Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Blaðsíða 22
an óvana niður seinni hluta ævinn-
ar.
Skyggn virtist Skúmur vera og
ekki koma á óvart sumar gesta-
komur. Mátti oft á honum sjá og
heyra löngu fyrirfram, þegar hann
átti vissra gesta von.
Ennfremur virtist hann dreyma
fyrir komu hunda, sem honum var
í nöp við. Reisti hann kamb og urr-
aði í svefni nokkru áður en þá bar
að garði.
Mjög gaman hafði Skúmur af
því, áð fara með mér í ferðalög
og fylgdist með því kátur og eft-
irvæntingarfullur, þegar ég bjó
mig til ferðar. Hinsvegar skipaði
ég honum venjulega að vera
heima, þegar ég ætlaði á mann-
fundi því hundasafn er leiðinlegt
á samkomum. Hlýddi hann mér
ætíð, en hryggðist auðsæilega yfir
því að mega ekki létta sér upp.
Margvísleg og mikilsverð var sú
þjónusta, sem Skúmur veitti heim-
ili mínu um sína daga, en hann
lifði i sextán ár. Seinustu árin var
ellin farin að verða honum til ó-
þæginda, því blómaár hundsævinn-
ar eru svo fá.
Þannig fór, —' eins og máske
hafði bitið á Skúm í grun, — að
hann féll fyrir skoti. En þess var
fullkomlega gætt að það gerðist
án þess að hann yrði nokkurs að-
draganda var.
Ég hafði átt samtímis Skúm —
seinni ár hans — hund, sem kall-
aður var Brúsi. Var sá hundur afar
ólíkur Skúm að upplagi og ekki
nándar nærrj eins'skynsamur. En
af því að Brúsi var hvolpurinn
með Skúm, laerði hann ýmislegt af
honum og tók hann um margt í
háttum og vinnubrögðum til fyrir-
myndar, og gat þessvegna talizt
góður fjárhundu.r
Nú orðið eiga sumir sauðfjár-
bændur engan hund og enga for-
ustukind. Hvernig fara þeir að því
að temja hjörð sína? Ég skil ekki
að þeim geti tekizt það, svo vel sé.
Þegar ég er að skrifa þessar lin-
ur, berst mér fréttablað. sem segir
frá því, að.bóndi einn, sem beitir
fé sínu á vetrum, hafi dag einn í
byrjun þessa mánaðar (febrúar
1968), farið með það í haga. Hafi
hann þann sið að ganga á undan
þvi, og láta það elta sig. Er það
að vísu hjarðmannlegt og tamning
á hjörðinni að vissu marki.
Seinni hluta umrædds dags
gerði stórhríð með mikilli fann-
komu. Fór þá bóndi að leita kinda
sinna, fann þær allar og lagði á
stað með þær heimleiðis, „og gekk
að venju á undan. Fylgdi féð hon-
um fyrst, en svo slitnaði hópur-
inn“. „Fór svo að hann varð að
fara einn til bæjar“. Sumt féð
fannst sama kvöld, þegar veðrið
lægði, en nokkrar kindur hafði
hrakið svo afleiðis, að þær komu
ekki -til skila fyrr en daginn eftir,
segir blaðið.
Það er gaman að geta kallað til
sín hjörðina og látið hana elta sig.
En sú aðferð heldur ekki, þegar
í hart er komið. Á þeim stundum
þarf féð að hafa verið tamið til
rekstrar, og til þeirrar tamningar
dugar aðeins góður hundur. Við
þá tamningu þarf engin ill með-
ferð á fénu að eiga sér stað.
Ef bóndinn, sem blaðið sagði frá,
hefði haft hund t.d. eins og Skúm,
til þess að reka á eftir fjárhópn-
um, sem hann vildi láta elta sig,
þá er ólíklegt að hópurinn hefði
ekki náð húsum.
Búnaðarfélag íslands ætti að
gera ráðstafanir til að tekin verði
upp ræktun fjárhundakyns.
