftslagið er þann
ig, að aldrei er mjög kalt á veturna,
en nægilega heitt á sumrin til þess
að ávextir nái að þroskast vel og
uppskerubrestir af völdum veðurs ó-
þekktii. Lítið er um rigningar, en þó
nægilega mikið, og gnægð vatns er
að fá úr ám og fjallalækjum (and-
stæða Kýpur, þar sem sífelldur vatns-
skortur er). Staðurinn er sem valinn
til þessarar menningartilraunar. Krít
átti ekki við að stríða vatnsveituerfið-
ieika Mesópótamíu. Sandstormar
Egyptalands eða steikjandi sólarhiti
hrjáðu ekki íbúana. Á Krít voru enn
fremur skógar og eyjan var sjálfri sér
nóg með allt nauðsynlegt byggingar-
efni. Aftur á móti skorti bæði Egypta-
land og Mesópótamíu margt; Egypta-
land iiafði nógan stein, en minna var
um við; I Mesópótamíu var varla
nokkuð af steini hæfum i byggingar
og litlir skógar, Segja má því, að
Krit hafi byrjað sitt skeið með pálm
Annar hagur eyjarinnar var ein-
angrunin. Eins og að framan greinir,
var norðurströndin hættuleg — og
er það jafnvel enn skipum nútímans
— og erfitt um yik á suðurströndinni
sökum hafnleysu. Þá vtt' sjórán á
þessum tímum ekki ýkja ognvekjandi.
Siglingar voru varla til annars en
nauðsynlegustu flutninga og hugsan-
legir sjóræningjar að öllum líkindum
fáir og vanmáttugir.
Krítverjar óttuðust því enga, þar
sem þeir voru óhultir fyrir villimönn-
um meginlandsins og þá varla nokk-
ur, sem þeim gat staðjg stuggur af.
Um 2000 f. Kr. voru bæir og borg-
ir fullmótaðar. 1 fyrstu virðast hafa
risið upp sjálfstæð fylki, hvert með
sínum prinsi eða baróni, að líkindum
stiiðið eftir borgríkjum Súmera og
smákóngum þeirra. Stórar borgir
ris-u upp, svo sem Knossos (skammt
frá Kandia), Fæstos (tippi í eynni),
Mallía (við ströndina ekki langt frá
Kandía) og aðrar smærri borgir og
auðguðust vel á framleiðslu lands og
ann í höndunum.
Súlur og stoðir hallarinngangsins I Knossos (endurreist). Súlurnar eru úr gips-
kalki og málaðar dökkrauðar.
T I M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ
445