Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Side 13
Hér segir meðal annars frá
• hugarólgu, sem Kiljan, Torfi og tíkin vöktu vestur á Nýja-íslandi
• hugvekjunum, þar sem hvergi var vikið illu orði að aumingja fjandanum
• yngimundunum norðlenzku, sem nú gengu í end- urnýjun lífdaganna
• fertugasta kaflanum í Vefaranum mikla, sem læknaði hefðarfrúr af tannpínu
• stúlkum, sem voru eins og gíraffar í girðingu á göngu sinni um bæinn
• bifhjólinu ráðríka, sem geystist með mann úr Brekkugötu fram að Saurbæ
í Miklabæ og Borgarnesi: 4rið
1927 hefur vitjað min og boðið
mér að gera sitt hxós ekki minna
en ársins 1926. Þetta er viðlíka
vandi og ég trúi, að margur prest-
urinn hafi komizt j, þegar grann-
ar, sem héldu sér nokkuð jafnt
til gildis, dóu með skömmu milli-
bili og gera varð báðum ekkjunum
og öllum öðrurn til hæfis.
En ekki þar fyrir — engin ó-
hæfa er að tala fallega um árið
1927, og mun ég þess jafnan minn-
ast, er ég heyri góðs árs getið.
Þegar það hófst, var Kristín Dahl-
stedt veitingakona á Laugavegi 11,
Tobba hætt að syngja í Ljóninu
og Olsen hinn danski ekki búinn
að stofna White Star. Guðrún
Matthíasdóttir bar heimsins digr-
ustu og beztu kleinur á borð með
kaffinu á Öldunni, og á sumrin
tóku þau gestum opnum örmum
á Þingvöllum, Brúsastaðabóndinn í
Valhöll og Gunna gamla, sem í
tvo áratugi hafði verið mnan
stokks í Konungshúsinu. Hinrik
læknir Thorarensen á Siglufirði
var hættur að karbólþvo og joð-
bera krambúleraða Norðmenn og
skrámaða íslendinga, því að hann
var orðinn ríkur og átti helft ails
þess, sem til afþreyingar mátti
verða í kaupstaðnum í landlegum
— kvikmyndahús, danssali, gisti-
hús og veitingahús. Og vestur í
Hólminum var Hansína, kona marg
vís og ræðin við aufúsugesti í góðu
tómi.
Einar Olgeirsson hafði akur sáinn
í höfuðstað Norðurlands og beið
uppskeru, og Frímann Arngríms-
son þreyttist ekki á að boða trúna
á rafmagnið, lítt haldinn að mat
og klæðum, og leita grjóts og
skelja handa sementsverksmiðju.
Séra Sigurður Einarsson gisti Flat-
ey, þar sem himneskast er að
lifa á vorin 1 bland við æðarfugl
og hrognkelsi, og Guðmundur
(Hagalín var ekki enn kominn í
kunningsskap við ísfirzku kerling
una, sem alla sína hundstíð og
kattarævi hafði kosið Jón Auðunn
Jónsson, þar til skáldið leiddi
henni fyrir sjónir, að eitthvað
myndi bogið við frammistöðu þess
manns, sem sat ár eftir ár á þingi
og komst aldrei í efri deild. Hall-
dór Kiljan Laxness, sem til allrar
hamingju missti af slysaskipinu
BaTholm haustið 1926 og drukkn-
aði þess vegna ekki við Mýrar,
lagði leið sína vestur til Ameriku
og slapp óskaddaður frá því að
lesa söguna um Torfa Torfason og
tíkina í skóginum á Nýja-íslandi í
áheyrn Sveins matvörukaupmanns
Þorvaldssonar í Riverton — það
voru í salnum svo sterkir menn,
að þeir gátu haldið þessum ramm-
eflda Skagfirðingi.
í Árborg komst skáldið ekki í
neinar mannraunir við sögulestur-
inn, því að Pétur Sigurðsson beitti
einungis rökræður, þótt ekki
geðjaðist honum sem bezt að því,
er hinn ungi landi hans hafði
sagt um hjónabandið á íslendinga-
deginum á Hnausum. En Árborg
valdi Pétur til þessara andmæla sök
um þess, að þar voru hjónabönd
sérlega ánægjuleg og barnmörg
venju fremur. Járnbrautarlestin,
gamalt skrifli, skrönglaðist sem sé
í gegnum bæinn morgun hvern
klukkan sex, góðri stundu fyrir
fótaferðartíma, og vakti allar hjóna
rýjur staðarins. En fólkið iðju-
samt af gömlum vana og vildi
enga stund láta fara til spillis.
Magnús Guðbjörnsson var
frægur maður af maraþon-
hlaupum sínum, Jakob Bjarna-
son frá Sviðugörðum geisp-
aði golunni í Seattle, afarmenni að
burðum og einna mestur íslend-
inga á vöxf, en Oddur Sigurgeirs-
son, eldrauður á hár og skegg,
þrammaði götur Reykjavikur í
fornmannabúningi, sem ætti að
varðveitast á safni eins og skrúði
Jóns Arasonar. í Borgarnesi var
Guðmundur Th., orðkringasti
hrossarekstrarmaður og meðreiðar
sveinn höfðingja á landi hér.
Bjarni á Brúsastöðum var aftur á
móti haldinn orðljótastur íslend-
inga á þeim dögum, enda Jiölvaði
hann hroðalegar en nokkur boli,
sem enskar lífsleiðakerlingar átu
í Valhöll.
Víðar voru í útlöndum menn,
sem ánægjulega voru á sig komn-
ir, heldur en í Riverton við ís-
lendingafljót. Mússólíni var orðinn
goð á stalli á Ítalíu og Jósef
Pilsúdúskí hafði náð tökum á Pól-
verjum. Frökkum og Spánverjum
hafði giftusamlega tekizt að
brjóta Riff-Kabýla í Norður-
Afríku á bak aftur, enda
tími til kominn, þar eð
nær hundrað ár voru liðin síðan
Frakkar sendu fyrstu „friðunar-
sveitirnar“ í fjallbyggðir þeirra í
góðu trausti á kristindóminn og
mannkærleikann. (Ekki eru þó til
tækar ólækar heimildir, er sanni,
að Kristur hafi verið þar herstjór-
inn eins og Spellmann kardínáli
gerði uppskátt nú á jólunum, að
tilfellið væri í Viet-Nam).
Vestur í Bandaríkjunum voru
þeir forsvaranlega drepnir í raf-
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
37