Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 7
Tíberíus keisari með sigurkrans um hárlð. vakti skelfingu og sorg í Róm. Ágústus keisari var svo yfirkom- inn af harmi, að hann lét hvorki skera hár sitt né skegg í marga mánuði eftir atburðinn og sló stund um höfðinu í örvinglan við hurð salar síns og hrópaði: „Varus! Varus!, Skilaðu aftur hersveitunum mínum.“ En kveinstafir hans máttu sín einskis. Tíberíus hélt brátt með her sinn til Germaníu, kom á friði og stöðv- aði sókn Germana vestur á bóginn En niðurstaðan varð sú eftir nokk- urt þóf, að keisarinn ákvað, að landamærin skyldu færð til Rínar á ný og hætt við að gera Germaníu að rómversku skattlandi. Hinn 27 ára fullhugi, Arminíus, sem lagt hafði á ráðin og stjórnað aðförinni í Teftóborgarskógi, hlaut ekki verðuga viðurkenningu fyrir afrek sitt. Hann lifði eftir þetta i nokkur ár og átti í margvíslegum erjum heima fyrir. Að síðustu var hann myrtur á laun af eigin mönn- um. Atburðirnir árið 9 urðu þess vald andi, að Germanir fengu áfram að lifa sínu lífi, frjálsir og óháðir, meðan Rómverjar réðu öllum lönd um Evrópu vestan Rínar og sunn- an Dónár. Þess vegna hélt líka þýzk og norræn tunga og menning velli. En enginn veit, hvort svo hefði far- ið, ef rómversk yfirráð og latnesk tunga hefðu orðið ríkjandi allt að suðurlandamærum Danmerkur. Orrustan 1 Teftóborgarskógi mark- ar því þáttaskil sem einn hinna ör- Syrgjandi kona af þjóðflokki Germana. Styftu þessari hefur verlð gefið nafn konu hlns germanska kappa, Arminf- pusar. lagaríkustu atburra í sögu Norður- álfu. Richard Beck; FERÐA- VÍSUR FLOGIÐ VESTUR Vestur hafblátt himindjúp hraðfleyg þota svífur, ofar skýja hvítum hjúp hrannir loftsins klýfur. FJALLASÝN Á VETRARMORGNI (í Denver, Kóloradó) Klædd í mjúkrar mjalla pell, morgunroða glituð, tigin gnæfa fjöll og fell, furðumyndum rituð. í KALIFORNÍU Gróðurfagrir glitra lundir, gullin aldin skógur ber. En alltaf brosa gamlar grundir grænar djúpt í huga mér. Á HEIMLEIÐ Austur loftin há og heið heim er gott að snúa, hálfrar álfu langa leið léttum vængjum brúa. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 1C3

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.