Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Side 5
Gamall bóndí í Suður-Kína. Þessi maður hefur margt llfað: Endalausar styrjald- ir, flóð og hallæri, og um hans daga hefur landið bæðl verið kelsaradæmt og alþýðulýðveldi. Hann hefur séð Japanl velta eins og flóðbylgju inn yfir landið, Sjang Kæ-sék flýia og rauða herinn koma. Þrátf fyrir allt, sem yflr hann hefur gengið, getur hann enn brosað. verzlun. Og hún fór hraðvaxandi, Þessi viðskipti voru þó ekki ný af nálinni, því að ópíum hafði fyrst verið flutt til Kína frá Indlandi á fimmtándu öld. En vöxtur hljóp fyrst í þessi viðskipti á nítjándu öld, þeg- ar Norðurálfumenn, og einkum Aust- ur-Indíafélagið enska, tóku að ann- ast söluna. Það er talið, að Hol- íendingar í Austurlöndum hafi byrj- að á því að setja ópíum í tóbak í því skyni að verjast með því malaríu. Frá þeim barst þessi siður til Kína, og þar komst á sú venja að reykja ólyfjanina óblandaða. Stjórnarvöldum í Kína duldist, ekki, hve geigvænlegar afleiðingar ópíumreykingar höfðu. Þeim blæddi líka í augum, hve gífurlega miklu fé Kínverjar vörðu til þess að kaupa ópíum af útlendingum. Nálægt alda- mótunum 1800 var því bann lagt við öllum innflutningi á þessari nautna- vöru. En þá var ópíumverzlunin orðin mjög ábatasöm. Útlendir menn tóku að smygla vöru sinni inn í landið, og oft og iðulega var kínverskum embættismönnum mútað, svo að þeir þættust ekki verða neins varir. Kín- verska stjórnin svaraði með því að banna embættismönnum sínum öll mök við útlenda kaupmenn, og þung- um viðurlögum skyldi varða, ef ein- hver kenndi útlendingi kínverska eða mansjúrska tungu. Þetta nægði þó ekki. til þess að hamla gegn ópíum- sölunni. Hún færðist í aukana í skjóli mútuþægni og margvíslegrar spill- ingar. Þó kastaði fyrst tólfunum, er Englendingar sviptu Austur-Indíafé- laginu einkaleyfi sínu til Kínaverzl- unar um 1834 og leyfðu öllum ensk- um' kaupmönnum að reka þar verzl- un, eftir því sem þeir fengju við komið. Þegar kínverska stjórnin varð þess áskynja, hve gífurlegt ópíumsmyglið varð við þessa breytingu, afréð hún að grípa fast í taumana. Traustum manni, Lín Tse-hsí, var falið að kveða smyglið niður. Lín Tsehsí fór suður til Kanton- borgar, þar sem miðstöð þessarar verzlunar var, og skipaði öllum út- lendum kaupmönnum í borginni að láta af höndum allt ópíum, er í vörzlum þeirra kynni að vera. Þeir neituðu þessu fyrst í stað, en Lín Tse-hsí kúgaði þá til hlýðni Hann lét sveitir umkringja verksmiðjur þeirra og verzlunarhús, neyddi kín- verska verkamenn þeirra og þjón- ustulið til þess að ganga úr vistinni og lét einungis færa þeim mat, svo að þeir syltu ekki. Með þvílíkum ráðum beygði hann kaupmennina til hlýðni, svo að þeir skiluðu loks í hendur honum tuttugu þúsund ópí- umbögglum. Lín lét eyðileggja þetta allt. Síðan setti hann þær reglur, að skipstjórar' allir, sem til hafnar sigldu í Kanton, yrðu að ábyrgjast, að ekki væri ópíum á skipi þeirra. Ef þar skeikaði, skyldi skipið upp- tækt og farmur þess allur. Lín var þess fullviss, að hann væri að vinna þjóðþrifaverk. Hann innti það samvizkusamlega af höndum, er honum hafði falið, og grunaði sízt af öllu, hvað á eftir fylgdi. En þetta varð undanfari hræðilegra atburða: Styrjaldar við England, ósigurs Kín- verja og mjög niðurlægjandi friðar- samninga. Bölvaldurinn, sem kín- verska stjórnin hafði ætlað að gera útlægan, skyldi landið sitja uppi með. Það skipti engu máli, þótt ópíum væri þjóðarböl. Það gilti lika einu, hvað kínversk stjórnarvöld vildu. Á það eitt var litið, að ópíumsmygl var enskum kaupmönnum gróðavegur og ekkert var fjær skapi þeirra en missa þá tekjulind. Þarna voru óneit- anlega kaldrifjaðir menn að verki. Við hneykslumst. En hvarflar nokkr- um í hug, að á okkar dögum fær- ast menn í aukana við tóbaksaug- lýsingar, eftir að vísindamenn heims- ins hafa fært sönnur á, að sígarettu- reykingar auka stórkostlega tíðni banvænna og kvalafullra sjúkdóma? Ópíum það, sem Lín eyðilagði, liafði að mestu leyti verið tekið úr fórum enskra kaupmanna. Þess vegna krafðist þjóðarsómi þess, að Bretar færu með ófrið á hendur Kín- verjum árið 1840. Þessi ófriður hef- ur réttilega verið nefndur ópíum- stríðið, því að hann var háður í því skyni að kúga Kínverja til þess að búa við ópíumbölið. Kínverjum var um megn að kljást við enska flotann, sem lagði hafn- bann á Kanton og fleiri borgir. Eft- ir tvö ár urðu þeir að gefast upp, og árið 1842 var sá samningur gerð- ur í Nanking, að fimm hafnir skyldu I í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 149

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.