Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 14
magnsstólnum, Sacco og Vanzetti, sekir fundnir um morð á gjald- kera í skóverksmiðju. Það skipti ekki miklu máli, þótt þriðji mað- ur væri búinn að meðganga gjald- keramorðið, áður en í verk komst að kála þeim, því að þetta voru byltingarseggir og bolsivíkkar, sem höfðu hlaupizt suður í Mexíkó, þeg ar átti að kalla þá í herþjónustu, og hreinasta þarfaverk að slátra þeim. Þeir voru af því taginu, að öxin og moldin geymdi þá bezt, og óþarfi að gera sér rellu út af sekt eða sýknu. í Kína var aftur á móti ískyggilegt umhorfs eins og glöggt var tekið fram í einu Reykjavíkurblaðanna: „Sjang Kæ- sék er í rauninni blóðrauður bolsi og hann ætlar sér að ■ivipta út- lendinga öllum þeim sérréttindum, er þeir hafa haft í Kína.“ Því er ekki að leyna, að tals- vert hark. varð víða um lönd út af því, 1 hvers konar stól þeim Sacco og Vanzetti var vísað til sæt- is, jafnvel upphlaup í Kaupmanna- höfn. En kurr sá, sem nokkuð gætti á Vestfjörðum, stafaði af öðru. Hvítir miðar, áletraðir af kaupmanninum, höfðu lengi þótt gulls ígildi á Þingeyri og Bíldudal, — ekkert minna en ein hin mestu veraldargæði, sem unnt var að höndla. En nú hafði fyrir nokkru sannazt, að þeir gátu skyndi- lega orðið verðlitlir, svo að hvorki fékkst framar út á þá kaffi né sykur. Þar á ofan höfðu bankarnir eignast rösklega tuttugu fiskibáta, sem þeim virtist ekkert í mun að halda til fiskjar, þó að sjómenn teldu tíðarfar ekki rysj- ugri en svo, að sullast mætti á mið in. En það getur alltaf hent, að sitt sýnist hvorum, og sízt af öllu er það ónáttúrlegt, að bankar og sjómenn geti verið á öndverðum meiði. Annars var allt í góðu gengi. Landsmenn voru að kynna sér nýja hugvekjubók, samskotabók hundrað presta, og þar reyndist andskotinn, sem þó hafði lengi sætt illu umtali i landinu, hvergi nefndur á nafn, og svo lagt út af orðum Krists um perluna dýr- mætu, að guðsríki gætu menn öðl- ast, án þess að fórna neinum ^er- aldarimossum. Þarna var sem sagt mikið í boði, en lítils krafizt, og umskipti gagnger frá því lorðum var, þegar nálaraugað var talið úlfaldanum greiðari leið en ríkum manni hlið himnaríkis. Þessari út- leggingu var að sjálfsögðu vel tek- ið af flestum, svipað skattalækk- un. Hitt vakti frekar nokkurn urg, er séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ birti pésa sinn, Var Jesús sonum Jóseps? Jóni prentsmiðju- stjóra Helgasyni sýndist einkum í tvísýnu stefnt hinu gamla versi: Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, Jesús minn. í þessum svifum kom þó upp úr kafinu, að höfðinginn, sem hvergi var nefndur í hugvekjum prest- anna, átti sér enn óðal á jörðu hér. Sem menn deildu um faðerni piltsins úr trésmiðshúsinu í Naza- ret kom Jóhannes, sonur Stefáns stórbónda Sveinssonar á Uppsölum í Blönduhlíð, vestan úr Ameríku og tjáði löndum sínum uppgötvun sína: „Helvíti er landflæmi milli Atlantshafs og Kyrrahafs11. Og hann orti kvæði mergjað um siðu manna og háttu á þessum slóðum. Öllu hrikalegri lýsing hefur ekki verið felld í rím og stuðla síðan Vísnabókin var prentuð á Hólum. Þetta ár var þó ekki einungis hag stætt sálarheill manna, heldur gáfst líka sumum fyrirhafnarlítil lækning líkamlegra meina. Svart- listarmenn í prentsmiðjunni Acta höfðu verið