Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 08.10.1967, Blaðsíða 22
1 þegar ég fór með Guddu,“ segir hann. En hvað skeður? Við erum rétt komin yfir Sandá, þegar ein felg- an er búin að vera, og þar með rættist draumur Stefáns. Fótgang- andi iverðum við að leggja í síð- asta spölinn. En bíll ekur fram á okkur. Ég segi honum númerið á bil mínum, bið hann að hafa upp á bílstjóranum og biðja hann að koma. til móts við okkur. Það stvtti göngu okkar nokkuð. Við tökum Nilla með okkur á- leiðis suður, hann getur fengið farkost í Laugarási. Við ökum með Ragnheiði heim til hennar, hún á heima í Flóanum. Þar þiggjum við kvöldmat. Um níuleytið komum við heim. Þrjár viðburðaríkar vikur í óbyggð um eru að baki. Auk þess að hafa bætt heilsu mína að mun við þessa vist á fjöllum, veit ég, að hugur- inn mun oft leita fjallanna, og myndrik .minning verður honum stundum hvíld í þrasi rúmhelg- innar. Frá Suður-Afríku — Framhald af 874. síðu. það er. Það kemur þó ekki til af góðu: Japanirnir eiga sér að baki volduga stórþjóð, sem ekki er ráð legt að móðga, og Suður-Afríku- menn eiga mikil verzlunarviðskipti við hana. Þegar um nægjanlega mikla peninga er að tefla, verða kynþáttakenningarnar að víkja. Varla kemur þáð á óvænt, þótt mikil brögð séu að drykkjuskap meðal hins svarta kynþáttar. Blökkumennirnir geta með þeim hætti einum gleymt hörmumgum sínum um stundar sakir. En með því að tekjurnar eru rýrar, verða þeir að leita á heldur óhugn- anlega staði, þír sem áfengi er ódýrt — og vont að sama skapi. Yfirvöldin vilja líka helzt, að blökkumennirnir drekki svokall að bantúöl. Það lætur ríkisstjórn in sjálf brugga handa þeim, og' gróðinn af þeim drykk rennur til sveitarfélagana. Óvíða er öðrum peningum varið til lýðhjálpar með- al blökkut'ólks. Þannig er unnt að losna við framlög til þeirra af al- mannafé. Enginn mun reka upp stór augu, þótt mörgum virðist fýsilegra að sjá sér farborða með ólöglegum hætti en sæta þeirri vinnu, sem 886 blökkumönnum býðst. *-eir kt nefndir tsStíai, *em þann veg kjósa. Það eru afbrotamenn, sem lifa á ránum, þjófnaði og eitur- lyfjasölu. Ep þetta fyrirbæri er hinum hvítu mönnum í Suður- Afríku ekki að öllu leyti þyrnir í auga. Það er einmitt mjög not að til þess að réttlæta skilnaðar- stefnuna og kynþáttakúgunina. í •'aun og veru eru þó tsótíarnir fyrst og fremst ávöxtur þess skipulags, sem komið hefur verið á í Suður-Afríku. Ungum mönnum eru lokaðar allar dyr til viðunandi lífs, og refsisvipan vofir jafnan yfir þeim, hvort sem þeir aðhafast nokkuð ólöglcgt eða ekki. Það er engu að tapa. Þess vegna leggja miklu fleiri út á glæpabrautina en ella myndi. Frá árdögum útvarpsins Framhald af 879. síðu. þyngzt um daginn, sá ekkert frá sér. Var ég því í lengra lagi á leiðinni. Þegar farið var að halla greinilega til Skorradals, breyttist veðrið skyndilega: vindur gekk í austur og jafnskjótt kippti úr frosti, svo að úrkoman varð snjó- bleyta, en síðar rigning, og hvessti einnig mjög. Ég átti því enn eftir æðispöl niður að vatninu, sem enn var autt, þegar drifið úr þvi mætti mér. Beygði ég þá inn að Háafelli en þangað var skammur spölur. Þá var veðrið mótdrægt svo að ég rennblotnaði, bæði af krapahríðinni og drifinu, og var mikið hrakinn, þegar ég kom til bæjar. Daninn var þar í bezta yfirlti, eins og ég hafði vonazt eftir. Ekki stóð á kaffinu hjá Guðnýju, frem- ur en vant var og gisting var okk- ur boðin báðum. En þar sem við gátum illa verið báðir að heiman til morguns, var ekki um annað að raeða en hraða sér heimleiðis. Þá var komin úrhellisrigning. Ég hafði búizt út í hríðarbyl, þeg ar ég fór að heiman, létt og frem ur skylt, og ekki átt von á stór- rigningu. Blotnaði því fljótlega á Lausn 36. krossgátu mér Irver spjör, sem ekki var þej'ar gegndrepa. Daninn var aft- ur á inóti í allvel heldri kápu yzt fata, svo að hann hraktist ekki að ráði. Eftir að fór að rigna, var vandalaust að rata, þótt dimmt væri af nótt. Sóttist okkur mun greiðar en mér áður, enda veðrið á eftir okkur. Hestinn tókum við á Snartarstöð um, en þegar kom að Grímsá, var ég alvotur svo- að mig munaði ekkert um að vaða hana, þó að hún væri vel í klof. En Petersen notaði hestinn og urðu því engar tafir. Heim náðum við rétt fyrir háttatíma, eftir að hafa gengið frá liestinum. Ekki hef ég rifjað þetta atvik upp, vegna þess að það þætti merkilegt á sinni tíð. En „tímarn- ir breytast“ og nú grunar mig, að einhverjum þættu þetta harðsótt útvarpsnot — þótt ekki séu liðn- ir nema þrír áratugir síðan þetta var. Þægileg handbók — Framhald af 866. siSu. oft og tíðum að hafa hana nær- tæka, er í tal berast menn, er fólk vill vita skil á. Sýnist mér einsætt, að þetta rit þyki fljótlega sjálfsavt innan veggja margra stofnana cg fyrirtækja, þar sem vitneskjan af því tagi, er fá má í íslenzkum sam- tíðarmönnum, getur iðulega kom- ið að haldi. Hér kemur og til, að íslenzkir samtíðarmenn virðast hin traustasta heimild, svo mikla natni sem þó þarf til þess að gera þvílíkar bækur vel úr garði. /

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.