Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Blaðsíða 21
4rg er fyrst og fremst hversdags-
feona.
Það var þegar tekið að svífa á
Jiana. Hún drakk hratt af ásetningi.
Það þurfti mikið magn af víni til
þess að sætta þá, apríl og feitlagna
manninn. Þó varð henni að takast
það. Það var óhjákvæmilegt.
Hún horfði á kræklóttar sauma-
konuliendur sínar, sem héldu á
Igjlasi og sígarettu. Ógeðfelldar
hendur og ógeðfelld, vatnshlá augu,
svo grunn að örðugt yrði að drekkja
sér í þeim. — Með nógu miklu
víni kannski. Apríl gefur engin
grið.
— Hvað sögðuð þér? Eitthvað
um apríl?
Æ, hún hafði hugsað upphátt.
Hann lét fylla glösin, aftur og
aftur.
— Það eru aðeins mjög fáar kon
ur, sem ég hef gaman af að tala
við. Þér eruð ein þeirra. Þér minnt-
ust á apríl. Æskuliryggð er eins
og mjólk á apríldegi, sagði skáldið.
Hafið þér gaman af Ijóðum?
—Stundum.
— Ég sá það strax á yður. Ég
er góður mannþekkjari, sagði mað-
urinn ísmeygilega, og horfði á
hrukkótt andlit hennar og krækl-
óttar hendur, sem héldu um glas-
ið.
— Sjálfur elska ég Ijóð. Á ljóða-
bækur í tugatali, allar í skraut-
bandi. Konan mín — ég veit að
þér skiljið mig — hún hefur ekk-
ert gaman af Ijóðum. Vill bara
Gamait og gott
Gæfa póstsins
Bóndi í Stafholtstungum var ráð
inn póstur, og var ekki örgrannt
um, að sumir grannar hans öfund-
uðu hann af þvi. Fundu þeir sitt-
hvað að þessari ráðstöfun, og var
það eitt með öðru, að hann
væri tæpast^ svo heilsuhraust-
ur, að hann þyldi póstferð-
irnar. Var einn þessara manna
staddur á Svarfhóli og hafði
mjög uppi slíkar orðræður.
Björn bóndi Ásmundsson var
fámáll maður og fálátur af jafn-
aði, en gat verið meinlegur í svör
um, þegar honum þótti það henta.
Nú greip hann fram í fyrir gest
inum og sagði:
„En hann á svo góða nágranna".
dönsku blöðin, fastur áskrifandi að
þeim.
— Og hvar er konan yðar þessa
stundina?
—Fór á Sögu að borða með
saumaklúbbnum. Svo ég hugsaði,
að það væri bezt að fara út að anda,
anda eins og frjáls maður, alveg
prívat — ég veit, að þér skiljið
mig.
Hún var komin á það stig, að
hún skildi næstum allt. Því miður.
Og þá. í apríl er betra að geta tek-
ið hverju sem er — eða breytt
því eftir vild í eigin hugarheimi.
Um það fær enginn að vita.
Rétt fyrir lokun stakk hann upp
á að ná í leigubíl. Það kom ekki
annað til mála að aka henni heim.
Eftir svona yndislegt kvöld.
Hún vissi, að annað kom ekki
til mála. Þegar hann hefði kysst
hana fyrsta kossinn í bílnum, sagði
hann:
— Við tvö hefðum átt að hitt-
ast fyrir löngu.
— Já, hvíslaði hún, og fann, að
hún þurfti meira vín til að sætta
sig við manninn og apríl á þessu
kvöldi.
Ákavítisflaskan meira en hálf,
stóð á stofuborðinu eins og hún
hefði beðið eftir þeim. Hún hellti
í glösin og út fyrir þau, á borðið.
Þau settust að drykkju. Maðurinn
fór með kvæði fyrir hana, það er
ekki á hverjum degi sem maður
hittir konu, sem elskar ljóð, nýt-
ur þess að hlusta á þau. Hann fór
með gömul hefðbundin kva’ði, um
vorið og æskuna.
Honum var heitt, fór úr jakkan-
um og hengdi hann á stólbak. Þá
varð honum litið á litlu bókahill-
una hennar. Las titlana og höf-
undanöfnin: Tennesy Williams,
Cora Sandel, Caldwell — fáeinir
yngri íslenzkir höfundar. Honum
voru öll þessi nöfn framandi, nema
ljóðabók Jónasar Hallgrímssonar.
— Ég átti von á því, að það
væru einmitt svona bækur, sem þú
læsir, ég sagði þér, að ég væri
mannþekkjari.
Henni varð svolítið flökurt með-
an hann handfjatlaði þessar fáu
bækur, sem hún átti. Langaði að
halda þeim hreinum handa sér
einni.
Hún drakk úr hálfu glasi í ein-
um teyg og sat þögul meðan vín-
ið var að verka. Maðurinn drakk
líka, en ekki í löngum teygum
eins og hún.
Svo stóð hún upp og fór fram
í baðherbergið. Eiturgrænt. Nýjasta
tízka. Hún háttaði og smeygði sér
í náttkjól og þunnan slopp. Hún
gekk aftur fram í stofuna, og mað-
urinn skildi hana strax án orða.
Hún tók á móti honum af fjálg-
leik, tókst að gleyma þessum
grunnu augum og margþvældu
gullhömrum. Apríl og hún. Jörð-
in, dýrin og hún sjálf. Ein logandi
kvika, óslökkvandi þorsti. Sauma-
kona með hrukkur í kringum aug-
un og kræklóttar hendur.
Hvers vegna er manni ekki hlíft?
Hann fór tiltölulega snemma, og
það var gott. Hann hefði handleik-
ið bækurnar hennar, líkama hennar
og þegið allt, sem hann óskaði.
Hún líka. Henni datt ekki í hug
að þræta fyrir það.
— Ó, apríl, ég elska þig, heyrði
hún sjálfa sig muldra ofan í kodd-
ann, líka þegar þú hefur mig að
fífli, traðkar á mér. Þegar ég hætti
að skynja þig, verður dauði minn
fullkominn.
Það var líka góð
saumakona
Svolátandi þula er höfð eftir
oónda einum, er fór í annað
hérað í heimsókn til frænda
og vina:
„Ég kojn á einn bóndabæ.
Það var komið kvöld.
Mér var boðið í baðstofu.
Fólkið sat á rúmum sínum.
Suniir að vinna og sumir
ekki að vinna.
Þar var ein aðkomustúlka.
Það var saumakona.
Hún var að sauma.
Jlún var svona á fertugsaldri.
Ég horfði á hana.
Hún var skolli lagleg.
Ég horfði meira á hana.
Hún var rækalli þrýstin um
mjaðmirnar.
Svo fór hún að tala við mig.
Þá fór ég að tala við hana.
Svo um kvöldið fyrir hátta-
íma, fór ég út til að kasta
af mér vatni, eins og vanalega
Þegar ég kom aftur inn í
göngin, kom stúlka i fangið
á mér.
Það vai saumakonan.
Það var gott að kyssa hana-
Það var bara ágætt að kyssa
hana.
Eftir það svaf hún hjá mér
allar nætur.
En það voru nú aðeins þr jár
nætur.
Já, aðeins þrjár nætur.
Það var góð saumakona."
T t M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ
285