Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 3
r ■ : íf«S! , Oturinn hefur átt heimkynni í mörgumMöndum eins lengi og sögur greina og miklu lengur þó. Samt eru þeir fáir, sem þekkja hann vel. En í stutt'j máli má um hann segja, að hann er heillandi dýr og sund- snillingur hinn mesti. ÞaS er sérkennilegt viö otra, að kvendýr getur gotiS hvenær árs sem er. Þó er búið ekkert sérstaklega hlýlegt. Otrar láta sér oft lynda smugur undir trjárótum eða holur í vatnsbakka. En göng verða helit að vera úr búinu út í vatn. Við veiðar i ám syndir oturinn gegn straumi, þvi að fiskar snúa að jafn aði höfðinu andstreymis. Oturinn kemur aftan að þeim, kafar undir þá og bitur þá á kviðinn. Með svip uðum hætti veiðir hann endur. Fá dýr eru jafn gefin fyrir leiki og otrar. Menn hafa séð þá fleygja smá- steinum í vatn og kafa svo eftir þeim. Og otrar eru oftar að leikjum en menn vita. Þeir iðka þá mest, þegar menn sofa. Á sumrin fara otrar á kreik i I jósaskiptunum. A vetrum sjá menn stundum hyski renna sér á belgnum í brekk- um. Otrarnir kjaga upp á brekku brúnina og renna sér siðan niður, hver á eftir öðrum. Við þetta geta þeir unað klukkustundum saman, þegar vel liggur á þeim. eymUH Nkr t- faHsmm Otrar eru ekki neinir snillingar við veið ar á landi, en þeim mun kræfari í vatni. Þegar otur eltir fisk, nær hann sund- hraða, sem svarar til sextán kilómetra á klukkustund. Yfirráðasvæði sitt umhverfis helgar oturinn sér með því að drita hér og þar á því. Lyktin hermir öllum, sem að garði ber, að þetta er eignarland annars oturs. þurru landi veiðir oturinn fugla og ýmis konar nagdýr. En hérar eru ekki hans meðfæri. Fiskur er aðalfæðan, og í gaddi verður þröngt i búi hjá honum. v T f M I N IM - SUNNUDAGSBLAÐ 99

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.