Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Síða 5
gigtarfjandinn beri oftast hálft í hvoru sigur úr býtum. Einn þeirra ágætu hermanna, er bíta í skjaldarendur og ógna verkjakvillum á vígvelli lækn- inganna, er Jón Ásgeirsson, fysioterapeut. Þeir munu ó- efað fylla nokkur hundruð, sem hafa leitað sér lækninga á stofu hans í kjallara Bændahallar- innar, og því var ég, gigtar- Í'aus blaðamaður, eilítið vand- ræðalegur, þegar ég hitti hann að máli og bað hann þess eins að masa við mig í klukkustund eða svo. Ég hafði einhvern veginn á tilfinningunni, að hann væri því vanastur að kynnast fólki með hönd unum. — Hvað þýðir eiginlega þetta orð, fysioterapeut? — Það hefur gengið hálfilla að þýða þetta orð á íslenzku. Það er sett saman úr tveim orðum, fysio- logi lífeðlisfræði, og terapy, lækn- ingafræði. Með tilliti til þessa, gæti ég státað af nafni eins og „lífeðlis- legur lækningafræðingur“, en mér þykir það fremur stirt. Hér á landi þýða spekingar orðið ,fysioterapeut‘ með „sjúkraþjálfari“, en það nær því varla. Þegar ég byrjaði með stofu á Hverfisgötunni, var orðið „sjúkraþjálfari" ekki til orðið. Ég gekk á fund orðabókarnefndar og ýmissa tungusérfræðinga, en þeir gátu lítið sem ekkert hjálpað, svo ég valdi þann kostinn að nota erlenda heitið. í fyrstu nefndist starfið einungis „massage11, nudd, en síðar bættist svokölluð sjúkraleikfimi við nuddið og þá var tekið upp á því að nota orðið „sygegymnastik". Þegar nám þyngdist og raftækjalækningar komu til sögunnar, varð „fysioterapy“ látið tákna þetta allt saman, það er að segja nuddið, sjúkraleikfimina og raftækjalækningarnar. Raunar má einnig telja heilsurækt, líkamsbeit- ingu og því um líkt til sérmennt- unar minnar. —Hvað kom þér til að takast á hendur þennan starfa? — Ég veit það ekki, satt að segja. Ég stundaði nám við iþrótta kennaraskólann, en vildi gjarn an læra eitthvað meira en leikfimiskennslu. Þá var mér bent á þetta, og ég _ var því hreint ekki fráhverfur. Ýmsir hvöttu mig til að gera_ þetta, og það varð úr að lokum. Ég sótti um inngöngu í „Oslo Ortopediske Insti T t M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ tut“ í Ósló og fékk hana. Það var inntökuskilyrði af skólans hálfu, að væntanlegir nemendur störfuðu í þrjá mánuði á sjúkrahúsi, svo þeir mættu kynnast því andrúms- lofti, sem ríkir á meðal sjúklinga. Ég vann því í þrjá mánuði á Landspítalan- um en fór svo til Noregs árið nítján hundruð fimmtíu og sjö. — Ert þú fyrstur íslendinga að nema þessa grein? —Nei. íslenzk stúlka var við skólann árið á undan mér, og önnur var þar nokkrum árum áður. Eftir dvöl mína þar hafa og nokkrir íslendingar komið til skólans. Hins vegar hefur þeim gengið fremur illa að komast að, því aðsókn að skólanum er mikil. Færri stunda þar nám en vilja. En mér skilst, að breytinga sé að vænta á þessu. Skólinn var einkastofnun, en nú mun vera í bígerð að taka upp nýtt rekstrarfyrirkomulag, og þá mun íslendingum veitast auðveldara að fá inngöngu í skólann. — Eru ekki fleiri slíkir skólar á Norðurlöndum? —Jú. Það eru skólar í Lundi, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Aar- hus og sjálfsagt víðar, þó ég viti það