Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 14
lokið, er til fararbúnaðar þyrfti. En Jón var ekki af baki dottinn: „Ertu búinn að hvísla?“ spurði hann. Kom upp úr dúrnum, að því ekyldi hvíslað í eyru hestsins, að ítann ætti að bera lík. Ólafur gerði svo. Jón í Skipholti var samt ekki ánægður: .,Ertu búinn að blása?“ spurði Vvnn. Kvað hann jafnan eiga að lyfta tagli líkburðarhests, blása undir það 1 kross og segja amen. Þegar þessu var öllu fullnægt, gat líkfylgdin loks sigið úr hlaði. Efalaust er, að Ólafur hefur ver- ið bláfátækur. Ábýlið eitt myndi nægja því til sönnunar. En það tal- ar líka sínu máli, að móðir hans var hreppsómagi, og eru engar lík- ur til þess, að lagt hefði verið með henni úr sveitarsjóði, ef Ólafur eða einhver annar, sem hún átti að, hefði með nokkru móti getað séð henni farborða í ellinni. Einsýnt er því, að föng hafa verið af skorn- um skammti í Hildarseli. Engar getgátur verða uppi hafð- ar um það, hvernig atlæti nafi ver- ið þar. En lítið var um lífsþægindi hirt í Hreppunum á þeim tíma, er Guðbjörg var á barnsaldri, líkt og víðá annars staðar. Svo vill til, að til er allglögg lýsing á daglegum háttum þar í sveitinni frá þessum árum, þar sem er ævisaga Jóns Eiríkssonar frá Högnastöðum, litlu eldri manns en Guðbjörg Ólafs- dóttir. Að vísu er líklegt, að lífs- kjörin í æsku hans hafi tekið á sig öllu dekkri lit í endurminningu hans en réttmætt er, en engin ástæða er þó til að væna hann um það, að hann hafi sagt rangt frá um efnisatriði. Hann telur til dæm- is, að á uppvaxtarárum. sínum hafi fjalagólf einungis verið í fjórum baðstofum af sextíu í allri syeit- inni, og rúmin voru yfirleitt bálk- ar, sem á var breitt hey og skipt um einu sinni á ári — fyrir jólin. í fletum þessum höfðu flestir brekán undir sér og ofan á. Al- siða var að börn og unglingar jafn- vel kvenfólk gengi berfætt á sumr- in milli bæja, og hlífðarflíkur, er vatni héldu, voru fágætar. En svell þæft vaðmálið var líka hlýtt. Áreiðanlegt er, að ekkert gólf hefur verið í bænum í Hildar- seli, kannski ekki þiljur heldur. Guðbjörg hefur án alls efa sofið í heyfleti á bálki án annarra rúm- fata en brekána og kannski gæru- skinna Og pestarkjöt hefur þar vissulega verið skammtað í askana, því að á bernskuárum hennar var bráðapestin tekin að gera mikinn usla víða um land, og er þess sér- staklega getið sum árin á áttunda áratugnum, að hún hafi verið skæð í Hreppunúm. En þá voru engin ráð kunn, er dugðu gegn þessum vágesti. Allsleysi var þó ekki 1 Hildarseli. Þess er til dæmis getið, að það væru bækur svo nægja mætti. Þar er auðvitað átt við guðsorðabæk- ur — hugvekjur, sálmabækur og þess háttar. Og uppfræðing Guð- bjargar litlu hefur ekki verið van- 'rækt, þótt fast kunni henni að hafa verið haldið að verkum. Hún fékk mjög góðan vitnisburð hjá séra Steindóri Briem, þegar hún fermdist í Hruna vorið 1883: „Les og kann ágætlega, skilur dável, skrifar og reiknar vel, siðferði ágætt.