Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Blaðsíða 20
Karl Kristjánsson: SKÚMUR SÖGUR UM HUND Hundurinn Skúmur. íslenzkir bændur hafa ekki haift samtök um að rækta handa sér hundakyn og er það framtaksleysi skaði. Bændur hafa að vísu alltaf sótzt eftir ungviðum undan tík- um, sem reynzt hafa vel, en mis- jafnlega gefizt hvolparnir, af þvi að tilviljun hefur ráðið blöndun ættanna. Oft mun fjármanni á íslandi hafa búið mikil eftirvænting í hug, þegar hann „lét hvolp lifa“, eins og kal'lað er. Mundi seppi litli verða: „góð eign“ eða „óeign“ — „vitur“ eða „afglapi11 — „trygg- ur“ eða „svikul'F* — „grimmur11 eða „meinlaus1 — „hlýðinn* eða „ógegninn“ — „góður félagi“ eða „hvimleiður förunautur1* — o.s. frv.? Þetta skipti miklu máli. Góður hundur var dýrmæt eign og skemmtilegi en lélegur hundur hið gagnstæða. Svona var þetta og er þetta enn í dag þar, sem hunds er þörf. Árið 1918, seinni hluta vetrar, fékk ég mér hvolp hjá Hermanni Stefánssyni, bónda á Bakka við Húsavík. Hvolpurinn var undan tík, sem talin var vera dóttur-dótt- ir skozks hunds, sem Hallgrímur Þorbergsson, bóndi á Halldórssstöð um í Laxárdal, átti og var nefnd- ur Don. Hann var af ræktuðu fjár- hundakyni í Skotlandi og annálað- ur fjárhundur. Móðir hvolpsins bar glögg ætt- areinkenni Dons í útliti, en hvolp- urinn var ekkert líkur henni i sjón. Hins vegar láktist hann allmik- ið skothundi einum húsvíkum, og var rakki sá grunaður um faðern ið af þeim, sem létu sig það varða, en sanmnir vantaði auðvitað. Ég gaf hvolpnum nafnið Skúm- ur, af því að Iitur hans minnti dálítið á lit fuglsins, sem það heiti ber. Hann var að aðallit svartur, en þó gulbrúnn á kjálkum, bringu, kvið og löppum. Skúmur var ekki ærslafenginn hvolpur, en virtist allfljótt verða skynugur í betra lagi. Þegar sauðburður hófst um vor- ið, var hann farinn að fylgja mér til kinda. Fyrst í stað var honum mjög uppsigað við ærnar. En þær höfðu hann svo harkalega á horn- um sér, að þannig fóru leikar, að hann varð lafhræddur við þær, flýði þær og fékkst ekki einu sinni til að gelta að þeim eða öðr- um skepnum. Fyrir þetta hlaut hann lítilsvirðingu. Eldri hundar horfðu á hann hissa. Heimilisfólk- ið hló að þessum „valda fjár- hundi“ mínum og spáði því, að hann mundi að litlu gagni verða. Mér fannst líka — satt að segja — unglingur þessi óefnilegur til dáða, þótt fallegur væri á belg- inn og fylgispakur við mig í bezta lagi. Nú leið að rúningi. Fór ég þá með Skúm í smölun. Reyndi að siga honum að fé, en alveg án árangurs fyrst í stað. Hann lét sem hann heyrði hvorki né skildi, og féð væri sér gjörsamlega óvið- komandi. Þetta var ergileg skepna á annríkisdegi! Ekki sá ég þó, að vit væri i því að verða vondur við hvolpinn, heldur klappaði hon um og greip til þess ráðs að hafa hann við hlið mér og hlaupa þann- ig með honum á eftir kindum og gelta, eins og ég væri hundur. Eftir nokkra spretti með þess- um hætti fór seppi að sýna áhuga og reka upp bofs og bpfs. Ailt í einu hvarf honum ótti við féð og elti það án mín. Var sem hann á þessu augnabliki losnaði úr á- lögum. Og um leið var komið á milli okkar svo gott skilningssam- band, að hann hlýddi þá þegar af undraverðri auðsveipni og ná- kvæmni bendingum mínum og skipunum, eins og hann væri lang- taminn smalahundur. Smalagleði mín yfir Skúm litla var mikil orðin að dagslokum. Um sumarið notaði ég Skúm við engjavörzlu og rekstur fjár úr heimalandi. Var mér nautn að því að æfa hann við þá þjónustu, svo skilningsgóður og laginn reyndist hann. En helzt vildi hann ekki vera í þjónustu annarra. Lærði hann þetta sumar að skilja ýmis fyrirmæli, t.d. „Komdu með kindiurnar!“ Eða: „Rektu þær!“ Var ganian að sjá, hvernig hann beitti sér við að framkvæma þess- ar fyrirskipanir: Sækja fé skv. annarri, en fjarlægja skv. hinni. Um haustið fór ég með Skúm í fjallgöngur. Fylgdi hann mér fast eftir. Skipti sér ekkert af hlaupum annarra hunda og tók ekkert til greina sigun gangnafé- laga minna. Lést ekki heyra, ef þeir töluðu til hans. í síðustu göngunum þetta haust vann Skúmur sér talsverða frægð. Við gangnamenn vorum al'lmarg ir samankomnir í svonefndum Núpskrika á Tungnaheiði, snædd- um nesti okkar og gættum fund- inna kinda. Sjá menn þá allt í einu, hvar tvær kindur eru neðanundir kletta belti hátt uppi í brúnum Tungu- núps, sem er hlíðarhár þeim meg- in, sem að Krikanum snýr. Biður nú gangnaforinginn, Þorvaldur Þor bergsson bóndi á Sandhólum, ung- 236 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.