Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Page 3
eUfflBUH MhlT- jjkmm illllll ■ r ' Oft er vitnað til strútsins, sem stingur höfðinu í sand- inn. Það þykir ekki gáfulegt. En margur er hafður fyrir rangri sök. Það verður strútnum mest til hjálpar, hve sjóngóður hann er, háfættur og fljótur að hlaupa, ef háska ber að. Strúturinn hefur aldrei getað flogið. Hann er fæddur til þess að lifa þar sem undanfæri er mikið. Eiginlegir strútar eru einungis í Afriku, en nánlr ættingjar þelrra eru á sléttum i öðrum hlutum heims. Stuttan spöl hleypur strútur hraðar en hestur. Á sléttum Afríku eru strúturinn oft í slagtogi við sebradýr og gnýl. Það er þessum dýrum öllum gagnlegt. Hvöss sjón strútsins og þefnæmi sebradýrs og og gnýs leggst á eitt, t. d. ef Ijón er á vakki í grenndinni. Stundum birtast gamanteikningar af strútum, sem gleypt hafa skeifu. Það gerði líka einu sinni strútur I dýragarð inum j Berlín. Að jafnaði láta þeir sér þó nægja að gleypa steinvölur til þess að bæta meltinguna. Hálsinn er mjög þenjanlegur. Hann er líka afbragðslúður. Þennan lúður sinn þeyta strútar, sem eru í kvon- bænum. í fjarlægð er hljóðið áþekkt því, að drynjl í Ijónl. Það þykir kvenfuglinum seiðfagur söngur. Fætur strúta eru aflmlklir, og hvöss klóin á lengstu tánni er geigvæn- legt vopn. Enginn er öfundsverður af því að verða fyrir höggi reiðs strúts. Karlfuglarnir berjast líka oft innbyrðis um kvenfuglana. Fjöiskyldulíf strútsins er dálítið flókið. Karifuglinn helgar sér' land og laðar til sin fáeina kvenfugla. Eftirlætisfrú- in grefur sex egg í sandinn, en hjá- konurnar bæta við þrem eða fjórum — og eru síðan reknar burt. Kvenfuglinn er Ijós á lit og annast eggin á daginn, en dökkleitur 1<arl fuglinn um nætur. Sé hætta á ferðum, eru eggin hulin sandi. Eft- ir sex vikur skríða svo ungarnir úr egglnu, þá verndar karlfuglinn þá. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 651

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.