Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Blaðsíða 8
þegar hann hafði fastað í níu daga, var loks birt loforð um, að byrjað skyldi á verkinu eftir fimm mánuði. Þetta var efnt vonum bet ur, og nú var unnið af kappi, þar til í maímánuði árið 1965. Þá var meginþorra verkamannanna sagt upp. En ,nú hafði þeim aukizt svo kjarkur við kenningar Danílós og kynni þau, er þeir höfðu haft af honum sjálfum, að þeir voru ekki lengur jafnauðsveipir og áð- ur. Einungis þriðjungur þeirra verkamanna, sem sagt hafði verið upp, hvarf heim til sín. Hinir sett ust um kyrt á vinnustaðnum og neituðu að víkja þaðan. Eftir tólf daga þóf höfðu verkamennirnir sitt fram. Vinna var hafin að nýju, og næsta vor á vatn úr lóninu í Jatódalnum að frjóvga akra og aldingarða. Það er talið, að vatnið muni nægja til þess að vökva tíu þúsund hektara Iands svo iengi fram eftir sumri, að uppskerunni sé borgið. í Partanna, sjö eða átta kiló- metra sunnan við Partinícó, verð- ur væntanlega hafizt handa um miklu meiri framkvæmdir. Það eru raunar þrjátíu ár síðan áætlan- ir voru gerðar um þessar stíflur, en voldug myrkraöfl höfðu komið í veg fyrir, að af framkvæmdum yrði. Árið 1963 hófu íbúarnir í þorpinu Roccamena miklar föstur. Þegar yfirvöldunum fór að standa stuggur af þeim, létu þau undan síga og lofuðu öllu fögru. En lof- orðin voru brátt svikin, og nýjar föstur hófust árið 1965. Fólk í mörg um þorpum í Belicedalnum tók þátt í þessum föstum, og loks var farin kröfuganga mikil með full- trúa fimmtán sveitarfélaga í broddi íylkingar. Héldu þeir að göngunni lokinni til Rómar til þess að bera sjálfir fram kröfur sínar við þing og ríkisstjórn. Og þó að þungt væri fyrir fæti, eru nú horfur á að byrjað verði í alvöru á hinni um- deildu stíflugerð í Belicedalnum. Eitt af því, sem mest þjakaði sveitafólkið á Sikiley, er harðneskja jarðeigendanna. Bex hundrúð þús- und hektarar ræktarlands eru í eigu auðkýfinga, og bændurnir verða að greiða ofboðslega háa landskuld. Þessu hafa Sikileyingar orðið að lúta kynslóð eftir kynslóð. Fæstir vita einu sinni, hvað þeir heita, er mergsjúga þá með þess- um hætti. Verst eru þeir settir, sem hafa orðið að greiða landskuldina í afurðum. í þessa hít hvarf iðulega fjórði hluti alls, sem heil fjölskylda ræktaði. Hinir harðsvíruðu jarðeig- endur, sem flestir búa í Róm eða annars staðar á meginlandi Ítalíu, verja aldrei einni einustu líru til jarðabóta — þeir hugsa ekki um annað en hirða afgjöldin, sem um- boðsmenn þeirra innheimta með harðri hendi. Daníló og samstarfsmenn hans hafa barizt harðri baráttu gegn þessu fyrirkomulagi, safnað skýrsl- um um afgjöldin og nauð bænd- anna og krafizt þess, að stjórnmála- flokkarnir tækju afstöðu til máls- is. Þetta leiddi lokst til þess, að í fyrra voru samþykkt ný ábúðar- lög. Samkvæmt þeim mega bænd- ur á Sikiley greiða afgjöld- in í peningum, sem er mun hagstæðara vegna verðbólg- unnar, og heimilt er þeim að kaupa sig undan þessum álögum með því að greiða fimmtánfalda landskuld í eitt skipti fyrir öll. í stríðinu við jarðeigendurna nýt- ur Daníló nú orðið liðveizlu bænda- samtakanna á Sikiley. Nýlega hafa nítján sveitarstjórnir í Belicedaln- um gerzt aðilar að þessum baráttu- samtökum, og von er til þess, að tuttugu og fimm