ekki. Þessi grein er jú einnig kennd út um allan heim, og Banda- ríkjamenn standa mjög framarlega á þessu sviði. — Hvað segirðu mér af náminu. — í Ósló tekur námið tuttugu og fjóra mánuði. Það er aðallega fólgið í líffærafræði, hreyfingafræði, taugafræði og öðru slíku. Nú svo lærum við einnig lækninga fræði. Við verðum að þekkja sjúk dómana, sem við fáumst við, og geta beitt viðeigandi ’æknismeð- ferð. — Að námi loknu .. .? — í fyrstunni -vann ég í Ósló, eða allt til.haustsins nítján hundr- uð og sextíu, en þá kom ég hingað heim í september. Mánuði síðar opnaði ég stofu við Hverfisgötu, en flutti þaðan og hingað í Bænda- höllina fyrir tæpum þrem árum. — Hvernig er starfi þínu hagað hér á stofunni? — Segja má, að starfið sé þrí- þætt. f fyrsta lagi tökum við á móti fólki, sem þarfnast meðferðar, sökum ýmissa verkjakvilla. í öðru lagi hjálpum við fólki, sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig, það er að segjá veitum „profylak- tíska“ meðferð, eins og sagt er á útlendu máli. Sem sagt að koma í veg fyrir hugsanlega gigtarkvilla með nuddi og öðrum aðferðum. í þriðja lagi legg ég mikla áherzlu á að kenna fólki að beita líkaman- um rétt við störf. Það er anzi stórt mál, sjáðu til. Hingað kem- ur til dæmis fjöldinn allur af ungu fólki, sem hefur slæmt bak, ekki endilega gigt, en óþægilega verki, vöðvabólgu, taugabólgu í hálsi, herðum og upp í höfuð. I mörgum tilvikum er or- sökin einungis sú, að fólkið beitir líkamanum skakkt við vinnuna. Þá er gagnslaust að gefa þessu fólki pillur, stuttbylgjur eða hljóðbylgj- ur. Ef til vill má stilla verkinn í ein hvern tíma, en síðan vex hann að nýju, ef ekki er komizt fyrir orsök- ina, sem — í mörgum tilvikum — má leita í vinnunni. Á Norðurlöndum hefur verið lögð mikil áherzla á þennan þátt heil- brigðisfræðslunnar. í Gautaborg var stofnaður félagsskapur, sem nefnist „Hálsa och Arbete." Hann hefur deildir í öllum stærstu borg- um hinna Norðurlandanna nema íslands, en ég hef reynt að fylgjast með starfsemi þessa félags og annarra slíkra og kynna þetta hér heima. Ég hef haldið fyrirlestra yfir starfshópum og kennt fólki, hvernig skuli lyfta, bera og draga, sitja við skriftir og vélritun og svo framvegis. Þetta er ákaflega mikilsvert. Þegar menn hafa ekki hugmynd um, hvernig eigi að beita líkamanum getur það haft ýmsar afleiðingar. Til dæm- is hafa komið til mín menn með bakið í keng, allt í ólagi, einungis vegna þess að beir mokuðu snjó frá bílskúrshurðinni eða fóru út í garðinn að reyta illgresi. Rétt Hkainsbeiting, ing kæmi alveg í veg fyrir svona lagað. Ég reyni að kenna mönnurn að beygja hnén, þegar þeir taka upp þunga hluti og svo framvegis. Þetta er ákaflega einfalt, engin vís- indi, en mjög mikilvægt fyrir líkam- lega heilsu fólks. Við getum til dæmis tekið jafn- einfalt atriði og að sitja í stól. Þá er nauðsynlegt, að stólbakið styðji við mjóhrygginn. Nú er hægt að fá stóla, sem unnt er að hækka og lækka og snúa á alla vegu. En hvernig situr fólk í þess- um stólum. Það situr alveg eins og það sitji á eld- húskoll. Stólbakið langt fyrir aftan hrygginn og kemur að engu gagni. 29

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.