Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 7
„Hitinn er venjulega um þaS bil eitt hundraS gráður, og rakinn er fimmtiu til sex-
tfu prósent. Þetta er alls ekkl óþægilegt . . ."
lampar, og i hiaum flokkn-
um eru ýmis þjálfunartæki,
teygjur gormar, lyftingatæki,
stór og lítil lóð, rimlar og önn-
ur leikfimiáhöld, hjól og sitt hvað
fleira.
Á stofunni geta bæði börn og full-
orðnir, konur og karlar, stundað
þrekæfingar og líkamsþjálfun.
— Þið veitið nudd?
— Já, ég hef finnskt nuddfólk.
— Eru allir stofugestir nuddaðir?
— Nei, sumir geta beðið tjón, ef
þeir eru nuddaðir. Til dæmis getur
verið hættulegt að nudda, ef æða-
hnútar eru í vöðvanum. Nuddfólk
verður að vita gerla, hvað það hefur
á milli handanna. Ég hef mjög þjálf
að starfsfólk og reyni að hafa gott
samstarf við þá lækna, sem senda
sjúklinga hingað til meðferðar.
—Hvaða áhrif hefur nudd á lík-
amann?
— Það er nú ef til vill ekki svo
gott að útskýra það í stuttu máli.
Nuddið hitar, blóðrásin eykst við
hitann, vöðvarnir mýkjast og slappa
af. Stífir vöðvar þrengja að æðum,
sem í þeim liggja, og blóðrásin um
æðarnar verður treg. Þá berst ekki
nægilega mikið af næringarefnum
til vöðvans, og í annan stað losnar
vöðvinn ekki við nægilega mikið af
úrgangsefnum. Ef slík úrgangsefni,
mjólkursýra og fleiri efni, safnast
fyrir í vöðvanum, veldur það
þreytu, óþægindum og verk. Með
því að nudda vöðvann og hita
hann er unnt að mýkja hann
æðarnar víkka, blóðrásin verður
eðlileg og efnaskiptin örari, verk-
urinn hverfur. Heibrigður vöðvi
nýtur ekki síður góðs af nuddi,
hann stífnar ekki, og blóðrásin
helzt nokkurn veginn stöðug.
— Er nudd algengasta meðferð,
sem gigtarsjúklingar fá hér á stof-
unni?
— Ég veit nú ekki, hvort svo er.
Nudd er oft látið fytgja
annarri meðferð. Fyrst er
beitt raflækningatækjum, hita-
lömpum eða bylgjutækjum,
og síðan fylgt á eftir með nuddi.
— Hvaða kraftaverk gera stutt-
bylgjurnar og hljóðbylgjurnar?
— Ja, það er nokkuð flókið mál,
og ég veit ekki, hvort hægt er að
gefa á því einhverja alþýðuskýring.
I grundvallaratriðum myndast hiti,
þegar bylgjurnar skella á vöðvan-
um, og í kjölfar hans koma ýmsar
sameindarbreytingar.
— Hér er einnig baðstofa.
— Já. Þetta er finnsk baðstofa,
sauna, það er að segja þurr hiti. Því
þurrara sem loftið er því léttara er
líkamanum um að svitna og losna
við úrgangsefni. Hitinn' er venju-
lega um það bil eitt hundrað gráð-
ur, og rakinn er fimmtíu til sextíu
prósent. Þetta er alls ekki óþægi-
legt. Mettað loft, gufa, er miklu
óþægilegra. Þetta er bæði hressing
og lækning.
— Þola allir þurrbaðstofuna?
— Nei, ekki hjartveikt fólk eða
það, sem hefur einhverjar blóðrás-
artruflanir.
—Eru sjúklingar í meiri nluta á
stofunni?
— Já. Flestir, sem koma bingað,
hafa tilvísun frá lækni.
— En hún er ekkert sáluhjálpar-
atriði?
— Nei, alls ekki.
—Sækja offitungar hjálp hing-
að?
—Já, það slæðist einn og einn.
— Getið þið hjálpað þeim?
— Það er vel hægt, en skilyrði
þeirrar hjálpar er breyting á matar-
æði. Það er alveg þýðingarlaust að
sitja á baðstofunni, svitna, láta
nudda sig, iðka hreyfingu, erfiða og
fara síðan heim til sín og háma í
sig mat. Matarlystina verður að aga,
ef losa skal fólk við fitu. Meðferð
hér á stofunni flýtir mjög fyrir,
ef mataræðinu er breytt.
— Hafa gigtarkvillar gerzt al-
mennri en áður?
— Vafalítið.
— Hvers vegna þá?
— Sannleikurinn er sá, að fólk
hreyfir sig allt of lítið. Hreyfingar-
leysi nútímamannsins er algert
hneyksli. Þetta er svo almennt, að
má telja til undantekninga, ef ég
hitti mann, sem nennir að hreyfa
sig eitthvað. Þorri fólks situr á sín-
um neðri enda, sem er mjög alvar-
legt mál. Líkaminn krefst þess, að
á hann sé reynt. Hann er byggður
til áreynslu, erfiðis. Það er eins og
einn spekingurinn sagði: Ekki er
nóg að lifa lífinu, við verðum að
T f M I N M _ SUNNUDAGSBLAÐ
31
/