í önnum að prenta Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Kiljan. Og nú bar til, að frú ein af góðum stigum, sem hafði orðið sér úti um bókina, fékk ákafa tannpínu. í kvöl sinni hóf hún að lesa fertugasta kaflann, og með því að þetta var í rauninni harðgerð kona, lét hún þjáningarn ar ekki á sig bíta, heldur hélt lestrinum áfram. Og er skemmst af því, að tannpínan var horfin, er hún hafði lokið fertugasta og öðrum kaflanum. Glöð yfir snögg- um og óvæntum bata kom hún sögu sinni á framfæri við blöðin, öðrum giftum konum til leiðbein- ingar, líkt og stundum var gert, þegar fólk læknaðist við straum og skjálfta af uppþembu, gallstein- um og berklum. Víðfrægari en tannpínukerling- arnar, sem hlutu meinabót við lest- ur valinna kafla í þessari undra- lækningabók Kiljans, urðu þó aft- urbatabesefarnir norðlenzku, sem raunar færi bezt á að kalla yngi- munda. Er þar þá komið, að nefna verður til sögunnar menn, sem margrætt varð um þessi misseri — Steinach, Voranoff og héraðslækn- inn á Hvammstanga, Jónas Sveins- son. Þessir menn sýsluðu allir nokkuð við kirtla í mannslíkaman um, og voru hinir fyrmefndu læri- feðurnir, en Hvammstangalæknir lærisveinninn. Var þar komið þess- um tilraunum, að við blasti, að ekki þyrfti nema lítilfjörlega hag- ræðingu á réttum stað til þess að rosknir menn yngdust upp, og við dálitla ígræðslu voru góðar horf- ur á, að þeir köstuðu alveg elli- belgnum og yrðu liðtækir til allra athafna til jafns við æskumenn. Öldruðum mönnum fannst að von- um, að þeir hefðu fæðzt á giftu- mikilli öld, og fjármörgum bú- mönnum varð til þess hugsað, hvort lambhrútar þeirra kynnu ekki geta komið að sama gagni og aparnir í apabúri Voranoffs pró- fessors, til endurnýjunar lífsfjöri gamalla manna. Hinir íslenzku yngimundar urðu aðnjótandi þeirrar aðgerðar, sem kennd var við Steinach. Til slíkr- ar uppyngingar þurfti enga hluti aðfengna, og virtist þó sitthvað benda til þess, að hún gæti gefið dágóða raun. Annar þeirra tveggja manna, sem fyrstir reyndu þessa nýlundu, festi ráð sitt að skömm- um tíma liðnum, kominn á sjö- tugsaldur. Á hinum urðu aftur á móti ekki neinar þær breytingar, er umtalsverðar þóttu. Af hinum þriðja spunnust mestar sögur. Það var þurfamaður, kominn hátt á átt- ræðisaldur og hafði lengi þjáðzt af berklaveiki. Hann leitaði læknis- ins upphaflega vegna kviðslits, alls vonlaus um það, að hans biði endur nýjun lífdaganna. En þegar í tal barst milli karlsins og læknisins, að unnt kynni að vera að hressa hann við og lengja líf hans til nokkurra muna, vildi gamli mað- urinn óðfús, að þess yrði freistað— Við þetta urðu yngingarnar á Hvammstanga fyrst landsfrægar, og olli því mest, hvaða dilk aðgerð- in dró á eftir sér. Karlinn gerðist fljótlega umsvifameiri og hávaða- samari en honum var títt og þar með allvífinn. Urðu að þessu svo mikil brögð, að hreppstjóri sá, sem hann var hjá, þóttist tiineyddur að heimta meira meðlag vegna óróa þess og verktafa, sem hlutust af hátterni yngimundarins á heimil- inu. Hreppsnefndinni brá önota- lega í brún, er henni barst krafa um fjögur hundruð króna aukatil- Iag á ári, og þótti henni sem þetta hefði allt hlotizt af Jónasi Sveins- syni eg óviðurkvæmilegu fitli hans 38 llHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.