til viðbótar bæt- izt senn í hópinn. Viða hafa verið myndaðar baráttunefndir, þar sem reynt er að fá samstarfsmenn úr sem flestum stéttum. En allir vita, að baráttan verður ströng. Mót- spyrna auðvaldsins ítalska er hörð og miskunnarlaus, og það á langt 1 land, að því verði dregin úr nefi sú burst, sem jarðeignagróðinn frá Sikiley er. Og, hér er ekki aðeins við íhaldsöflin að etja, heldur ekki síður þekkingarskort, fákænsku, deyfð og hugleysi Sikileyinga sjálfra. í Menfídalnum hefur verið kom- ið á samvinnurekstri. Það kostaði sjö ára stríð. Fyrir því gekkst ung- ur búfræðingur, Michele Mandíelió ættaður frá Salernó. Hann settist að í Menfí, smábæ í suðvesturhluta Sikileyjar, árið 1959. Þar var lón til vatnsmiðlunar, er komið hafði verið upp fyrir fé úr sjóði, sem ætlaður var til umbóta á Suður- Ítalíu. Mandíelló brá í brún, er hann komst að raun, að einungis þriðjungur tiltæks vatns var notað- úr. Hætt hafði verið við þessa mannvirkjagerða áður en henni var lokið, og eru slíks raunar mörg dæmi á Ítalíu. Áveituskurðir höfðu aldrei verið gerðir, og engir ráðunautar höfðu verið sendir í héraðið til þess að leiðbeina bænd- unum. Mandíelló reyndi fyrst að stjaka við dottandi embættismönnunum, og sjálfur kom hann á fót tilrauna- stöð, svo að bændurnir gætu séð, hvaða aðferðir gæfu beztan afrakst ur. Umfram allt reyndi hann að kenna þeim að rækta fleira en vín- við og tómata. Tómlæti manna var hörmulegt. En fyrst tók þó í hnúkana, er Mandíelló vakti máls á samvinnu- búskap. Svörin voru alls staðar á einn veg: Við höfum reynt sam vinnu áður og lentum í botnlaus- um skuldum. Fiskimennirnir í Paló höfn komu á fót samvinnuútgerð, og þeir misstu allt, sem þeir lögðu fram. Við höfum brennt okkur á fingrunum. Enginn maður skyldi treysta öðrum, því að það gefur ekki góða raun. í fyrra komust þó hugsjónir Mandíellós í framkvæmd. Hátt á annað hundrað smábændur slógu sér saman, ársframleiðslan þrjátíu og þrjú þúsund hektólítrar af víni. Búið eignaðist þegar rafvélar og mikilvirka vínþröng, en bygg- ingar allar eru enn mjög af skorn- um skammti. Margir fleiri vilja komast í þennan félagsskap. En allt verður að gerast með gát. Þó að nokkuð hafi verið hert að mafíunni á Sikiley, eru maf- íumenn víða á sveimi, og það þykir mikið við liggja, að slíkir menn komist ekki í sam- í samtök þessi. Áður en bændurnir í Menfídaln- um brugðu á þetta ráð, urðu þeir að selja kaupmönnum öll vínber sín, og þeir beittu öllum ráðum til þess að þrýsta niður verðinu. Fram- an af uppskerutímanum þóttust þeir að jafnaði ekkert vilja kaupa og það var fyrst, er uppskeran lá undir skemmdum, að þeir léðu máls á því að kaupa hana á smánarverði. Nú eiga bænd- urnir í Menfídalnum ekkert undir náð þessara manna, og bændur í öðrum byggðarlögum hafa þegar beðið Mandíelló um aðstoð til þess að koma sama skipulagi á hjá sér. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust, jafnvel þótt bændurnir sjálfir séu fúsir til þáttöku. Ef þessi samvinnu bú og samlög Sikileyinga eiga að njóta lagaverndar, verður að koma til löggilding yfirvalda. En Mandb elló segir, að fátt taki eins á taug- arnar og herja út áritanir þeirra og stimpla á skjöl og samþykktir. 272 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.