Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Side 15
Mirabellaflói og Soudaflói eru einu stóru skipalægin á norSurströnd Krítar, sem er ákaflega hafnlítil. Engar hafnir eru á suSurströndinni. Hún er kiettótt og strandlítll. umleikis, og prinsar bjuggu í höllum. En ekki er að finna nein fátækra- hverfi, sem voru svo algeng í austur- lenzkum borgum. Þessi mikla menning jókst að auð- legð og veldi. Um 1800 f. Kr. hafði hún náð svo háu stigi, að vart hafa önnur menningarskeið náð meiri full- komnun við Miðjarðarhaf. Lestur og skrift virðast hafa verið svo almenn, að gera má ráð fyrir, að hver al- mennur borgari hafi verið fær um hvort tveggja. í öllum stærri húsum hafa fundizt skrifaðir reikningar og skrár. Það hefur verið letrað a leir- töflur. Þarna kunna einnig að hafa dafnað bókmenntir, þótt við getum aðeins gert ráð fyrir því. Lögð hefur verið stund á hljómlist, því að ýmis hljóð'færi voru þekkt, svo sem hljóð- pípur og hörpur. Ein eyða er þó í það, sem lesa má úr fornleifunum. Ekki hefur tekizt að finna nein merki um víggirðingu borga, utan þess umbúnaðar sem lög- reglulið hverrar borgar hefur þurft við hlið borga og halla. Ekki er held- ur að finna nein strandvirki né um- merki land- eða sjóhers. Krítverjar hafa treyst einangrun sinni og þeirri staðreynd, að villimenn meginlands- ins, sem kynnu að vilja ráðast gegn þeim, höfð'u ekki kunnáttu til að kom- ast sjóleiðina heilir á húfi til Krítar. Og þeir höfðu rétt fyrir sér. Sam- kvæmt því sem við getum komizt næst voru íbúar Grikklands og eyj- anna í Egevshafi frumstæðir og höfðu enga þekkingu á sjóferðum, utan kunnáttu í meðferð lítilla kæna, sem komust aðeins fáeinar mílur frá ströndu í góðu veðri. Egyptaland var eina veldið í nágrenninu, sem átti her- skipv en samband Egyptalands ag Krítar virðist ávallt hafa verið vin- samlegt. Egyptar voru líka of önn- um kafnir við' gæzlu sinna eigin landa- mæi'a fyrir ásókn Libýu og fleiri landa til þess að geta sinnt herferð- um yfir' hafið. Og Krítverjar virðast hafa vitað þetta .og treyst á það. Og því er það, að' á Krit sjáum við þróast fyrsta evrópska menningarríkið, sem ekki þarf að sóa tíma og fé til hern- aðar og varna. Súmerar voru algjör andstæða þessa. Þeir höfðu sterka heri og víggirtar borgir og stóðu í ströngu við að verja ríkið fyi'ir inn- rásum flökkuherja og villimanna. Krítverjum hefði sennilega vel farnazt, ef ástandið hefði haldizt ó- breytt. Menning þeirra hefði aukizt að hagsæld og velmegun, árangur þeirra hefði verið krýndur meistara- verkum húsagerðar- og myndlistar, og lífshættir þeirra ef til vill borizt til annarra þjóða. Hver veit nema þeir hefðu komið á ríkjasambandi eyjanna, þar sem lífshættir þeirra þættu sjálf- sagðir. Vitað er, að þeir settust að á ýmsum nærliggjandi eyjum, t.d. Santoriu og Melos, og menjar við- skipta þeirra hafa jafnvel fundizt í Palestínu, Sýrlandi og á Kýpur. En framagirnm er mannlegur veikleiki, sem engu eirir. Krítverjar viðuðu smám saman að sér þekkingu á Grikk- landsskaga, og hún virðist hafa freist- að þeirra til að seilast til eins konar menningarlegra áhrifa í ýmsum smáv borgum í Suður- og Mið-Grikklandi. Og slík áhrif höfðu einnig viðskipta- leg áhrif í för með sér, því að þótt Krítverjar væru ekki stórframleiðend- T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 447

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.