Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Side 10
r ✓ Hrafnadalur í HrútafirSi. ' Ljósmynd: Tryggvi Samúelsson. Ingólfur Jónsson: Gengið tii stofu í Hrafnadal Það er vordagur árið 1929. Tíu ára drengur er á íerð upp með Prestsbakkaá. „Gakktu bara upp með ánni, unz þú kemur þar að, sem beygja er á heúni, taktu þá stefnu þvert yfir holtið, og þegar þú kemur yfir það, ertu kominn að Hrafnadal.“ Þetta hafði verið sagt áður en ég, lagði af stað, því að drengurinn, sem þarna var á ferð var sá, er þetta ritar, og ég hafði sagt, að ekki væri hætta á, að ég villtist, svo oft hefði ég vitjað kinda allt upp í Hlíðarbrekku móti Hrafnadal og eitt sinn orðið svo langförull að koma að Stapavatni, þar sem beitiland Prestsbakkajarðar endar og við taka afréttir. Ég hafði lagt upp í þessa för skömmu eftir há- degið, en orðið tafsöm gangan með ánni. Áin varð strax vinur, er ég fluttist norður, eins og sjórinn. Niður árinnar barst á kvöldin inn í gömlu baðstofuna heima og varð að svefnlagi vor, sumar og haust. En á veturna, er hún rann þögul undir ísþaki, tók sjórinn við og kvað hátt og beitti brimgný sínum óspart í hljómkviðu stormsins. En sjórinn bar okkur líka skeljar, kóralla og ótal óskagripi, sem mynduðu fjársjóði barna, sem áður höfðu verið í dal langt frá sjó. En áin átti sína leyndardóma, eigi síður en sjórinn. Hún átti faylji með silungum og laxi — fallegum, spretthörðum og glitrandi fiskum — gljúfur, þar sem klettar og snasir freistuðu þeirra, sem höfðu gaman af klifri, og þar uxu eyrarróskir, undurfögur blóm, en þeim var ekki auðnáð, þar sem þau voru yfirleitt á illgengum stöðum. Svo var þar hrafns- hreiður í háum kletti, sem við bræður vorum ákveðn- ir að klifra upp í, en það var ekki enn orðið. En síðast en ekki sízt voru smáhellisskútar, þar sem hægt var að láta sig dreyma daglangt. Kyrrðin og værðin við mildan nið árinnar var undursamleg. Þar átti hugurinn samleið með álfum og dvergum og öðrum góðvættum, sem bjuggu í björgum. Þá var gott að vera til og eignast örlitla hlutdeild í heimi verndarvættanna, sem flestum voru ósýnilegir. Ég hafði fallið í þá freistni að staldra við, og sá tími, sem mér fannst örstuttur, hafði orðið að klukku- stundum. Það var því tekið að halla degi, þegar ég var á leið yfii holtið heim að Hrafnadal. Ekki hafði ég hugmynd um, að þetta holt höfðu forfeður mínir oft gengið, þar sem Bjarni Halldórsson, faðir Jóns á Fögiubrekku, langafa föður míns, hafði búið þar um þrjátíu ár frá því fyrir aldamótin 1800 til 1826, ásamt konu sinni, Sigríði Jónsdóttur. Hann hafði komið þangað frá Litlu-Ávík í Víkursveit, nyrztu sveit Strandasýslu, en á leiðinni fundið konuefni sitt, Sigríði á Bræðrabrekku í Bitrufirði, og þá hætt við fyrirhugaða ferð til Suðurnesja og setzt að í Hrafna- 34 TtlHINM — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.