“ Loks er þess getið, svona til að taka af allan vafa, að hún sé ekki sveitarbarn. Ólafur hefur því sjálfur kostað uppeldi henn- ar, og kann að vera, að hagur hans hafi farið batnandi á þessu árabili. Einsætt virðist, að Guðbjörg haif verið næm stúlka og iðin, og ekki hefur hún eingöngu vanizt útigösli, því að hún varð vel vinnandi, þeg- ar fram liðu stundir. En þar hefur hún ef til vill notið þeirra heim- ila, sem hún vistaðist á, er hún fór úr foðurgarði. Og er þá, að því komið að segja frá ferli hennar á meðan hún dvaldist í vistum á Suðurlandi. V. Guðbjörg fór að heiman fimmtán ára gömul. Þá hefur hún verið tal- in þess um komin að vinna fyrir sér. Komst hún brátt á heimili, þar sem hún átti síðan langdvalir. Það var Tungufell. Tungufell er efsti bær í Hruna- mannahreppi, og þar bjó um þess- ar mundir gróinn bóndi, Bjarni söðlasmiður Jónsson. Kona hans- hét Katrín Jónsdóttir, og voru bæði orðin aldurhnigin. Virðist þeim hafa getizt allvel að nýju vinnu- konunni og hún kunni vistinni þar svo vel, að hún hirti ekki um að fara í annan stað, unz styttast fór í búskap gömlu hjónanna. Gerðist Guðbjörg afkastamikil spunakona og góður vefari, og er sennilegast, að í þeim efnum hafi Tungufells- heimilið verið henni drýgsti verk- skólinn. Um 1890 fór Guðbjórg vescur yfir ár að Vatnsleysu í Biskupstung um. Þar voru þá einnig hjú Einar nokkur Einarsson og Evlalía Jóns- dóttir, er voru í þann veginn að binda saman trúss sín. Reistu þau bú í Bóli árið 1891, og fór Guð- björg með þeim þangað. Þrem ár- um síðar fór hún aftur til Tungu- fellsfólksins að Ásum í Gnúpverja hreppi, þar sem þá bjó Sigríður Bjarnadóttir, er hún hafði verið samtíða heima í Tungufelli, og mað ur hennar, Jón Guðmundsson. Fylgdi hún þessum hjónum síðan að Jötu í Hrunamannahreppi og þaðan að Mosfelli í Mosfellssveit. Þær sögur Guðbjargar, sem Klausturselsfólk hefur varðveitt í minni sér, gerðust allar á þessum árum, er hún var á milli tvítugs og þrítugs, og voru atvik mjög á sömu lund og Guðrún Aðalsteins- 'dóttir greinir í frásögn sinni, að því einu undanskildu, að Guðbjörg var ekki jafnung og ætla mætti af henni. Meðal næstu bæja við Ból í Biskupstungum eru Kervatnsstað- ir og Arnarholt. Á Kervatnsstöðum bjó um 1890 maður sá, sem hét Þórarinn Jónsson, en í Arnarholti Erlendur Þorvarðsson. Hann var ekkill og átti uppkomin börn, en gekk um þessar, mundir að eiga systur Þórarins á Kervatnsstöðum. Erlendur var kallaður maður harð- lyndur og óvæginn og gætti þess ekki sízt á heimili hans Einn sona Erlends hét Oddur, kominn á þrítugsaldur, -og hafði ekki gott atlæti af hendi föður síns. Hið fyrsta sumar Guðbjarg- ar á Bóli var venju fremur örðug sambúð feðganna, og er það sögn, að Erlendur hafi um þær mundir legið syni sínum stórlega á hálsi fyrir atvik, sem henti hann í ver- stöð einni um veturinn, sprottið af missætti út af spilum. Var Oddi mjög þungt í skapi og allur heim- ilisbragur í Arnarholti óyndisleg- ur. Nokkru eftir hundadaga hvarf Oddur að heiman og fannst ekki, þótt hans væri leitað. Vissi enginn, hvað af honum var orðið, og leið svo af sumarið. Um haustið gerði frost og nokkur snjóalög um vet- urnætur og síðar hluta nóvember- mánaðar urðu áfreðar víða svo miklar, að með öllu tók fyrir jörð, og varð að gefa fé inni að mestu leyti. Beitarhús á Kervatnsstöðum voru allfjarri bæ og þar við hey- 110 tíminn - sunnudagsblað

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.