Góður fjárhúndur, valin forustu-
kind og liðugur reiðhestur ættu að
vera sjálfsagðir gripir á hverju
fjárbúi' í sveit. Ef þetta skortir,
vantar þar bæði öryggi og þá
miklu og fjölbreyttu Inægju, sem
þessi skemmtilegu dýr veita
mannlegri sál í samstarfi.
Sízt lætur þó ráðdeildarsamur
sauðfjárbóndi hundinn vanta, hafi
hann kynnzt því, hvað hægt er að
láta vitran f járhund gera.
Rætt við Önnu -
Framhald af 231. siðu.
drukku kampavín úr fangamerkt-
um krystalsglösum, sem aðeins
voru tekin fram þennan eina dag
ársins.
Það munaði heldur ekki nema
hársbreidd, að þau færust á mis
á sínum tíma. Afi var trúlofaður
Ilalldóru nokkurri á Akranesi, en
amma gömlum presti, ekkli með
Lausn
9. krossgátu
fjögur börn. Bæði brúðkaupin áttu
að fara fram um jólin. Amma beið
í festum hjá föður sínum, séra
Magnúsi hómópata á Grenjaðar-
stað, og þaíigað kom afi til að
hjálpa hómópatanum í nokkra
mánuði, þangað til hann kvæntist
sjálfur og tæki við læknisembætti
í Húnavatnssýslu. Viku fyrir jól
kveður hann alla á bænum og ríð-
ur vestur.
En í Húnavatnssýslu bíður hans
uppsagnarbréf, undirritað: „Þín
ekki lengur Halldóra.“ Afi hefur
ekki fyrr lesið bréfið en hann læt-
ur söðla fráustu hestana, sem kost-
ur var á, og flengríður síðan dag-
fari og náttfari austur yfir allar
ár og léttir ekki fyrr en hann kem-
ur í hlaðið á Grenjaðarstað á að-
fangadag jóla. Þar er slegið upp
fjölskylduráðstefnu, sem endar
með því, að maður er sendur á
móti prestinum út á Húsavík til að
snúa honum aftur heim.
Því eins og amma sagði, um
leið og hún lagði hendurnar um
háls föður sinum til að telja hon-
um hughvarf: „Þú verður að skilja
það, pabbi minn, að ég get ekki
gifzt ekklinum, þegar ég á kost
á Júlíusi!“
Brúðkaupið var síðan tafarlaust
haldið, enda allt til reiðu, aðeins
skipt um brúðguma, og síðan
drukku afi og amma ævinlega
kampavín á þriðja í jólum, eins
og áður er iýst.
„Eins og þú sérð“, segir Anna
um leið og við kveðjumst, „hefur
ástarguðinn ekki svikizt um að
brugga konum ættarinnar seið,
jafnt sætan sem beiskan“.
Inga.
z B z z [Z [Z (Z [Z z
z V I K u K fíj u p I V
y ] D i E N n Z 0 N N
3 K 1 P / E R N a
7 fi fí z (1 N z £ T z fí R FÍZ
ciGiíaiaaoBiianmBiía
R N E 3 / 5 fl u M z G R
á fí / R R Ll L Z M fí L L I
s E I K z L I T I Ð z fl K
z P T F fl z N r N u z R Ifl
Z R V ó G i z R s Œ K
L Æ K N U V U J V 0 z
z D 7 fl Z z s V I a fl
/ s z Z )L I N s n H L E G1 z F
z V i K i z £ T T Z I I Z s T
L ] r fl N D I Z fí L z r L 6 R
z K K. L Tl / [R z Fj K i F fl L L I
A u K fl ET 1 R f E H z S R
/ L fi z s P L K S I R z fll K z
/ n z o s z 6 Kl z S i L I N
i N E K s U 0 D L V K L N N
238
TllttiMN - SUNNXhDAGSBLAÐ