Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Síða 4
Gaudearrtus HiS stutta íslenzka sumar er, æ, alltof fljótt á enda liðið. Senn byrja skólarnir á ný. Hátt á sjötta hundrað þeirra unglinga, sem smugu gegnum nálarauga hins umdeilda landsprófs í vor, munu nú í haust hefja nám i menntaskólum Reykjavíkur. Þeir, sem minnast gamalla kvalastunda á skóla- bekk, munu fagna þvi, að meðal læri- feðra ríkir nú mikill framfarahugur og nýir kennsluhættir ryðja sér til rúms. Þessa þróun má ekki hvað sizt rekja austur í Árnessýslu. Skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni, Jóhann Hannesson, hefur á undanförnum árum fitjað upp á mörgum nýmælum, sem skólamenn í Reykjavík hafa fylgzt með af áhuga. Jóhann rektor er tíður gestur hjá hinum framfarasinnaða starfsbróður sínum, Guðmundi Arn- laugssyni í Hamrahlíð. f Kennaraskól anum hafa menn og augun opin fyrir því, sem er að gerast, enda á sá skóli miklu gengi að fagna. Þótt skammt sé liðið síðan hann fluttist í ný húsa- kynni eru þrengsli slík, að nauðsyn- legt hefur reynzt að kenna á göng- unum, því að skólastofur hafa ekki nægt. í gamla menntaskólanum við Lækjargötu er líka mikill áhugi á nýjungum. Kennarar úr öllum þess- um skólum bera saman bækur sínar, gera tilraunir, ráðfæra sig hver við annan, opna gluggana fýrir ferskum blæ. Það var ekki sízt íslenzku-kennslan, sem þótti hvorki orðin ástkær né yl- hýr. Okkur langaði til þess að frétta af umskiptum, sem þar kynnu að hafa orðið, og fórum upp í eMnntaskólann við Hamrahlíð til að spjalla við móður málskennara, sem við höfðum heyrt nemendur ljúka lofsorði á: Jón Böðvarsson 652 T t H 1 N N w SUNN5JDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.