Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Blaðsíða 18
þetta er læknisleið, því að læknir- inn á Djúpavogi er einnig læknir Breiðdælinga. Það var rjómalogn í Fossár- víkinni og sást til botns langt út. En handan fjarðarins móktu bænda býlin í grænum og gulum túnum og brött og svipmikil fjöll gnæfðu í baksýn og spegluðu sig mikillát í bláskærum græðinum. Því verður ekki neitað, að Berufjarðarströnd er falleg sveit og umgengni þar til sóma, og mætti þar margur af læra. Á Djúpavogi var bátur frá Hafn- arfirði að landa síld og fólk að vinna við síldarfrystingu. Síldar- bræðslan sendi hvítan mökk upp í tært loftið, og það var peninga- lykt og annríki í plássinu. Ingólf- ur fékk sína strigaskó, og hann keypti einnig nokkrar flöskur af malti. Á götunni mættum við manni, svarthærðum og snoð- klipptum. Hann hét Hrafnkell Kára son og var í vinnu á Djúpavogi, en þó Reykvíkingur. Það fór fyr ir honum eins og bóndanum í Krossgerði: Hann stóðst ekki mát- ið, sótti sinn svefnsekk ,keypti sér strigaskó og skellti sér með okkur. Við vorum því orðnir sjö talsins. er við héldum inn Hamarsfjörð. Og þá fór að rigna (til hrellingar fyrir veðurspámanninn). En við töldum þetta ekki nema skúr. Hamarsfjörður er stuttur, en fag ur fjörður. Dalurinn inn af hon- um er alllangur og víst talinn mjög fallegur. í Hamarsfirði átti okkar ágæti listamaður, Ríkarður Jóns- son eitt sinn heima. Og Hamars- fjörður tengist Víðidal örlítið, því að á Bragðavelli í Hamarsfirði flutt ist bóndi sá, er síðast bjó í Víði- dal, Iaust fyrir síðustu aldamót. Fljótlega var Hamarsfjörður að baki, og Álftafjörður heilsaði okk- ur með álftasöng, því að þar voru stórir hópar af þessum tígulegu fuglum. Enn voru skúraleiðingar í lofti, en þó farið að létta til. Við kviðum engu. Við höfðum ákveð- ið að stanza á Geithellnum og fá þar nánari vitneskju um hina fyr- irhuguðu leið. Á Geithellnum er tvíbýli, og búa þar bræður tveir, Einar og Þor- finnur. Við hittum hinn síðar- nefnda við hlöðu, þar sem hann var að moka heyi í blásara, þrátt fyrir regnið. Þetta var maður í lægra^ meðallagi, en kviklegur og glettinn á svip. Honum leizt auð- sýnilega ekki kempulega á okkur, og var auðheyrt, að hann hafðí litla trú á því, að við næðum fyr- irhuguðum áfangastað. Hann efað- ist meira að segja um, að við kæm- umst eins langt inn Geithellnadal á okkar jeppum og þeir Álftfirðing ar á sínum. — En það er hábölvað fyrir ykk ur að hafa engan kunnugan ineð ykkur, sagði Þorfinnur. Við játtum því, og Ingólfur jnnti eftir því, hvort Skari í Nesi myndi ekki vera fáanlegur til þess að koma með okkur. Þorfinnur taldi það ekki útilok- að. — Ég skal hringja í hann. Þið komið inn á meðan og fáið ykkur kaffi. Og inn fórum við og settumst í stofu. Brátt kom Þorfinnur til okkar og sagði okkur, að Óskar ætlaði að koma með okkur, og yrði hann ferðbúinn eftir skamma stund. í því kom kona Þorfinns, Guðný Jónsdóttir, í dyrnar og bað okkur að gera svo vel að setjast að kaffiborðinu. Þetta var kona hvít fyrir hærum og sköruleg. Á meðan kaffið var drukkið og kök- um gerð góð skil, ræddu þeir bændurnir um heyskap og gras- sprettu. Síðan barst talið að hin- um fornu ábúendum Víðidals, og 42 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.