Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 21
SNJOLLUSTU
LAGARDÝRIN
I Ijós hefur komið, svo sem
kunnugt er, að hvalategundir ýms-
ar eru gæddar mikilli skynsemd og
góðum hæíileika til þess að nema
og samlagast nýjum aðstæðum.
Smá hveli, svo sem höfrungar,
læra auðveldlega margs konar
þrautir, og það ér jafnvel hald
sumra vísindamanna, að hvalir eigi
sér eitthvað það, sem kalla má
mál — það er að segja hafi vald
á fjölbreytilegu hljóðkerfi, sem
þeir beiti U1 þess að tjá sig á marg
víslegri hátt en önnur dýr jarSar,
að manninum einum undanskild-
um.
Myndin var tekin í lagardýra-
safninu á r'Iórída, og er höfrung-
ur að leika lisUr sínar fyrir mik-
inn fjölda áhorfenda.
f norðvestri var Snæfell, eift svipfriðasta fjall iandsins.
Ljósmynd: Sigursteinn Meisteð.
að við tjölduðum á móunum, þar
sem við vorum staddir, enda kiukk
an orðin hálftvö að nóttu.
Ekki var hægt að segja, að ljald
staðurinn væri góður. En ekki auð-
velt að finna annan betri i myrkr-
inu. Við lögðum því frá okkur íögg
urnar, kveiktum á vasaljósum og
byrjuðum að reisa tjaldið. Við ætl-
uðum einungis að reisa annað tjald
ið og reyna að hola okkur þar nib-
ur, átta manns í sex manna tjaldi.
Eftir að tjaldið hafði verið reist,
var kveikt á gassuðutæki og sótt
vatn í Innri-Þverá og brátt angaði
súpulykt um tjaldið og munnvatns
kirtlarnir tóku til starfa. Þetta var
finasta hænsnakjötssúpa, og Stefán
Stefánsson deildi henni út, einni
og hálfri ausu á mann. En við vor-
um líka með fransbrauð, flatbrauð,
kjöt og svið, og Ingólfur lét okkur
í té niðursoðnar perur, ættaðar
sunnan úr Ástralíu. Á eftir feng-
um við okkur kaffi og dæstum af
vellíðan. Síðan bjuggum við okkur
í háttinn, og var ekki hægt að
segja, að það gengi hljóðalaust,
því að þröng var á þingi. En þó
komumst við allir í poka okkar og
slökktum ljósin.Og cil þess að all-
ir sofnuðu fljótt og vel, sagði Addí
eina draugasögu, sem átti að hafa
gerzt suður á Hellisheiði. Brátt fór
ein og ein hrota að heyrast, og
von bráðar voru allir sofnaðir við
svæfandi nið Innri-Þverár.
I I B I N N - SllNNURfAGSBLAÐ
45