Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Side 17
Frásögn af ferðalagi í Víðidal í Stafafellsf jðllum: ÁTTA I ÓBYGGÐAFERD Víðidalur — þetta nafn bregður fyrir hugskotssjónunum upp mynd af búskap og örlögum fólks á fyrri tíma, baráttu þess við óblíð náttúru öfl og voveiflegum hrakningum og dauða. En þó leynist í nafninu ilmur íslenzkra öræfa og kyrrð hinnar ósnortnu náttúru, djúp og holl þögn, ásamt tign og mikilleik. En í önnum daganna muna ekki margir eftir Víðidal, enda er þess varla von. Hann lætur ekki mikið yfir sér, þar sem hann leynist inn á milli hárra fjalla og jökla. En nánar til tekið er Víðidalur upp af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu og er þaðan sem næst í landnorð- ur. Austan við hann rís Hofsjökull (eystri) en suðvestan og vestan hans Kollumúli og Kollumúlaheiði. Og næstu nágrannar hans í vestri eru Tröllakrókar, stórhrikalegir, klettadrangar, og stærsti jökull landsins. í norðri endar Víðidalur í svokölluðum Víðidalsdrögum, sem ná að Hrauni, sem skilur að Fljótsdal og dalina inn af suður- fjörðum Austfjarða. Þann ll._ágúst í sumar ákváðum við, nokkrir menn á Breiðdalsvík, að takast ferð á hendur til þess að skoða þennan afskekkta dal og fara um leið í hina stórhrikalegu Tröllakróka. Við höfðum rætt þetta nokkrum sinnum áður, og svo hafði einn leiðangursmanna, Stefán Stefánsson, verið við raflagnir suð ur í Geithellnum í Álftafirði, þar sem hann hafði fregnað að kom- ast mætti á bílum langt inn í Geit- hellnadal. Væri þá ekki nema um tveggja stunda liðugur gangur í Víðidal. Um svipað leyti sáum við kvikmynd, sem Ásgeir Long sýndi hér austur frá. Var hún af för nokkurra manna og kvenna í Víði- dal og Tröllakróka í fyrra. Þetta var góð mynd og kveikti hún ferða hug í brjóstum okkar. Því að hvað er skemmtilegra og hollara en ferðir í óbyggðir vors fagra lands? Við ákváðum því að hefja för- ina 12. ágúst og útbjuggum okkur í skyndi með nesti og nýja striga- skó, ásamt svefnpokum, tveim tjöldum, eldunartækjum, matvæl- um, korti og öðru fleira, að ó- gleymdum myndavélum, því að allt skyldi myndað, jafnt dautt sem lifandi. Fara skyldi á tveim bif reiðum, nánar tilgreint Rússajepp- um. Það skal tekið fram, að það var ekki af stjórnmálalegum á- stæðum, heldur hafa jeppar þessir sýnt og sannað ágæti sitt og yfir- burði yfir aðra bíla, er fara þarf vegleysur og vötn. Jepparnir voru „teknir í gegn“ kvöldið áður: Smurðir, athugaðir hjólbarðar og sitthvað fleira, er gætnir ferðamenn gera, áður en lagt er í langa för. Það voru horfur á góðu veðri, því að veður- stofan spáði hæð yfir landinu. Greinarhöfundur hafði líka litið í almanak Þjóðvinafélagsins og þótt- ist þar sjá af göngu og stöðu tungls- ins, að gott veður væri framundan og lét þess getið við ferðafélaga sína með spámannlegu látbragði). Það var því varla á betra kosið. Föstudagsmorguninn 12. ágúst vaknaði ég snemma. Ég hafði ein- hvern fiðring í maganum, ekki ó- líkan þeim er ég hafði morguninn, sem ég fermdist. Ég rakaði af mér vikugamalt skegg og tók svo að binda saman föggur mínar. Brátt var hafurtaskið komið í jeppana, og leiðangursmenn stigu inn. í jeppann U-938 fór mestallur farangurinn, ásamt undirrituðum og bifreiðaeiganda og stjóra, Sigur- steini G. Melsteð verkstæðisfor- manni. Þar sem þessi jeppi var með blæju, en liinn trónaði með 30 þúsund króna trefjaplasthús, þótti betra og skemmtilegra að hafa meira af farþegunum þar, því að úr honum mátti sjá svo vítt, er séð varð. í þann jeppa, sem bar einkennisstafina X-455, stigu þeir eigandi og ökumaður, Stefán Stefánsson rafvirkjameistari Arnþór Andrésson iðnnemi og Árni Guðmundsson stýrimaður. Það var því harðsnúið lið, sem ók úr hlaði klukkan hálftíu. Veðrið. var, ehss og til stóð, norðangola ' og glaðasólskin, (enda vitnaði greinarhöfundur mjög í sína spá- dóma). Var nú ekið, sem leið ligg- ur inn Breiðdal, áleiðis til Álfta- fjarðar. Berufjörður heilsaði okkur a!úð- lega, og sjaldan hef ég séð eins vel til vesturs frá Streitishvarfi og þennan dag. Papey glóði í hafinu, og hvarflaði að mér vísa, sem er eftir Eirík Sigurðsson, skólastjóra á Akureyri og tek ég mér það bessaleyfi að hafa hana eftir: Útvörður við Austurland ertu, ljúfa sögueyja. Berðu sægrænt silfurband, seiðandi sem æskumeyja. Og enn vestar gnæfði Eystra- Horn í blárri fjarlægðarmóðu, en þó sáust glöggt hinar bröttu slcrið- ur þess og stæltu hamranef. Við komum við í Krossgerði á Berufj arðarströnd og ætluðum að vita, hvort Ingólf Árnason, bónda þar, myndi fýsa að slást í okkar félagsskap, þar sem við vissíim, að hann er áhugasamur náttúruskoð- ari og skemmtilegur ferðafélagi. Bóndi tók okkur vel og vorum við drifnir inn í kaffi. Og á meðan við drukkum það, útbjó Ingólfur sig í förina, þar sem hann var ný- búinn að hirða upp og átti lítið hey undir. Hver getur líka hafnað þátttöku í slíkri ferð. Við lukum kaffinu og fengum í nefið hjá Ingólfi, þeir sem það vildu, og var síðan ekið úr hlaði. Næsti viðkomu- staður var Djúpivogur, því að þar ætlaði Ingólfur að fá sér strigaskó Berufjörður er langur (um 22- 23 km.) en inn fyrir hann þarf að fara, til þess að komaít á Djúpa vog. Mér datt í hug, að frændu: vorir Norðmenn myndu vera bún- ir að brúa hann, því að þetta er fjölfarin leið og vegur mjög vond- ur, nema inni við fjarðarbotn. Og Fyrri hluti frásagnar Guðjóns Sveinssonar á Breiðdalsvík T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 41

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.