Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Page 21
Glettur og gamansögur Bónorð úti undir vegg Maður, sem Stefán hét, kom á bæ þeirra erinda að biðja sér konu. Stúlkan, sem hann lagði hug á, hét Helga. Kallaði hann hana á eintal út undir bæjarvegg, en þegar á hólm inn kom, gat hann með engu móti Xomig orðum að erindi sínu. — Nú — hvern skrattann viltu mér, Stefán? sagði Helga, þegar henni fór að leiðast þófið. Viltu eiga mig — eða hvað? — Ja, það var nú einmitt það, 'sem u* stóð í mér, Helga mín, svaraði biðill inn. Var þá ísinn brotinn, og allt féll í Ijúfa löð. U* Óvenjuleg sjóferð Ólafur Olavius segir frá því í ferða bók sinni, ag árið 1775 hafi bóndi einn í Reykjarfirði í Grunnavíkur- hreppi, misst á flot bát, er hann hafði vanrækt að draga nógu vel und an sjó. Bónda þótti að vonum illt að missa bátinn, og með því að hann flaut ekki langt undan landi, hratt bóndi á flot rekaviðartré og settist þar klofvega á það. Ætlaði hann að stjaka sér á trénu ag bátnum. Nú tók hvort tveggja að reka, bát- inn og tréð, og bar bátinn undan, Reig bóndi trénu á sjó úti nálega heila nótt, unz vindur snerist svo, að allt bar aftur að landi. Þá var bóndi orðinn svo örmagna af vosbúð og kulda, marinn og blóðrisa á hnjám og olnbogum, að hann gat með naumindum skriðið til bæjar á fjór- um fótum. * Enn var hún komin Lengi var siður að leiða konur í kirkju eftir barnsburð. Prestur einn leiddi konu í kirkju með þessum formála: — Enn ertu komin, enn hefurðu viljað það, og enn skaltu fá það, því að mikið vill meira. Amen. Betra að biðja Þorlák Séra Sigurður Árnason á Hálsi í Fnjóskadal var á leið suður á iand meg lest til skreiðarkaupa. í för með honum var Þorlákur bóndi á Þórðarstöðum. Það gerðist í ferð þeirra, að klyf- beri bilaði á einum af hestum séra Sigurðar. Þegar prestur sér, hvernig komið er, kallar hann upp yfir sig: — Guð hjálpi mér!! En til hvers er það? Það má biðja Þorlák. u* Bágt á þessi aumingi Björn bóndi á Herjólfsstöðum í Laxárdal var drykkfellrlu: nokkuð, og varð honum oft tíðrætt um djöful- inn, þegar svo stóð á Með aldrinum fór hann þó meir að temja sér gælu nöfn á þeim höfðingja. Eitt sinn sagði hann: — Eg er nú öldungis hættur að nefna þann gamla, en ég kalla hann aumingja, því að bæði er það fínna, og svo finnst mér enginn vera annar eins aumingi og lianri. ■ - ■> 'iolvaði aumingi, sem er útrekinn frá allr.i guðs nág og miskunnsemi. í annað sinn táraðist hann að sögn yfir meðferðinni á Kölska og aumk aði hann sáran: — Bágt á þessi aumingi, svoleiðis, sem engan á að, en allir skamma. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 453

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.