Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 6
manir mjög sínu fram og skeyttu lítt um yfirráð Rómverja. Keisar- inn fól þá Tíberíusi að fullkomna verk hins fallna bróður norður þar, og gerði hann út mikla her leiðangra til Germaníu árið 8 f. Kr. og árið 4 e. Kr. Braut hann Ger- mani til algerrar hlýðni, svo að enginn vafi sýndist leika á því, að Germanía væri orðin tryggt skattland Rómverja og landamær in endanlega flutt frá Rín til Sax elfar. Nokkru síðar, árið 7 e. Kr., tók nýr maður við landstjórn í Ger- maníu. Hét hann Varus og hafði áður verið skattlandsstjóri í Sýr- landi. Hann var mikils metinn í Róm, en þótti ærið harður í horn að taka. Lagði hann þunga skatta og ýmsir kvaðir á Germani, og tóku þeir slíku mjög dræmt. Má vera, að framferði hans hafi átt nokkurn þátt í, að yfirráðum Róm verja í Germaníu lauk ekki löngu eftir að hann kom til valda, gerð ist það bæði óvænt og sviplega. Þjóðflokkur einn í Germaníu nefndist Kerúskar. Höfðingi þeirra um þessar mundir hét Hermann eða Arminíus eins og hann nefnd ist á latneskri tungu Rómverja. Ungur hafði hann gengið í her þjónustu í Róm, svo sem títt var meðal Germana, getið sér gott orð fengið rómverskan borgararétt og jafnvel verið sæmdur aðalstign sem riddari. Eins og nærri má geta þekkti hann gerla hernaðartækni og bardagaaðferðir Rómverja og kom það honum að góðu gagni síð- ar. Þegar dvölinni hjá Rómverjum var lokið og Arminíus kominn heim í ríki sitt, fann hann það furðu fljótt, svo sem margir aðrir Germanir, að hið forna frelsi var úti og yfirráð Rómverja voru böl, sem losna þyrtfi við með einhverj- um ráðum. En það var hægara sagt en gert, þvi að hinn rómverski örn sleppti ógjarna því, sem hann einu sinni hafði fest í klær sínar. Svo voru Germanir sundraðir innbyrð- is og ekki um neina þjóðlega sam- stöðu að ræða hjá þeim á þessum tímum. Arminíus hugsaði málið í kyrrþey um hríð og undirbjó áætl- un um það, hvernig takast mætti að sigrast á Rómverjum. Því næst skýrði hann helztu vinum sínum og allmörgum öðrum höfðingjum Germana frá hugmyndum sínum og fékk þá í lið með sér. Árið 9 e.Kr. bárust Varusi land- stjóra fréttir um, að þjóðflokkur austur í landi hefði hafið upp- reisn. Lagði hann því brátt upp með her sinn frá vetrarbúðunum við Rín til að berja niður óróasegg- ina. Skipaði hann Arminíusi og nokkrum öðrum höfðingjum heima manna að fylgja sér Leiðangurinn lenti í ýmsum erfiðleikum, og sótt- ist seint ferðin um véglaust land- ið, þar sem skiptust á rótlaus mýr- arfen og þéttir, villugjarnir skóg- ar. I Teftóborgarskógi vestan Harzfjalla hurfu Arminíus og aðr- ir germanskir fylgdarmenn frá Varúsi. Hafði það verið ákveðið og skipulagt fyrirfram í samræmi við áætlun Arminíusar, og voru germ- anskir herflokkar hér og þar í skóginum umhverfis Rómverja. Þegar Varus landstjóri var þarna staddur með her sinn i þéttasta myrkviðinum, hófu Germanir und ir stjórn Arminíusar árásir á lið hans úr öllum áttum, svo að erfitt var um viðnám. í sama mund dundi yfir óveður með roki og ofsa legri rigningu, svo að lækir urðu sem stórfljót og jörðin að kvik- syndi. Rómverjar vörðust af mik- illi hreysti hinum óvæntu óvinum, sem alls staðar spruttu fram úr fylgsnum sínum. Margir árásar- manna féllu, en það kom að litlu gagni, því að sífellt fylltu nýir menn í skörðin. Með náttmyrkrinu hætti bardaginn, en byrjaði af sömu heift hinn næsta og hinn þriðja dag. Þá mátti mótspyrnu Rómverja heita lokið. Mikill meiri hluti hers þeirra, þrjár legíónir, rúmlega tólf þúsund menn, höfðu verið brytjaðir niður, en nokkrir komust undan á flótta. Allmarga tóku Germanir til fanga og blót- uðu goðunum til að þakka sigur- inn. Varus landstjóri fékk sár í bar daganum, og er hann sá, aö hverju fór lét hann fallast í örvæntingu á sverð sitt. Ýmsir foringja hans gerðu hið sama, er þeir sáu, að allt var glatað. Fregnin um orrustuna í Teftó- borgarskógi og hinn algera ósigur Rómverja og tortímingu hersins 102 | I M I N IV - SDNNGUAÍÍSHLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.