Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Blaðsíða 15
GuSmundur Þorsteinsson frá Lundi: Frá árdögum átvurpsins Vorið 1931 kom ég i Borgar- fjörð syðra og var þar næstu tíu ár, á Lundi í Lundarreykjadal. Þá var ríkisútvarpið nýtekið til starfa. Notendur voru enn fáir, en þeim smáfjölgaði. Þegar þarna var komið sögu, voru aðeins þrjú viðtæki í Lundar- reykjadal, en um haustið kom við- tæki að Lundi, og var það hið fjórða í röðinni. Þá voru öll við- tæki, sem ekki voru tengd raf- stöðvum, rekin með þurrhlöðu, sem hafði 150 volta spennu og entist álllengi, en til viðbótar var sýrugeymir með 6 volta spennu. Þeir geymar voru ekki sem þægi- legastir í meðförum, þunginn mun hafa verið um tíu kíló, en auk þess mátti vara sig á því, að ekki skvett- ist úr þeim sýran — fyrst og fremst vegna hleðslunnar, en auk þess gat nún skemmt föt og jafn- vel skaðbrennt menn, ef óvarlega var með farið. Af því, sem þeg- ar er sagt, má ljóst vera, að víða var ærnum erfiðleikum bundið að fá útvarpsgeymana hlaðna. En tímabil. Ekkert lánstraust var, svo að byrja varð í smáum stíl. Vör- ur voru aðeins- pantaðar með það fyrir augum, að þær yrðu þegar greiddar. Forgöngu í þessu félagi hafði frá byrjun Sigurbjörn Guð- jónsson í Hænuvík. Þegar litið er yfir sögu verzl- unarsamtakanna í Rauðasands- hreppi og á Patreksfirði, sézt, að þar hafa orðið miklar breytingar og sveiflur síðustu 40 árin. í byrj- un var aðeins eitt félag fyrir allt þetta svæði. Hafa nú um nokkur ár starfað þrjú félög á þessu svæði. Það virðist að vísu einkennilegt, að það skuli vera tvö félög í sama hreppnum, sem bæði starfa á sama grundvelli, en staðhættir eru þann ig og samgönguerfiðleikar alveg einstakir. Sú reynsla, sem hefur fengizt á þessu fyrirkomulagi, mælir fullkomlega með því, að ó- breyttum ástæðum. Margar og miklar framfarir hafa átt sér stað í verzlunarmálunum undanfarin 40 ár, en í einu hefur oftast mun hafa þurft að hlaða þá nærfellt mánaðarlega — með hóf- legri notkun — en var auðvitað misjafnt eftir stærð tækja og öðr- um ástæðum. Við vorurn þó þarna allvel sett, því að Eggert Benónýsson á Háa- felli í Skorradal hafði verið bú- inn að koma sér upp hleðslustöð, áður en ríkisútvarpið tók til starfa. Var hann bjargvættur nágranna sinna, hvað þetta snerti, því að við fengum að njóta góðs af stöðinni og það eftir að Eggert var farinn þaðan. Frá Lundi var talinn rösk- lega hálfrar annarrar stundar gang ur að Háafelli, — um. dalinn yfir Grímsá, og hálsinn yfir í Skorra- dal. Þótti það ekki mikið ferðalag á þeim dögum — sízt ef ís var á ánni. Og alltaf var gott að koma að Háafelli: gestrisni frábær, og öll fyrirgreiðsla. Fram til 1937 sótti ég oftast hleðslu þangað eða þar til ég fékk hleðslustöð. Ég hygg það hafa verið í nóvem- ber 1936, að hleðslu þraut — sem oftar — hjá okkur. Vildi maður orðið afturför. Fyrir 40 árurn var unnt að fá vörur beint frá útlönd- um á þær hafnir, sem þær áttu að fara á. Varð því umskipunar- og flutningskostnaður miklu minni heldur en hann er nú. Það virð- ist þó með öllu óþarft að flytja allar vörur um Reykjavík með öll- um þeirn aukakostaði, sem leggst á þær við meðhöndlun þeirra þar, og gerir þær mikiu dýrari en þær þurfa að vera. Krefjast verður, að þetta ástand verði afnumið. Vör- urnar eiga að koma beint á þær hafnir, sem þær eiga að fara á. Áður en skilizt er við frásögn af starfsemi Jcaupfélaganna í Rauðasandshreppi, er vert að minn ast þess stuðnings, sem þau hafa notið frá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga. Það hefur verið ómet anlegur tengiliður fyrir kaupfélög- in með útvégun á vörum og út- vegun á markaði fyrir íslenzkar landbúnaðarvörur. Að þessu hefur það unnið af miklum dugnaði til mikilla hagsbóta fyrir landsmenn. alltaf bæta úr því sem fyrst, eftir að komizt var á útvarpsnot. Þá var hjá inér danskur vinnumað- ur, sem Petersen hét. Hann hafði gaman að koma á bæi, ef ar- indi gáfust og var því fús að skreppa með geyminn. Þá var venja að eiga tvo geyma, og hafa þá til skiptis á hleðslustað. Fór maður því með þann tóma, en kom aftur með hinn hlaðna. Veður var stillt, lítið frost, en móska í lofti. Lítill snjór var á jörðu, en gott gangfæri. Grímsá rann auð milli lítilla skora. Eftir hádegi tygjaði Petersen sig til ferð ar, og tókum við úr húsi handa honum traustan hest og vanan til þess að ríða á yfir ána. Ég fór með honum að ánni til þess að taka við hestinum og láta lvann síðan inn aftur. Síðan hélt hann sína leið, en ég heim til starfa. En sem allra næst hálfum öðr- um tíma síðar, brast skyndilega á norðaustan-bylur. Var hann all- hvass með mikilli snjókomu og því dimmur. Eftir tímanum að dæma átti Daninn að vera kominn að Háafelli þá, — og ekki var hætt við, að honum yrði sleppt þaðan út í neina tvísýnu. Ég hélt því áfram störfum, þar til því var lok- ið, sem að kallaði, en þá var farið að rökkva. Hefði maðurinn verið vanur ís- lenzkum staðháttum, hefði ég beð- ið þess rólegur, að hann skilaði sér. En þótt hann væri mikill að vallarsýn, var hann ekki að sama skapi til úrræða. Gat ég því illa látið vera að forvitnast um hann. Ég tók sama hestinn og fyrr og reið á honum yfir ána, en þar sem enginn var til að taka við honum og ég bjóst við að þurfa hans til baka, fór ég með hann að Snartar- stöðum og fékk hann geymdan þar. Þegar ég fór þaðan var nær aldimmt. Hélt ég síðan áfram og upp á brúnina hjá svokölluðum Fötu- steini. Þaðan tók ég stefnu sem næst þvert yfir háls- inn og ætlaði að koma nið- ur að vatninu, skammt ut- an við Háafell. Stefnuna fékk ég eftir veðurstöðu, en henni er ekki hægt að treysta í lands- lagi eins og þar er og var því ekki annað hægt að gera en halda beinu striki. Færð hafði heldur Framhida á 886. síSu. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAB 879

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.